Norðmenn eiga tvo á listanum yfir efnilegustu strákana en Íslendingar engan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. október 2017 23:00 Erling Braut Haaland. Vísir/Getty Guardian hefur birt nýjan lista yfir 60 bestu fótboltaleikmenn heims á sautjánda ári en að þessu sinni eru teknir fyrir leikmenn fæddir árið 2000. Þetta er fjórða árið í röð sem Guardian setur saman slíkan lista en áður hafa knattspyrnusérfræðingar blaðsins tekið fyrir árgangana 1999, 1998 og 1997. Ísland átti einn leikmann á listanum í fyrra en það var Kolbeinn Birgir Finnsson sem er fæddur árið 1999 og er leikmaður unglingaliðs FC Groningen í dag. Að þessu sinni er enginn íslenskur strákur á listanum en þar eru hinsvegar tveir Norðmenn. Norsku leikmennirnir eru Erling Braut Haaland hjá Molde og Jørgen Strand Larsen sem er leikmaður AC Milan en á láni frá Sarpsborg. Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Molde, hefur gefið Haaland tækifæri hjá liðinu í sumar. Það eru alls fjórir Norðurlandabúar á listanum því Daninn Victor Jensen hjá Ajax og Svíinn Filston Mawana hjá Hoffenheim eru einnig nefndir sem einn af sextíu bestu sautján ára fótboltastrákum heims. Frægasti leikmaðurinn á listanum er eflaust Vinicius Júnior sem Real Madrid er þegar búið að kaupa frá Flamengo þó að hann spili ennþá með brasilíska liðinu. Real Madrid borgar 45 milljónir evra fyrir strákinn en hann má ekki koma til Spánar fyrr en hann er orðinn átján ára gamall. Aðrir leikmenn á listanum sem eru farnir að skapa sér nafn eru Ítalinn Moise Kean hjá Verona (á láni frá Juventus), Englendingurinn Jadon Sancho hjá Borussia Dortmund og Bandaríkjamaðurinn Timothy Weah hjá Paris Saint-Germain. Moise Kean varð fyrsti leikmaðurinn fæddur 2000 eða síðar sem nær að skora í einni af fimm bestu deildum Evrópu en hann skoraði þá fyrir Juventus á móti Bologna í maí. Hann er nú á láni hjá Verona. Timothy Weah er sonur George Weah sem var valinn besti knattspyrnumaður heims árið 1995 eða fimm árum en Timothy fæddist. Það er hægt að finna allan listann hér. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira
Guardian hefur birt nýjan lista yfir 60 bestu fótboltaleikmenn heims á sautjánda ári en að þessu sinni eru teknir fyrir leikmenn fæddir árið 2000. Þetta er fjórða árið í röð sem Guardian setur saman slíkan lista en áður hafa knattspyrnusérfræðingar blaðsins tekið fyrir árgangana 1999, 1998 og 1997. Ísland átti einn leikmann á listanum í fyrra en það var Kolbeinn Birgir Finnsson sem er fæddur árið 1999 og er leikmaður unglingaliðs FC Groningen í dag. Að þessu sinni er enginn íslenskur strákur á listanum en þar eru hinsvegar tveir Norðmenn. Norsku leikmennirnir eru Erling Braut Haaland hjá Molde og Jørgen Strand Larsen sem er leikmaður AC Milan en á láni frá Sarpsborg. Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Molde, hefur gefið Haaland tækifæri hjá liðinu í sumar. Það eru alls fjórir Norðurlandabúar á listanum því Daninn Victor Jensen hjá Ajax og Svíinn Filston Mawana hjá Hoffenheim eru einnig nefndir sem einn af sextíu bestu sautján ára fótboltastrákum heims. Frægasti leikmaðurinn á listanum er eflaust Vinicius Júnior sem Real Madrid er þegar búið að kaupa frá Flamengo þó að hann spili ennþá með brasilíska liðinu. Real Madrid borgar 45 milljónir evra fyrir strákinn en hann má ekki koma til Spánar fyrr en hann er orðinn átján ára gamall. Aðrir leikmenn á listanum sem eru farnir að skapa sér nafn eru Ítalinn Moise Kean hjá Verona (á láni frá Juventus), Englendingurinn Jadon Sancho hjá Borussia Dortmund og Bandaríkjamaðurinn Timothy Weah hjá Paris Saint-Germain. Moise Kean varð fyrsti leikmaðurinn fæddur 2000 eða síðar sem nær að skora í einni af fimm bestu deildum Evrópu en hann skoraði þá fyrir Juventus á móti Bologna í maí. Hann er nú á láni hjá Verona. Timothy Weah er sonur George Weah sem var valinn besti knattspyrnumaður heims árið 1995 eða fimm árum en Timothy fæddist. Það er hægt að finna allan listann hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira