Alfreð: Þetta var klárlega sterkasti riðillinn Smári Jökull Jónsson skrifar 9. október 2017 21:59 Alfreð Finnbogason vísir/ernir „Hún er ólýsanleg, EM var sætt en þetta er sætara og stærra. Það er erfitt að koma þessu í orð,“ sagði Alfreið Finnbogason framherji íslenska landsliðsins þegar hann var spurður hvernig tilfinningin hefði verið þegar flautað var af í leiknum gegn Kosóvó í kvöld. „Heimir sagði okkur að njóta augnabliksins. Við tókum sama undirbúning og alltaf og sýndum Kosóvó mikla virðingu þó svo að þeir væru með lítið af stigum. Við þurftum að sýna að við ættum skilið að fara á HM,“ bætti Alfreð við. Þegar dregið var í riðla fyrir undankeppnina leist mörgum ekki á blikuna enda um gríðarlega sterkan riðil að ræða. „Þetta var klárlega sterkasti riðillinn í undankeppninni. Það voru fjögur lið sem voru á EM og þessi tvö „slökustu“ lið voru alls ekki slæm þó þau væru lengi í gang. Það segir allt sem segja þarf að það komast 13 lið frá Evrópu á HM en 24 á EM, þetta er bara rugl.“ Alfreð bætti við að hópurinn hefði alltaf talað um það markmið að enda í öðru af fyrstu tveimur sætum riðilsins. „Það er enn sætara að klára þetta í fyrsta sætinu.“ Alfreð sagði sigurinn gegn Króatíu í sumar hafa sett tóninn og að liðið hefði ekki dottið niður í volæði eftir tapið gegn Finnum. „Þrátt fyrir að hafa tapað í Finnlandi þá töpuðum við aldrei voninni. Við tókum fullt hús stiga á heimavelli og það er auðvitað gríðarlega mikilvægt,“ bætti Alfreð við. Alfreð vildi ekki meina að það hefði ekki verið erfitt að halda sér á jörðinni fyrir leikinn í kvöld en margir voru á því eftir sigurinn á Tyrkjum að auðvelt verkefni biði gegn Kosóvó. „Það er komin ótrúlega mikil reynsla og leikirnir í umspilinu fyrir fjórum árum skipti miklu máli. Þá var spennustigið ótrúlega hátt og við stóðumst það próf ekki. Við tókum þá reiði með okkur og kláruðum það. Þegar maður er kominn með smjörþefinn af stórmóti þá vill maður fara á þau á tveggja ára fresti.“ Þegar Alfreð var spurður um óskamótherja í Rússlandi hló hann við og sagðist ekki vera kominn svo langt í huganum. Hann sagðist þó vilja eitthvað skemmtilegt lið utan Evrópu. „Eigum við ekki bara að segja Bandaríkin,“ sagði Alfreð að lokum. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Kosóvó 2-0 | Ísland á HM Sigur Íslands í kvöld gegn Kosóvó gulltryggir farseðilinn á HM í Rússlandi næsta sumar. 9. október 2017 20:45 Twitter eftir farseðilinn á HM: „To Russia with love“ Ísland er búið að tryggja sér farseðilinn á HM í Rússlandi næsta sumar, en þetta var ljóst eftir sigur Íslands á Kósóvó á Laugardalsvelli, 2-0. 9. október 2017 20:46 Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Fleiri fréttir Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Sjá meira
„Hún er ólýsanleg, EM var sætt en þetta er sætara og stærra. Það er erfitt að koma þessu í orð,“ sagði Alfreið Finnbogason framherji íslenska landsliðsins þegar hann var spurður hvernig tilfinningin hefði verið þegar flautað var af í leiknum gegn Kosóvó í kvöld. „Heimir sagði okkur að njóta augnabliksins. Við tókum sama undirbúning og alltaf og sýndum Kosóvó mikla virðingu þó svo að þeir væru með lítið af stigum. Við þurftum að sýna að við ættum skilið að fara á HM,“ bætti Alfreð við. Þegar dregið var í riðla fyrir undankeppnina leist mörgum ekki á blikuna enda um gríðarlega sterkan riðil að ræða. „Þetta var klárlega sterkasti riðillinn í undankeppninni. Það voru fjögur lið sem voru á EM og þessi tvö „slökustu“ lið voru alls ekki slæm þó þau væru lengi í gang. Það segir allt sem segja þarf að það komast 13 lið frá Evrópu á HM en 24 á EM, þetta er bara rugl.“ Alfreð bætti við að hópurinn hefði alltaf talað um það markmið að enda í öðru af fyrstu tveimur sætum riðilsins. „Það er enn sætara að klára þetta í fyrsta sætinu.“ Alfreð sagði sigurinn gegn Króatíu í sumar hafa sett tóninn og að liðið hefði ekki dottið niður í volæði eftir tapið gegn Finnum. „Þrátt fyrir að hafa tapað í Finnlandi þá töpuðum við aldrei voninni. Við tókum fullt hús stiga á heimavelli og það er auðvitað gríðarlega mikilvægt,“ bætti Alfreð við. Alfreð vildi ekki meina að það hefði ekki verið erfitt að halda sér á jörðinni fyrir leikinn í kvöld en margir voru á því eftir sigurinn á Tyrkjum að auðvelt verkefni biði gegn Kosóvó. „Það er komin ótrúlega mikil reynsla og leikirnir í umspilinu fyrir fjórum árum skipti miklu máli. Þá var spennustigið ótrúlega hátt og við stóðumst það próf ekki. Við tókum þá reiði með okkur og kláruðum það. Þegar maður er kominn með smjörþefinn af stórmóti þá vill maður fara á þau á tveggja ára fresti.“ Þegar Alfreð var spurður um óskamótherja í Rússlandi hló hann við og sagðist ekki vera kominn svo langt í huganum. Hann sagðist þó vilja eitthvað skemmtilegt lið utan Evrópu. „Eigum við ekki bara að segja Bandaríkin,“ sagði Alfreð að lokum.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Kosóvó 2-0 | Ísland á HM Sigur Íslands í kvöld gegn Kosóvó gulltryggir farseðilinn á HM í Rússlandi næsta sumar. 9. október 2017 20:45 Twitter eftir farseðilinn á HM: „To Russia with love“ Ísland er búið að tryggja sér farseðilinn á HM í Rússlandi næsta sumar, en þetta var ljóst eftir sigur Íslands á Kósóvó á Laugardalsvelli, 2-0. 9. október 2017 20:46 Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Fleiri fréttir Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Kosóvó 2-0 | Ísland á HM Sigur Íslands í kvöld gegn Kosóvó gulltryggir farseðilinn á HM í Rússlandi næsta sumar. 9. október 2017 20:45
Twitter eftir farseðilinn á HM: „To Russia with love“ Ísland er búið að tryggja sér farseðilinn á HM í Rússlandi næsta sumar, en þetta var ljóst eftir sigur Íslands á Kósóvó á Laugardalsvelli, 2-0. 9. október 2017 20:46