Aron Einar: Alveg sama þó hann skori ekki, hann er töffari Anton Ingi Leifsson skrifar 6. október 2017 21:45 Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, segir að leikplan Íslands hafi gengið fullkomnlega upp í Tyrklandi í kvöld, en Ísland vann þar frækinn 3-0 sigur. „Það heppnaðist allt sem við gerðum. Leikaðferðin og allt sem við lögðum upp með heppnaðist í dag. Þeir urðu sjokkeraðir hversu vel skipulagðir við vorum,“ sagði fyrirliðinn í leikslok. „Ég held að það sé ekkert skemmtilegt að spila á móti okkur og maður tekur eftir því sjálfur á æfingum að þegar við erum að spila vörn gegn sókn. Það er ekkert auðvelt að brjóta okkur niður og í dag vorum við bara 100% í öllu saman; skipulagið, samvinna, vilji, barátta og gleði. „Þetta heppnaðist allt og það eru ekkert mörg lið sem koma hingað og vinna 3-0. Virkilega stoltur af öllu sem kemur í kringum þetta lið.“ Tyrkland hefur einungis skorað eitt mark gegn Íslandi í síðustu fjórum leikjum og það var draumamark úr aukaspyrnu í uppbótartíma. „Okkur líður vel að spila á móti þeim. Þetta eru leikmenn sem okkur hentar vel að spila á móti sérstaklega þegar við mætum þeim af krafti og þeim finnst það erfitt,“ sagði Aron Einar. „Við vissum það fyrir leikinn og við vissum að þeir kæmu til með að stjórna leiknum. Við bökkuðum og leyfðum þeim að hafa boltann. Þetta heppnaðist bara 100%, eins og ég sagði áðan.“ Jón Daði átti gjörsamlega frábæran leik. Kappinn lagði upp tvö mörk og hljóp og hljóp. Aron hrósaði Jóni í leikslok. „Ég gæti ekki verið meira sama um að hann skori ekki neitt. Þessi gæi er ótrúlegur og ég verð bara að hrósa honum fyrir vinnslu og aga. Þetta er gæi sem gerir bara það sem honum er sagt. Þetta er þannig töffari,“ sagði Aron Einar, „Það var ekki bara hann. Ég hef aldrei séð Alfreð vinna jafn mikið og kantmennirnir voru upp og niður allan leikinn. Allir sem einn áttu toppleik og við þurftum að eiga toppleik til að vinna þetta, en ég reiknaði ekki með 3-0.“ Nú er það í Íslands höndum að tryggja sig inn á HM. Með sigri á mánudaginn tryggir liðið sér sæti á HM í Rússlandi 2018, en mótherjar mánudagsins eru Kósóvó. „Við höfum verið í þessari stöðu áður. Við þurfum að klára okkar verkefni og þetta er í okkar höndum sem er virkilega sætt. Það er undir okkur komið að klára þetta á mánudaginn og við þurfum að fá alla með okkur í lið. Ég veit að Íslendingar eru spenntir að styðja við bakið á okkur á mánudaginn og núna er það bara að hugsa um líkamann og koma sér í gang fyrir mánudaginn,“ sagði fyrirliðinn rosalegi að lokum. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, segir að leikplan Íslands hafi gengið fullkomnlega upp í Tyrklandi í kvöld, en Ísland vann þar frækinn 3-0 sigur. „Það heppnaðist allt sem við gerðum. Leikaðferðin og allt sem við lögðum upp með heppnaðist í dag. Þeir urðu sjokkeraðir hversu vel skipulagðir við vorum,“ sagði fyrirliðinn í leikslok. „Ég held að það sé ekkert skemmtilegt að spila á móti okkur og maður tekur eftir því sjálfur á æfingum að þegar við erum að spila vörn gegn sókn. Það er ekkert auðvelt að brjóta okkur niður og í dag vorum við bara 100% í öllu saman; skipulagið, samvinna, vilji, barátta og gleði. „Þetta heppnaðist allt og það eru ekkert mörg lið sem koma hingað og vinna 3-0. Virkilega stoltur af öllu sem kemur í kringum þetta lið.“ Tyrkland hefur einungis skorað eitt mark gegn Íslandi í síðustu fjórum leikjum og það var draumamark úr aukaspyrnu í uppbótartíma. „Okkur líður vel að spila á móti þeim. Þetta eru leikmenn sem okkur hentar vel að spila á móti sérstaklega þegar við mætum þeim af krafti og þeim finnst það erfitt,“ sagði Aron Einar. „Við vissum það fyrir leikinn og við vissum að þeir kæmu til með að stjórna leiknum. Við bökkuðum og leyfðum þeim að hafa boltann. Þetta heppnaðist bara 100%, eins og ég sagði áðan.“ Jón Daði átti gjörsamlega frábæran leik. Kappinn lagði upp tvö mörk og hljóp og hljóp. Aron hrósaði Jóni í leikslok. „Ég gæti ekki verið meira sama um að hann skori ekki neitt. Þessi gæi er ótrúlegur og ég verð bara að hrósa honum fyrir vinnslu og aga. Þetta er gæi sem gerir bara það sem honum er sagt. Þetta er þannig töffari,“ sagði Aron Einar, „Það var ekki bara hann. Ég hef aldrei séð Alfreð vinna jafn mikið og kantmennirnir voru upp og niður allan leikinn. Allir sem einn áttu toppleik og við þurftum að eiga toppleik til að vinna þetta, en ég reiknaði ekki með 3-0.“ Nú er það í Íslands höndum að tryggja sig inn á HM. Með sigri á mánudaginn tryggir liðið sér sæti á HM í Rússlandi 2018, en mótherjar mánudagsins eru Kósóvó. „Við höfum verið í þessari stöðu áður. Við þurfum að klára okkar verkefni og þetta er í okkar höndum sem er virkilega sætt. Það er undir okkur komið að klára þetta á mánudaginn og við þurfum að fá alla með okkur í lið. Ég veit að Íslendingar eru spenntir að styðja við bakið á okkur á mánudaginn og núna er það bara að hugsa um líkamann og koma sér í gang fyrir mánudaginn,“ sagði fyrirliðinn rosalegi að lokum.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira