Kári: Hefðum tekið þessa stöðu fyrir mót Anton Ingi Leifsson skrifar 6. október 2017 21:23 Kári Árnason, miðvörður Íslands, átti frábæran leik í kvöld sem og allir leikmenn íslensa liðsins í 3-0 sigri á Tyrkjum. Kári segir að liðið hefði tekið þessa stöðu fyrir mót; að vera sigri frá sæti á HM. „Þetta voru mikil læti í byrjun og þeir náðu okkur aftarlega á völlinn. Það hentaði okkur ágætlega og ég man ekki eftir að þeir hafi átt skot á markið, ekki fyrr en í seinni hálfleik,“ sagði Kári. „Þetta spilaðist upp í hendurnar á okkur. Við vorum með þetta í fanginu allan tímann,” sagði miðvörðurinn öflugi en Tyrkirnir hafa einungis skorað eitt mark á 360 mínútum gegn Kára og félögum í vörninni. Takið á þeim er gott. „Ég held að þeir verði dálítið frústeraðir þegar það gengur lítið fram á við hjá þeim. Við lokuðum öllum svæðunum vel; skipulagið okkar sem er gott hentar þeim illa og þeir eru með einstaklinga sem geta gert eitthvað.“ „Við erum með prinsipp sem við fylgjum. Við höngum í mönnum þangað til að “the job is done“ og ég meina; 8-1 í fjórum leikjum gegn Tyrklandi.“ Kári og Ragnar Sigurðsson náðu enn og aftur frábærlega saman gegn stórum og stæðilegum framherjum Tyrkja. „Þetta hentar okkur ágætlega að spila gegn stórum og sterkum strákum. Þeir vinna sinn skerf af boltum og það er ekki létt að eiga við þá. Þeir eru grófir og maður þarf að passa að brjóta ekki á þeim eins og í síðasta leik þegar þeir skoruðu beint úr aukaspyrnu,“ sagði Kári. „Þeir eru með stórhættulega spyrnumenn og mér fannst það mjög jákvætt að þeir fengu lítið af aukaspyrnum fyrir utan teiginn sem hefði verið þeirra helsta ógn.“ Hvernig hljómar það að vera 90 mínútum og sigri frá sæti á HM í Rússlandi 2018? „Það hljómar bara ágætlega. Við höfðum trú á þessu fyrir, en við vissum að þetta myndi ráðast á síðasta leik. Við hefðum tekið þessa stöðu fyrir mót,“ sagði Kári glaður í leikslok. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Fleiri fréttir Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Sjá meira
Kári Árnason, miðvörður Íslands, átti frábæran leik í kvöld sem og allir leikmenn íslensa liðsins í 3-0 sigri á Tyrkjum. Kári segir að liðið hefði tekið þessa stöðu fyrir mót; að vera sigri frá sæti á HM. „Þetta voru mikil læti í byrjun og þeir náðu okkur aftarlega á völlinn. Það hentaði okkur ágætlega og ég man ekki eftir að þeir hafi átt skot á markið, ekki fyrr en í seinni hálfleik,“ sagði Kári. „Þetta spilaðist upp í hendurnar á okkur. Við vorum með þetta í fanginu allan tímann,” sagði miðvörðurinn öflugi en Tyrkirnir hafa einungis skorað eitt mark á 360 mínútum gegn Kára og félögum í vörninni. Takið á þeim er gott. „Ég held að þeir verði dálítið frústeraðir þegar það gengur lítið fram á við hjá þeim. Við lokuðum öllum svæðunum vel; skipulagið okkar sem er gott hentar þeim illa og þeir eru með einstaklinga sem geta gert eitthvað.“ „Við erum með prinsipp sem við fylgjum. Við höngum í mönnum þangað til að “the job is done“ og ég meina; 8-1 í fjórum leikjum gegn Tyrklandi.“ Kári og Ragnar Sigurðsson náðu enn og aftur frábærlega saman gegn stórum og stæðilegum framherjum Tyrkja. „Þetta hentar okkur ágætlega að spila gegn stórum og sterkum strákum. Þeir vinna sinn skerf af boltum og það er ekki létt að eiga við þá. Þeir eru grófir og maður þarf að passa að brjóta ekki á þeim eins og í síðasta leik þegar þeir skoruðu beint úr aukaspyrnu,“ sagði Kári. „Þeir eru með stórhættulega spyrnumenn og mér fannst það mjög jákvætt að þeir fengu lítið af aukaspyrnum fyrir utan teiginn sem hefði verið þeirra helsta ógn.“ Hvernig hljómar það að vera 90 mínútum og sigri frá sæti á HM í Rússlandi 2018? „Það hljómar bara ágætlega. Við höfðum trú á þessu fyrir, en við vissum að þetta myndi ráðast á síðasta leik. Við hefðum tekið þessa stöðu fyrir mót,“ sagði Kári glaður í leikslok.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Fleiri fréttir Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti