Augnablik – Skilaboð til landsfundar Vinstri grænna Hjörtur Hjartarson skrifar 6. október 2017 07:00 Nýjar stjórnarskrár verða til í kjölfar áfalla. Það er söguleg staðreynd. Þá verða augnablik þar sem samfélög eru reiðubúin að líta í eigin barm af alvöru og einlægni og spyrja grundvallarspurninga: Hvers konar samfélag viljum við? Það gerðist í kjölfar Hrunsins á Íslandi. Landsmenn notuðu tækifærið, og þeim lukkaðist að endurnýja og semja sér eigin stjórnarskrá í skugga hamfaranna. Það var mikil gæfa fyrir íslenskt samfélag, náttúruna og fólkið í landinu. Hin nýja stjórnarskrá og stjórnarskrárferlið var og er leið til þess að sættast við áfallið og halda áfram með nýja von í brjósti. Í því ljósi ber að umgangast stjórnarskrármálið. Heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar hefur þegar farið fram. Því er tómt mál að tala nú um heildarendurskoðun á stjórnarskránni. Andrúmsloft eins og það sem fæddi af sér nýju stjórnarskrána verður heldur ekki endurskapað löngu eftir að stjórnarskráraugnablikið er liðið og íslensk stjórnmál aftur komin í gamla farið. Frumvarp að nýrri og endurskoðaðri stjórnarskrá lá fyrir fullbúið af hálfu Alþingis í mars 2013. Frumvarp sem var efnislega í samræmi við vilja 2/3 hluta kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslu. Sjálfstæðisflokkurinn kom í veg fyrir að hin nýja stjórnarskrá yrði að veruleika með hroka og yfirgangi. Og var því miður látinn komast upp með það. Mál er að setja andstæðingum stjórnarskrárbreytinga stólinn fyrir dyrnar. Því heiti ég á landsfund Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, að taka höndum saman við Pírata og Samfylkingu og ganga til liðs við íslenskan almenning, náttúru landsins og stjórnarskrá fólksins. Afdráttarlaust. Höfundur er stjórnarmaður í Stjórnarskrárfélaginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Hjörtur Hjartarson Mest lesið 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Nýjar stjórnarskrár verða til í kjölfar áfalla. Það er söguleg staðreynd. Þá verða augnablik þar sem samfélög eru reiðubúin að líta í eigin barm af alvöru og einlægni og spyrja grundvallarspurninga: Hvers konar samfélag viljum við? Það gerðist í kjölfar Hrunsins á Íslandi. Landsmenn notuðu tækifærið, og þeim lukkaðist að endurnýja og semja sér eigin stjórnarskrá í skugga hamfaranna. Það var mikil gæfa fyrir íslenskt samfélag, náttúruna og fólkið í landinu. Hin nýja stjórnarskrá og stjórnarskrárferlið var og er leið til þess að sættast við áfallið og halda áfram með nýja von í brjósti. Í því ljósi ber að umgangast stjórnarskrármálið. Heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar hefur þegar farið fram. Því er tómt mál að tala nú um heildarendurskoðun á stjórnarskránni. Andrúmsloft eins og það sem fæddi af sér nýju stjórnarskrána verður heldur ekki endurskapað löngu eftir að stjórnarskráraugnablikið er liðið og íslensk stjórnmál aftur komin í gamla farið. Frumvarp að nýrri og endurskoðaðri stjórnarskrá lá fyrir fullbúið af hálfu Alþingis í mars 2013. Frumvarp sem var efnislega í samræmi við vilja 2/3 hluta kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslu. Sjálfstæðisflokkurinn kom í veg fyrir að hin nýja stjórnarskrá yrði að veruleika með hroka og yfirgangi. Og var því miður látinn komast upp með það. Mál er að setja andstæðingum stjórnarskrárbreytinga stólinn fyrir dyrnar. Því heiti ég á landsfund Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, að taka höndum saman við Pírata og Samfylkingu og ganga til liðs við íslenskan almenning, náttúru landsins og stjórnarskrá fólksins. Afdráttarlaust. Höfundur er stjórnarmaður í Stjórnarskrárfélaginu.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun