McIlroy mun aldrei gleyma leiðindunum í Keane Henry Birgir Gunnarsson skrifar 5. október 2017 09:00 Rory kemur fram við aðdáendur sína af virðingu. vísir/getty Kylfingurinn Rory McIlroy segir að hann muni aldrei gleyma deginum er knattspyrnumaðurinn Roy Keane neitaði að gefa honum eiginhandaráritun. Þessir stælar í Keane er ástæðan fyrir því að McIlroy passar sig á því að valda aldrei aðdáendum sínum vonbrigðum er þeir vilja mynd eða áritun frá honum. Norður-Írinn gladdi ungan dreng á Opna breska mótinu í síðustu viku er hann gaf honum golfboltann sinn. Þessu mun drengurinn líklega aldrei gleyma líkt og McIlroy gleymir aldrei svekkelsinu sínu með Keane. „Ég hitti Keane á hóteli, labbaði til hans og bað um eiginhandaráritun. Hann sagði nei. Ég efast ekkert um að Keane sé ágætis náungi en þetta er samt reynsla sem ég gleymi aldrei,“ sagði McIlroy. „Ég hef upplifað að fá þessa höfnun sem krakki og hætta að halda upp á viðkomandi í kjölfarið. Ef einhver krakki biður mig um áritun hef ég alltaf reynt að svara kallinu.“ McIlroy segist nota sex til níu bolta á hverjum hring og þegar hann þarf að skipta þá leitar hann að krakka í áhorfendaskaranum til þess að gefa boltann sem hann er hættur að nota. „Ég var frekar hissa á því hvað var mikið gert úr þessu í síðustu viku. Það sýnir samt hvað svona lítill hlutur getur haft jákvæð áhrif á barn og viðkomandi barn vill svo kannski fara að æfa golf,“ sagði McIlroy en myndi hann gefa Keane sína áritun ef hann bæði um hana? „Bara ef ég fengi hans á móti.“ Golf Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Enski boltinn Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Handbolti Fleiri fréttir Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Kylfingurinn Rory McIlroy segir að hann muni aldrei gleyma deginum er knattspyrnumaðurinn Roy Keane neitaði að gefa honum eiginhandaráritun. Þessir stælar í Keane er ástæðan fyrir því að McIlroy passar sig á því að valda aldrei aðdáendum sínum vonbrigðum er þeir vilja mynd eða áritun frá honum. Norður-Írinn gladdi ungan dreng á Opna breska mótinu í síðustu viku er hann gaf honum golfboltann sinn. Þessu mun drengurinn líklega aldrei gleyma líkt og McIlroy gleymir aldrei svekkelsinu sínu með Keane. „Ég hitti Keane á hóteli, labbaði til hans og bað um eiginhandaráritun. Hann sagði nei. Ég efast ekkert um að Keane sé ágætis náungi en þetta er samt reynsla sem ég gleymi aldrei,“ sagði McIlroy. „Ég hef upplifað að fá þessa höfnun sem krakki og hætta að halda upp á viðkomandi í kjölfarið. Ef einhver krakki biður mig um áritun hef ég alltaf reynt að svara kallinu.“ McIlroy segist nota sex til níu bolta á hverjum hring og þegar hann þarf að skipta þá leitar hann að krakka í áhorfendaskaranum til þess að gefa boltann sem hann er hættur að nota. „Ég var frekar hissa á því hvað var mikið gert úr þessu í síðustu viku. Það sýnir samt hvað svona lítill hlutur getur haft jákvæð áhrif á barn og viðkomandi barn vill svo kannski fara að æfa golf,“ sagði McIlroy en myndi hann gefa Keane sína áritun ef hann bæði um hana? „Bara ef ég fengi hans á móti.“
Golf Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Enski boltinn Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Handbolti Fleiri fréttir Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira