Emil: Ef allt er klárt verður bara gaman að vera uppi í stúku Tómas Þór Þórðarson í Eskisehir skrifar 5. október 2017 10:00 Emil Hallfreðsson, leikmaður Udinese og íslenska landsliðsins í fótbolta, verður ekki með þegar strákarnir okkar mæta Tyrklandi í undankeppni HM 2018 á föstudagskvöldið. Emil fékk gult spjald í leiknum á móti Úkraínu í síðustu landsleikjaviku og er því komin í leikbann sem er mikil synd þar sem hann spilaði stórkostlega og nú gæti liðið verið án fyrirliðans Arons Einars Gunnarssonar. Hafnfirðingurinn er mættur til Tyrklands með landsliðinu þrátt fyrir að vera ekki að fara að spila á föstudaginn. Þetta er vitaskuld skrítin staða að vera í. „Það var mjög pirrandi þegar þetta rann upp fyrir mér á fyrstu æfingunni en ég er búinn að stilla mig inn á það að ég er ekkert að fara að spila. Maður reynir bara í staðinn að gefa af sér á öðrum stöðum og vera í klappliðinu. Þetta er svekkjandi en samt gaman. Ég verð bara að vera klár í leikinn á mánudaginn sem er ekki síður mikilvægur,“ segir Emil. Miðjumaðurinn öflugi fór erfiðlega af stað á móti Úkraínu og fékk þetta óþarfa gula spjald en var svo magnaður í seinni hálfleik og vill ólmur komast aftur í bláa búninginn til að sýna aðra eins frammistöðu. „Við áttum alveg ótrúlega flottan leik. Það verður leiðinlegt fyrir mig að geta ekki byggt aðeins ofan á það á móti Tyrklandi. Maður er samt bara klár að koma inn á móti Kósóvó ef þess verður þörf. Ég verð klár í klappliðinu á móti Tyrklandi. Við vitum hvað er undir og ef það verður allt klárt á föstudaginn verður bara gaman að vera upp í stúku,“ segir Emil. Vegna leikbanns Emils og meiðsla Arons Einars eru lausar stöður í byrjunarliðinu en sést það á æfingum að menn vita af mögulegu byrjunarliðssæti? „Það eru alltaf allir að sýna að þeir vilja spila og að þeir séu klárir. Við erum það mikið lið að sá sem kemur inn fær stuðning frá öllum hinum. Við viljum ná árangri og sigrum og því styðja þeir sem eru fyrir utan þá sem eru að spila. Það er gríðarlega mikilvægt. Auðvitað er hungur í öllum leikmönnum en sigrar og úrslit er það sem skiptir máli,“ segir Emil Hallfreðsson. Allt viðtalið má sjá hér að ofan. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Hörður Björgvin: Ég er orðinn vel pirraður Landsliðsbakvörðurinn fær ekkert að spila með Bristol City sama hversu vel honum gengur með landsliðinu. 4. október 2017 15:00 Hannes og Björn Bergmann æfðu ekki með strákunum í morgun Markvörðurinn og framherjinn voru í meðhöndlun uppi á hóteli. 4. október 2017 08:18 Ísland gæti spilað á leikvangi á HM með áhorfendastúku fyrir utan völlinn Íslenska fótboltalandsliðið mun á næstum dögum reyna að tryggja sér sæti á sínu fyrsta heimsmeistaramóti en til þess að svo verði þarf liðið að gera góða hluti í komandi leikjum á móti Tyrklandi og Kósóvó. 4. október 2017 14:30 Jón Daði: Frábært að skora fyrir framan mömmu sem er búin að vera að berjast við veikindi Landsliðsframherjinn tileinkaði móður sinni mark sem hann skoraði fyrir Reading á dögunum. 4. október 2017 09:30 Kári: Ég á heima í skoska boltanum en ekki á Kýpur Kári Árnason vill endurheimta sæti sitt í byrjunarliði Íslands. 4. október 2017 19:45 Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti Fleiri fréttir Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Sjá meira
Emil Hallfreðsson, leikmaður Udinese og íslenska landsliðsins í fótbolta, verður ekki með þegar strákarnir okkar mæta Tyrklandi í undankeppni HM 2018 á föstudagskvöldið. Emil fékk gult spjald í leiknum á móti Úkraínu í síðustu landsleikjaviku og er því komin í leikbann sem er mikil synd þar sem hann spilaði stórkostlega og nú gæti liðið verið án fyrirliðans Arons Einars Gunnarssonar. Hafnfirðingurinn er mættur til Tyrklands með landsliðinu þrátt fyrir að vera ekki að fara að spila á föstudaginn. Þetta er vitaskuld skrítin staða að vera í. „Það var mjög pirrandi þegar þetta rann upp fyrir mér á fyrstu æfingunni en ég er búinn að stilla mig inn á það að ég er ekkert að fara að spila. Maður reynir bara í staðinn að gefa af sér á öðrum stöðum og vera í klappliðinu. Þetta er svekkjandi en samt gaman. Ég verð bara að vera klár í leikinn á mánudaginn sem er ekki síður mikilvægur,“ segir Emil. Miðjumaðurinn öflugi fór erfiðlega af stað á móti Úkraínu og fékk þetta óþarfa gula spjald en var svo magnaður í seinni hálfleik og vill ólmur komast aftur í bláa búninginn til að sýna aðra eins frammistöðu. „Við áttum alveg ótrúlega flottan leik. Það verður leiðinlegt fyrir mig að geta ekki byggt aðeins ofan á það á móti Tyrklandi. Maður er samt bara klár að koma inn á móti Kósóvó ef þess verður þörf. Ég verð klár í klappliðinu á móti Tyrklandi. Við vitum hvað er undir og ef það verður allt klárt á föstudaginn verður bara gaman að vera upp í stúku,“ segir Emil. Vegna leikbanns Emils og meiðsla Arons Einars eru lausar stöður í byrjunarliðinu en sést það á æfingum að menn vita af mögulegu byrjunarliðssæti? „Það eru alltaf allir að sýna að þeir vilja spila og að þeir séu klárir. Við erum það mikið lið að sá sem kemur inn fær stuðning frá öllum hinum. Við viljum ná árangri og sigrum og því styðja þeir sem eru fyrir utan þá sem eru að spila. Það er gríðarlega mikilvægt. Auðvitað er hungur í öllum leikmönnum en sigrar og úrslit er það sem skiptir máli,“ segir Emil Hallfreðsson. Allt viðtalið má sjá hér að ofan.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Hörður Björgvin: Ég er orðinn vel pirraður Landsliðsbakvörðurinn fær ekkert að spila með Bristol City sama hversu vel honum gengur með landsliðinu. 4. október 2017 15:00 Hannes og Björn Bergmann æfðu ekki með strákunum í morgun Markvörðurinn og framherjinn voru í meðhöndlun uppi á hóteli. 4. október 2017 08:18 Ísland gæti spilað á leikvangi á HM með áhorfendastúku fyrir utan völlinn Íslenska fótboltalandsliðið mun á næstum dögum reyna að tryggja sér sæti á sínu fyrsta heimsmeistaramóti en til þess að svo verði þarf liðið að gera góða hluti í komandi leikjum á móti Tyrklandi og Kósóvó. 4. október 2017 14:30 Jón Daði: Frábært að skora fyrir framan mömmu sem er búin að vera að berjast við veikindi Landsliðsframherjinn tileinkaði móður sinni mark sem hann skoraði fyrir Reading á dögunum. 4. október 2017 09:30 Kári: Ég á heima í skoska boltanum en ekki á Kýpur Kári Árnason vill endurheimta sæti sitt í byrjunarliði Íslands. 4. október 2017 19:45 Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti Fleiri fréttir Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Sjá meira
Hörður Björgvin: Ég er orðinn vel pirraður Landsliðsbakvörðurinn fær ekkert að spila með Bristol City sama hversu vel honum gengur með landsliðinu. 4. október 2017 15:00
Hannes og Björn Bergmann æfðu ekki með strákunum í morgun Markvörðurinn og framherjinn voru í meðhöndlun uppi á hóteli. 4. október 2017 08:18
Ísland gæti spilað á leikvangi á HM með áhorfendastúku fyrir utan völlinn Íslenska fótboltalandsliðið mun á næstum dögum reyna að tryggja sér sæti á sínu fyrsta heimsmeistaramóti en til þess að svo verði þarf liðið að gera góða hluti í komandi leikjum á móti Tyrklandi og Kósóvó. 4. október 2017 14:30
Jón Daði: Frábært að skora fyrir framan mömmu sem er búin að vera að berjast við veikindi Landsliðsframherjinn tileinkaði móður sinni mark sem hann skoraði fyrir Reading á dögunum. 4. október 2017 09:30
Kári: Ég á heima í skoska boltanum en ekki á Kýpur Kári Árnason vill endurheimta sæti sitt í byrjunarliði Íslands. 4. október 2017 19:45