Fótbolti

Fólkið byrjað að streyma í Dalinn | Myndir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það verður vonandi gaman í Laugardalnum í allt kvöld. Þessi strákur er mættur með bros á vör.
Það verður vonandi gaman í Laugardalnum í allt kvöld. Þessi strákur er mættur með bros á vör. Vísir/Ernir
Það styttist óðum í hinn gríðarlega mikilvæga leik Íslands og Kósóvó í undankeppni HM í Rússlandi 2018 en þar getur íslenska karlalandsliðið í fótbolta tryggt sér sæti í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins í fyrsta sinn.

Leikurinn hefst klukkan 18.45 og munum við fylgjast vel með hér á Vísi þar sem blaðamenn og ljósmyndarar eru mættir.

Stuðningsmenn íslenska landsliðsins eru líka farnir að streyma í Laugardalinn enda búið að opna stuðningsmannasvæðið fyrir framan stúkuna.

Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, er niður í Laugardal og náði þessum myndum af stemmningunni sem eru hér fyrir neðan.

Vísir/Ernir
Vísir/Ernir
Vísir/Ernir
Vísir/Ernir
Vísir/Ernir
Vísir/ernir
vísir/ernir



Fleiri fréttir

Sjá meira


×