Öskur og rifrildi á rafmögnuðum neyðarfundi Weinstein-fyrirtækisins Birgir Olgeirsson skrifar 6. október 2017 20:08 Harvey Weinstein Vísir/Getty Bandaríski kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein lýsti því yfir á neyðarstjórnarfundi fyrirtækis hans, The Weinstein Company, að hann hefði áhyggjur af því eiga ekki afturkvæmt ef hann tæki sér leyfi frá störfum. Greint er frá þessu á vef Hollywood Reporter en umfjöllun The New York Times varð þess valdandi að Weinstein ákvað að taka sér leyfi frá störfum í óákveðinn tíma sem meðstjórnarformaður The Weinstein Company. Seint í gærkvöldi ákvað stjórn fyrirtækisins að boða til neyðarfundar, en Hollywood Reporter lýsir rafmögnuðu andrúmslofti á þessum fundi þar sem greina mátti öskur og rifrildi. Harvey Weinstein var viðstaddur fundinn en hann lýsti yfir þeim áhyggjum að hann ætti ekki afturkvæmt í fyrirtækið ef hann færi frá tímabundið og fór fram á tryggingu þess efnis að hann ætti stöðuna vísa í framtíðinni. Í tilkynningu frá fyrirtækinu kom fram að Harvey myndi stíga til hliðar og innanhúsrannsókn færi fram á málefnum tengdum honum. Í umfjöllun The New York Times birtust ásakanir frá leikkonunum Ashley Judd og Rose McGowan, sem og fyrrverandi aðstoðarkonum hans og starfsmönnum fyrirtækisins á hendur Harvey. Er hann sakaður um óviðeigandi hegðun og kynferðislega áreitni í þeirra garð. Harvey Weinstein hefur verið andlit fyrirtækisins á meðan bróðir hans, Bob Weinstein, hefur haldið sig utan sviðsljóssins. Er framtíð fyrirtækisins sögð í óvissu en á stjórnarfundinum var borin upp sú tillaga að Bob Weinstein, meðstjórnarformaður og forstjórinn David Glasser myndu taka yfir stjórn fyrirtækisins. Weinstein bræðurnir stofnuðu The Weinstein Company eftir að hafa yfirgefið Miramax árið 2005. Miramax var stofnað árið 1979 og átti mikilli velgengni að fagna á níunda og tíunda áratug síðustu aldar með myndum á borð við Clerks, Pulp Fiction, Good Will Hunting, Shakespear in Love, The English Patient og Chicago. The Weinstein Company hefur einnig notið mikillar velgengni með Óskarsverðlaunamyndir á borð við The King´s Speech og The Artist. Greint var frá því í september árið 2015 að The Weinstein Company hefði keypt réttin að íslensku glæpaseríunni Ófærð. Varð serían sú fyrsta frá Íslandi sem var sýnd í sjónvarpi í Bandaríkjunum. Bíó og sjónvarp Mál Harvey Weinstein Bandaríkin MeToo Tengdar fréttir Hollywood-framleiðandi stígur til hliðar vegna umfjöllunar New York Times Sagður hafa áreitt kvenkynsstarfsmenn sína ítrekað og sýnt af óviðeigandi framkomu. 5. október 2017 19:55 Hollywood stórlax ræður öflugt lögfræðingateymi vegna yfirvofandi fréttar Fréttin sögð snúast um ásakanir um kynferðisbrot og óviðeigandi hegðun á vinnustað. 4. október 2017 22:30 Mest lesið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Lífið Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Lífið Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Menning Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Bíó og sjónvarp Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Lífið Fleiri fréttir Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Bandaríski kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein lýsti því yfir á neyðarstjórnarfundi fyrirtækis hans, The Weinstein Company, að hann hefði áhyggjur af því eiga ekki afturkvæmt ef hann tæki sér leyfi frá störfum. Greint er frá þessu á vef Hollywood Reporter en umfjöllun The New York Times varð þess valdandi að Weinstein ákvað að taka sér leyfi frá störfum í óákveðinn tíma sem meðstjórnarformaður The Weinstein Company. Seint í gærkvöldi ákvað stjórn fyrirtækisins að boða til neyðarfundar, en Hollywood Reporter lýsir rafmögnuðu andrúmslofti á þessum fundi þar sem greina mátti öskur og rifrildi. Harvey Weinstein var viðstaddur fundinn en hann lýsti yfir þeim áhyggjum að hann ætti ekki afturkvæmt í fyrirtækið ef hann færi frá tímabundið og fór fram á tryggingu þess efnis að hann ætti stöðuna vísa í framtíðinni. Í tilkynningu frá fyrirtækinu kom fram að Harvey myndi stíga til hliðar og innanhúsrannsókn færi fram á málefnum tengdum honum. Í umfjöllun The New York Times birtust ásakanir frá leikkonunum Ashley Judd og Rose McGowan, sem og fyrrverandi aðstoðarkonum hans og starfsmönnum fyrirtækisins á hendur Harvey. Er hann sakaður um óviðeigandi hegðun og kynferðislega áreitni í þeirra garð. Harvey Weinstein hefur verið andlit fyrirtækisins á meðan bróðir hans, Bob Weinstein, hefur haldið sig utan sviðsljóssins. Er framtíð fyrirtækisins sögð í óvissu en á stjórnarfundinum var borin upp sú tillaga að Bob Weinstein, meðstjórnarformaður og forstjórinn David Glasser myndu taka yfir stjórn fyrirtækisins. Weinstein bræðurnir stofnuðu The Weinstein Company eftir að hafa yfirgefið Miramax árið 2005. Miramax var stofnað árið 1979 og átti mikilli velgengni að fagna á níunda og tíunda áratug síðustu aldar með myndum á borð við Clerks, Pulp Fiction, Good Will Hunting, Shakespear in Love, The English Patient og Chicago. The Weinstein Company hefur einnig notið mikillar velgengni með Óskarsverðlaunamyndir á borð við The King´s Speech og The Artist. Greint var frá því í september árið 2015 að The Weinstein Company hefði keypt réttin að íslensku glæpaseríunni Ófærð. Varð serían sú fyrsta frá Íslandi sem var sýnd í sjónvarpi í Bandaríkjunum.
Bíó og sjónvarp Mál Harvey Weinstein Bandaríkin MeToo Tengdar fréttir Hollywood-framleiðandi stígur til hliðar vegna umfjöllunar New York Times Sagður hafa áreitt kvenkynsstarfsmenn sína ítrekað og sýnt af óviðeigandi framkomu. 5. október 2017 19:55 Hollywood stórlax ræður öflugt lögfræðingateymi vegna yfirvofandi fréttar Fréttin sögð snúast um ásakanir um kynferðisbrot og óviðeigandi hegðun á vinnustað. 4. október 2017 22:30 Mest lesið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Lífið Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Lífið Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Menning Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Bíó og sjónvarp Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Lífið Fleiri fréttir Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Hollywood-framleiðandi stígur til hliðar vegna umfjöllunar New York Times Sagður hafa áreitt kvenkynsstarfsmenn sína ítrekað og sýnt af óviðeigandi framkomu. 5. október 2017 19:55
Hollywood stórlax ræður öflugt lögfræðingateymi vegna yfirvofandi fréttar Fréttin sögð snúast um ásakanir um kynferðisbrot og óviðeigandi hegðun á vinnustað. 4. október 2017 22:30