Meintar geimverubyggingar gætu reynst vera geimryk Kjartan Kjartansson skrifar 4. október 2017 23:33 Teikning af því hvernig ójöfn rykskífa gæti verið á braut um Stjörnu Tabbys og valdið óvenjulegum breytingum á birtu henni frá jörðu séð. NASA/JPL-Caltech Margt bendir nú til þess að geimryk sé uppspretta leyndardóms í kringum fjarlægja stjörnu sem sumir vildu rekja til tröllvaxinna bygginga geimvera. Enn er þó ýmislegt á huldu um umhverfi stjörnunnar. Fáar stjörnur hafa vakið eins mikla athygli síðustu árin og KIC 8462852 sem hefur einnig verið nefnd Stjarna Tabbys. Fyrir tveimur árum greindu vísindamenn frá óvenjulegu flökti í birtu stjörnunnar. Það benti til þess að óþekkt fyrirbæri gengi fyrir stjörnuna. Slíkt flökt getur verið merki um að reikistjarna gangi um stjörnu en í tilfelli Stjörnu Tabbys var birtubreytingin hins vegar óvenjuleg. Þannig minnkaði birta hennar um allt að fimmtung í nokkra daga í senn.Sjá einnig:Æsileg leit að framandi lífi hefst Ýmsar kenningar fóru á kreik, þar á meðal að þarna gæti verið á ferð risavaxin virkjun háþróaðra geimvera sem virkjaði orku stjörnunnar. Sumir vísindamenn gáfu slíkum hugmyndum jafnvel aðeins undir fótinn.Lokar meira á sumar bylgjulengdir ljóss en aðrarNú hefur hópur vísindamanna hins vegar farið yfir gögn frá Spitzer- og Swift-geimsjónaukunum og komist að þeirri niðurstöðu að ójöfn rykskífa gangi líklega í kringum stjörnuna og skyggi á birtu hennar. Helstu rökin fyrir þeirri skýringu er að birtuminnkunin reyndist mun minni á innrauðarófinu en því útfjólubláa. Fyrirbæri sem væri stærra en rykagnir myndi loka á allar tegundir ljóss jafnt, að því er segir í frétt á vef bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA. „Þetta útilokar svo gott sem kenninguna um risabyggingar geimvera því að hún getur ekki skýrt hvers vegna mismunandi bylgjulengdir ljóss minnka mismikið,“ segir Huang Meng við Arizona-háskóla sem fór fyrir rannsókninni. Grein um hana birtist í The Astrophysical Journal. Engu að síður skýrir kenningin um rykskífuna ekki undarlegar athuganir sem Kepler-geimsjónaukinn gerði á stjörnunni þegar birta stjörnunnar minnkaði um 20% eða aðrar skammtíma birtuminnkanir sem sáust fyrr á þessu ári. Áður höfðu vísindamenn sett fram kenningar um að sveimur halastjarna hafi getað lokað á ljós frá stjörnunni. Halastjörnur eru einnig ein helsta uppspretta ryks á braut um stjörnur og gæti sú kenning því rennt stoðum undir kenningu Meng og félaga. Vísindi Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Sjá meira
Margt bendir nú til þess að geimryk sé uppspretta leyndardóms í kringum fjarlægja stjörnu sem sumir vildu rekja til tröllvaxinna bygginga geimvera. Enn er þó ýmislegt á huldu um umhverfi stjörnunnar. Fáar stjörnur hafa vakið eins mikla athygli síðustu árin og KIC 8462852 sem hefur einnig verið nefnd Stjarna Tabbys. Fyrir tveimur árum greindu vísindamenn frá óvenjulegu flökti í birtu stjörnunnar. Það benti til þess að óþekkt fyrirbæri gengi fyrir stjörnuna. Slíkt flökt getur verið merki um að reikistjarna gangi um stjörnu en í tilfelli Stjörnu Tabbys var birtubreytingin hins vegar óvenjuleg. Þannig minnkaði birta hennar um allt að fimmtung í nokkra daga í senn.Sjá einnig:Æsileg leit að framandi lífi hefst Ýmsar kenningar fóru á kreik, þar á meðal að þarna gæti verið á ferð risavaxin virkjun háþróaðra geimvera sem virkjaði orku stjörnunnar. Sumir vísindamenn gáfu slíkum hugmyndum jafnvel aðeins undir fótinn.Lokar meira á sumar bylgjulengdir ljóss en aðrarNú hefur hópur vísindamanna hins vegar farið yfir gögn frá Spitzer- og Swift-geimsjónaukunum og komist að þeirri niðurstöðu að ójöfn rykskífa gangi líklega í kringum stjörnuna og skyggi á birtu hennar. Helstu rökin fyrir þeirri skýringu er að birtuminnkunin reyndist mun minni á innrauðarófinu en því útfjólubláa. Fyrirbæri sem væri stærra en rykagnir myndi loka á allar tegundir ljóss jafnt, að því er segir í frétt á vef bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA. „Þetta útilokar svo gott sem kenninguna um risabyggingar geimvera því að hún getur ekki skýrt hvers vegna mismunandi bylgjulengdir ljóss minnka mismikið,“ segir Huang Meng við Arizona-háskóla sem fór fyrir rannsókninni. Grein um hana birtist í The Astrophysical Journal. Engu að síður skýrir kenningin um rykskífuna ekki undarlegar athuganir sem Kepler-geimsjónaukinn gerði á stjörnunni þegar birta stjörnunnar minnkaði um 20% eða aðrar skammtíma birtuminnkanir sem sáust fyrr á þessu ári. Áður höfðu vísindamenn sett fram kenningar um að sveimur halastjarna hafi getað lokað á ljós frá stjörnunni. Halastjörnur eru einnig ein helsta uppspretta ryks á braut um stjörnur og gæti sú kenning því rennt stoðum undir kenningu Meng og félaga.
Vísindi Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent