Framfarir í stað niðurskurðar og aðhalds Ari Trausti Guðmundsson skrifar 5. október 2017 07:00 Fráfarandi ríkisstjórn var gagnrýnd með gildum og viðamiklum rökum. Það á til dæmis við sveltistefnu stjórnarflokkanna þriggja sem afhjúpast í fjárlagafrumvarpi þeirra. Á tveimur málasviðum, vísindum og nýsköpun annars vegar og aðgerðum í loftslagsmálum hins vegar, blasir við aðhald eða niðurskurður. Vissulega ekki alls staðar en allt of víða. Í greiningu minni á frumvarpinu og þingræðu kom þetta fram, þvert ofan í orð ráðherra málasviðanna um sókn: Framlög til samkeppnissjóða í vísindarannsóknum, tækni- og þekkingargreinum eiga að lækka. Framlög til rannsókna í landbúnaði og tengdum greinum sömuleiðis. Framlög til Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands lækka ásamt styrkjum til nýsköpunarfyrirtækja. Rannsóknastarfsemi allra háskóla er skorin niður, að vísu aðeins um 0,6% en þar er þörf á allt öðru. Framlög til Byggðaþróunarsjóðs og Sóknaráætlunar byggða lækka í heild, en með þeirra tilstyrk fer m.a. fram nýsköpun og andóf gegn veðurfarshlýnuninni. Fjárheimildir til uppbyggingar allra innviða í umhverfisgeiranum eru auknar um aðeins 5% (200 milljónir kr.). Sérframlög til gestastofa tveggja þjóðgarða, Vatnajökuls og Snæfellsjökuls, eiga að falla tímabundið niður og mynda óbundna fjárlagaheimild. Hluti framlags til Hekluskóga er felldur niður og framlag til Skógræktar ríkisins lækkað. Fjárheimildir til rannsókna og vöktunar náttúru standa nánast í stað. Styrkir til uppbyggingar á innviðum rafbíla eru óbreyttir og of lágir. Framlög til orkuskipta með öðrum orkugjöfum í samgöngum eða útgerð finnast ekki. Framlög til staðbundinna náttúrustofa lækka, en þar fer fram mikilvæg gagnasöfnun vegna loftslagsbreytinga og stofurnar eru afar mikilvægar stoðir byggðafestu. Málefnaleg gagnrýni er undirstaða stjórnmálaumræðunnar. Hana verður að stunda ærlega og af kappi. Það voru einkenni bæði kosningastarfs VG 2016 og starfa þingflokksins á síðasta þingi. Nú blasir við að gera verður mun betur á ofangreindum málasviðum. Vísindi, rannsóknir og nýsköpun, ásamt loftslagsmálum, eiga að vera framarlega í áhersluröðinni. Hverjum treystir þú? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Fráfarandi ríkisstjórn var gagnrýnd með gildum og viðamiklum rökum. Það á til dæmis við sveltistefnu stjórnarflokkanna þriggja sem afhjúpast í fjárlagafrumvarpi þeirra. Á tveimur málasviðum, vísindum og nýsköpun annars vegar og aðgerðum í loftslagsmálum hins vegar, blasir við aðhald eða niðurskurður. Vissulega ekki alls staðar en allt of víða. Í greiningu minni á frumvarpinu og þingræðu kom þetta fram, þvert ofan í orð ráðherra málasviðanna um sókn: Framlög til samkeppnissjóða í vísindarannsóknum, tækni- og þekkingargreinum eiga að lækka. Framlög til rannsókna í landbúnaði og tengdum greinum sömuleiðis. Framlög til Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands lækka ásamt styrkjum til nýsköpunarfyrirtækja. Rannsóknastarfsemi allra háskóla er skorin niður, að vísu aðeins um 0,6% en þar er þörf á allt öðru. Framlög til Byggðaþróunarsjóðs og Sóknaráætlunar byggða lækka í heild, en með þeirra tilstyrk fer m.a. fram nýsköpun og andóf gegn veðurfarshlýnuninni. Fjárheimildir til uppbyggingar allra innviða í umhverfisgeiranum eru auknar um aðeins 5% (200 milljónir kr.). Sérframlög til gestastofa tveggja þjóðgarða, Vatnajökuls og Snæfellsjökuls, eiga að falla tímabundið niður og mynda óbundna fjárlagaheimild. Hluti framlags til Hekluskóga er felldur niður og framlag til Skógræktar ríkisins lækkað. Fjárheimildir til rannsókna og vöktunar náttúru standa nánast í stað. Styrkir til uppbyggingar á innviðum rafbíla eru óbreyttir og of lágir. Framlög til orkuskipta með öðrum orkugjöfum í samgöngum eða útgerð finnast ekki. Framlög til staðbundinna náttúrustofa lækka, en þar fer fram mikilvæg gagnasöfnun vegna loftslagsbreytinga og stofurnar eru afar mikilvægar stoðir byggðafestu. Málefnaleg gagnrýni er undirstaða stjórnmálaumræðunnar. Hana verður að stunda ærlega og af kappi. Það voru einkenni bæði kosningastarfs VG 2016 og starfa þingflokksins á síðasta þingi. Nú blasir við að gera verður mun betur á ofangreindum málasviðum. Vísindi, rannsóknir og nýsköpun, ásamt loftslagsmálum, eiga að vera framarlega í áhersluröðinni. Hverjum treystir þú?
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun