Fótbolti

Finnska hetjan með skilaboð: „Nú er komið að ykkur“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Finnar fagna marki Pyry.
Finnar fagna marki Pyry. vísir/epa
Nýjasta þjóðhetja Íslendinga, Pyry Soiri, óskar Íslendingum alls hins besta í leiknum gegn Kósóvó á morgun í nýju myndbandi á Twitter í dag.

Pyry varð hetja á Íslandi eftir að hann skoraði jöfnunarmark Finnlands gegn Króatíu á föstudag. Markið gerir það að verkum að sigri Ísland Kósóvó á morgun enda þeir í efsta sæti riðilsins og fara beint á HM.

Sjá einnig:Nýjasta þjóðhetjan Pyry í viðtali: „Takk, herra forseti!“

Mikið hefur verið rætt og ritað um Pyry, en það hefur verið stofnaður Facebook hópur fyrir kappann og þar eru um sjö þúsund meðlimir.

„Hæ stuðningsmenn Íslands. Ég gerði minn hluta, nú er komið að ykkur. Gangi ykkur vel gegn Kósóvó," sagði þessi nýja þjóðhetja Íslendinga í myndbandi á Twitter-síðu finnska sambandsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×