Mueller hitti höfund eldfimrar skýrslu um Trump og Rússa Kjartan Kjartansson skrifar 5. október 2017 23:22 Mueller hefur sjálfur verið þögull sem gröfinn frá því að hann tók við rannsókninni eftir að Trump rak James Comey sem forstjóra FBI í vor. Vísir/AFP Rannsakendur Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hittu breskan fyrrverandi leyniþjónustumann sem samdi skýrslu um tengsl Rússa og Donalds Trump í sumar. Framandlegar fullyrðingar í skýrslunni vöktu mikla athygli. Greint var frá efni skýrslu breska njósnarans Christophers Steele í byrjun þessa árs. Í henni kom meðal annars fram að Rússar byggju yfir skaðlegum upplýsingum um Trump og að þeir hefðu séð honum fyrir upplýsingum um Hillary Clinton, forsetaframbjóðanda demókrata. Safaríkustu fullyrðingarnar í skýrslunni vörðuðu meðal annars vændiskonur á hóteli í Moskvu. Þeir hlutar skýrslunnar hafa ekki verið staðfestir. Trump hefur þvertekið fyrir að þeir eigi sér stoð í veruleikanum. Bandaríska leyniþjónustan hefur hins vegar komist að þeirri niðurstöðu að rússnesk stjórnvöld hafi vissulega reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í fyrra til að tryggja Trump sigur. Það hafi þeir meðal annars gert með innbrotum í tölvupósta landsnefndar Demókrataflokksins sem var í kjölfarið lekið. Mueller rannsakar nú hvort að framboð Trump hafi staðið í samráði við Rússa fyrir kosningarnar.Skýrslan var upphaflega unnin í tengslum við forval repúblikana CNN-fréttastöðin greinir nú frá því að Mueller hafi látið starfsmenn sína hitta Steele í sumar en upplýsingar hans gætu hjálpað þeim að glöggva sig á því hvort að starfsmenn framboðs Trump hafi mögulega brotið lög með samskiptum við Rússa í aðdraganda kosninganna í fyrra. Í frétt hennar segir ennfremur að svo virðist sem að leyniþjónustan CIA og alríkislögreglan FBI hafi tekið skýrslunni alvarlegar en áður hefur komið fram. Þannig hafi CIA haldið henni utan við skýrslu sem stofnunin birti um afskipti Rússa opinberlega í janúar til að þurfa ekki að greina frá því hvaða hlutar hennar hefðu verið staðfestir og hvernig. Steele hefur hafnað því að bera vitni fyrir leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings sem rannsakar einnig afskipti Rússa og meint samráð milli þeirra og framboðs Trump. Njósnarinn fyrrverandi var fenginn af andstæðingum Trump í forvali Repúblikanaflokksins til að safna upplýsingum um hann í fyrra. Þegar ljóst var að Trump myndi hljóta útnefningu flokksins sem forsetaframbjóðandi réðu demókratar hann til að halda upplýsingasöfnuninni áfram. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Kosningastjóri Trump bauð rússneskum auðjöfri upplýsingar um kosningabaráttuna Aðeins tveimur vikum áður en Donald Trump var útnefndur frambjóðandi Repúblikana fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á síðasta ári bauð þáverandi kosningastjóri hans rússneskum auðjöfri upplýsingar um kosningabaráttuna. 20. september 2017 21:47 Fyrrverandi kosningarstjóri Trump hleraður Paul Manafort er á meðal bandamanna Donalds Trump sem hafa verið til rannsóknar vegna meints samráðs við rússnesk stjórnvöld. 19. september 2017 09:03 Mueller krefst gagna frá Hvíta húsinu Umdeildar athafnir Donalds Trump í embætti eru á meðal viðburða sem sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins vill fá gögn um frá Hvíta húsinu. 21. september 2017 10:26 Mueller tekur höndum saman við saksóknara í New York Fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump getur ekki treyst á náðun forsetans ef ríkisyfirvöld í New York fá hann sakfelldan. 31. ágúst 2017 11:29 Meint samráð framboðs Trump og Rússa enn „opin spurning“ Stefnt er að því að ljúka rannsókn á því hvort að Rússar og forsetaframboð Donalds Trump hafi átt í samráði áður en kosningabarátta fyrir þingkosningar hefst af alvöru á næsta ári. 4. október 2017 18:53 Húsleit gerð hjá fyrrverandi kosningastjóra Trump Útsendarar FBI lögðu hald á gögn í húsleit á heimili Pauls Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump, 26. júlí. Húsleitin er sögð tengjast rannsókn á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra. 9. ágúst 2017 14:27 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira
Rannsakendur Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hittu breskan fyrrverandi leyniþjónustumann sem samdi skýrslu um tengsl Rússa og Donalds Trump í sumar. Framandlegar fullyrðingar í skýrslunni vöktu mikla athygli. Greint var frá efni skýrslu breska njósnarans Christophers Steele í byrjun þessa árs. Í henni kom meðal annars fram að Rússar byggju yfir skaðlegum upplýsingum um Trump og að þeir hefðu séð honum fyrir upplýsingum um Hillary Clinton, forsetaframbjóðanda demókrata. Safaríkustu fullyrðingarnar í skýrslunni vörðuðu meðal annars vændiskonur á hóteli í Moskvu. Þeir hlutar skýrslunnar hafa ekki verið staðfestir. Trump hefur þvertekið fyrir að þeir eigi sér stoð í veruleikanum. Bandaríska leyniþjónustan hefur hins vegar komist að þeirri niðurstöðu að rússnesk stjórnvöld hafi vissulega reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í fyrra til að tryggja Trump sigur. Það hafi þeir meðal annars gert með innbrotum í tölvupósta landsnefndar Demókrataflokksins sem var í kjölfarið lekið. Mueller rannsakar nú hvort að framboð Trump hafi staðið í samráði við Rússa fyrir kosningarnar.Skýrslan var upphaflega unnin í tengslum við forval repúblikana CNN-fréttastöðin greinir nú frá því að Mueller hafi látið starfsmenn sína hitta Steele í sumar en upplýsingar hans gætu hjálpað þeim að glöggva sig á því hvort að starfsmenn framboðs Trump hafi mögulega brotið lög með samskiptum við Rússa í aðdraganda kosninganna í fyrra. Í frétt hennar segir ennfremur að svo virðist sem að leyniþjónustan CIA og alríkislögreglan FBI hafi tekið skýrslunni alvarlegar en áður hefur komið fram. Þannig hafi CIA haldið henni utan við skýrslu sem stofnunin birti um afskipti Rússa opinberlega í janúar til að þurfa ekki að greina frá því hvaða hlutar hennar hefðu verið staðfestir og hvernig. Steele hefur hafnað því að bera vitni fyrir leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings sem rannsakar einnig afskipti Rússa og meint samráð milli þeirra og framboðs Trump. Njósnarinn fyrrverandi var fenginn af andstæðingum Trump í forvali Repúblikanaflokksins til að safna upplýsingum um hann í fyrra. Þegar ljóst var að Trump myndi hljóta útnefningu flokksins sem forsetaframbjóðandi réðu demókratar hann til að halda upplýsingasöfnuninni áfram.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Kosningastjóri Trump bauð rússneskum auðjöfri upplýsingar um kosningabaráttuna Aðeins tveimur vikum áður en Donald Trump var útnefndur frambjóðandi Repúblikana fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á síðasta ári bauð þáverandi kosningastjóri hans rússneskum auðjöfri upplýsingar um kosningabaráttuna. 20. september 2017 21:47 Fyrrverandi kosningarstjóri Trump hleraður Paul Manafort er á meðal bandamanna Donalds Trump sem hafa verið til rannsóknar vegna meints samráðs við rússnesk stjórnvöld. 19. september 2017 09:03 Mueller krefst gagna frá Hvíta húsinu Umdeildar athafnir Donalds Trump í embætti eru á meðal viðburða sem sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins vill fá gögn um frá Hvíta húsinu. 21. september 2017 10:26 Mueller tekur höndum saman við saksóknara í New York Fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump getur ekki treyst á náðun forsetans ef ríkisyfirvöld í New York fá hann sakfelldan. 31. ágúst 2017 11:29 Meint samráð framboðs Trump og Rússa enn „opin spurning“ Stefnt er að því að ljúka rannsókn á því hvort að Rússar og forsetaframboð Donalds Trump hafi átt í samráði áður en kosningabarátta fyrir þingkosningar hefst af alvöru á næsta ári. 4. október 2017 18:53 Húsleit gerð hjá fyrrverandi kosningastjóra Trump Útsendarar FBI lögðu hald á gögn í húsleit á heimili Pauls Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump, 26. júlí. Húsleitin er sögð tengjast rannsókn á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra. 9. ágúst 2017 14:27 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira
Kosningastjóri Trump bauð rússneskum auðjöfri upplýsingar um kosningabaráttuna Aðeins tveimur vikum áður en Donald Trump var útnefndur frambjóðandi Repúblikana fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á síðasta ári bauð þáverandi kosningastjóri hans rússneskum auðjöfri upplýsingar um kosningabaráttuna. 20. september 2017 21:47
Fyrrverandi kosningarstjóri Trump hleraður Paul Manafort er á meðal bandamanna Donalds Trump sem hafa verið til rannsóknar vegna meints samráðs við rússnesk stjórnvöld. 19. september 2017 09:03
Mueller krefst gagna frá Hvíta húsinu Umdeildar athafnir Donalds Trump í embætti eru á meðal viðburða sem sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins vill fá gögn um frá Hvíta húsinu. 21. september 2017 10:26
Mueller tekur höndum saman við saksóknara í New York Fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump getur ekki treyst á náðun forsetans ef ríkisyfirvöld í New York fá hann sakfelldan. 31. ágúst 2017 11:29
Meint samráð framboðs Trump og Rússa enn „opin spurning“ Stefnt er að því að ljúka rannsókn á því hvort að Rússar og forsetaframboð Donalds Trump hafi átt í samráði áður en kosningabarátta fyrir þingkosningar hefst af alvöru á næsta ári. 4. október 2017 18:53
Húsleit gerð hjá fyrrverandi kosningastjóra Trump Útsendarar FBI lögðu hald á gögn í húsleit á heimili Pauls Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump, 26. júlí. Húsleitin er sögð tengjast rannsókn á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra. 9. ágúst 2017 14:27