Markviss sókn til áhrifaleysis Guðmundur J. Guðmundsson skrifar 5. október 2017 07:00 Forystumenn Samfylkingar og VG hafa undanfarna daga leikið upphafsleikina í þeirri stórsóknarfórn sem mun, ef allt gengur eftir, tryggja þeim áhrifaleysi í íslenskum stjórnmálum næstu fjögur árin. Þessir leikir eru annars vegar að flokkarnir bjóða fram hvor í sínu lagi og hins vegar yfirlýsingar um að þeir gangi óbundnir til kosninga. Frá 1930 hefur vinstri armur íslenskra stjórnmála ávallt gengið klofinn til kosninga. Hér fyrr á árum voru ákveðin málefnaleg rök fyrir þessum klofningi svo sem mismunandi afstaða manna og flokka í utanríkismálum en einnig greindi flokkana á um stóriðju. Hvorugt af þessu á við nú. Engum flokki myndi detta í hug að setja aðild að Evrópusambandinu í forgrunn á sinni stefnuskrá nema hann væri í alvarlegum sjálfsmorðshugleiðingum og stóriðjustefnan er að mestu dauð. Eini stóriðjukratinn sem eftir er heitir Steingrímur J. Sigfússon og er í VG. Þetta tvennt ætti því ekki að valda klofningi milli flokkanna. Undirritaður gerði því lauslega könnun á afstöðu flokkanna til þeirra mála sem helst brenna á öllum almenningi þessa dagana, heilbrigðismálum, menntamálum og samgöngumálum. Ekki gat ég fundið neitt það sem valdið gæti alvarlegum núningi milli þeirra, reyndar virtist meiri meiningarmunur innan flokkanna en þeirra á milli. Hér er því auglýst eftir þeim málefnum sem réttlæta að flokkarnir bjóði fram hvor í sínu lagi. Ég er handviss um að ritstjórar Fréttablaðsins myndu ljá forystumönnunum pláss undir útskýringar sínar. Ef málefnalegar ástæður fyrir aðskildum framboðum eru engar þá hljóta þær að vera djúpsálarlegar. Undirrituðum dettur helst í hug að forystumenn Samfylkingar og VG séu illa haldnir af arkefóbíu, sem þýða mætti sem valdafælni, að þeir geti ekki með nokkru móti hugsað sér að hafa völd og áhrif. Einnig kemur auðvitað til greina að þeir séu svo kurteisir að þeir geti ekki hugsað sér að trufla Sjálfstæðisflokkinn við að ausa skattpeningum í flokksgæðinga og sölsa undir sig almannaeigur. Ef sú er raunin ætti þetta góða fólk að fá sér aðra vinnu þar sem þessi kurteisi nýttist í starfi svo sem í veitingageiranum eða í vefnaðarvöruverslun. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Forystumenn Samfylkingar og VG hafa undanfarna daga leikið upphafsleikina í þeirri stórsóknarfórn sem mun, ef allt gengur eftir, tryggja þeim áhrifaleysi í íslenskum stjórnmálum næstu fjögur árin. Þessir leikir eru annars vegar að flokkarnir bjóða fram hvor í sínu lagi og hins vegar yfirlýsingar um að þeir gangi óbundnir til kosninga. Frá 1930 hefur vinstri armur íslenskra stjórnmála ávallt gengið klofinn til kosninga. Hér fyrr á árum voru ákveðin málefnaleg rök fyrir þessum klofningi svo sem mismunandi afstaða manna og flokka í utanríkismálum en einnig greindi flokkana á um stóriðju. Hvorugt af þessu á við nú. Engum flokki myndi detta í hug að setja aðild að Evrópusambandinu í forgrunn á sinni stefnuskrá nema hann væri í alvarlegum sjálfsmorðshugleiðingum og stóriðjustefnan er að mestu dauð. Eini stóriðjukratinn sem eftir er heitir Steingrímur J. Sigfússon og er í VG. Þetta tvennt ætti því ekki að valda klofningi milli flokkanna. Undirritaður gerði því lauslega könnun á afstöðu flokkanna til þeirra mála sem helst brenna á öllum almenningi þessa dagana, heilbrigðismálum, menntamálum og samgöngumálum. Ekki gat ég fundið neitt það sem valdið gæti alvarlegum núningi milli þeirra, reyndar virtist meiri meiningarmunur innan flokkanna en þeirra á milli. Hér er því auglýst eftir þeim málefnum sem réttlæta að flokkarnir bjóði fram hvor í sínu lagi. Ég er handviss um að ritstjórar Fréttablaðsins myndu ljá forystumönnunum pláss undir útskýringar sínar. Ef málefnalegar ástæður fyrir aðskildum framboðum eru engar þá hljóta þær að vera djúpsálarlegar. Undirrituðum dettur helst í hug að forystumenn Samfylkingar og VG séu illa haldnir af arkefóbíu, sem þýða mætti sem valdafælni, að þeir geti ekki með nokkru móti hugsað sér að hafa völd og áhrif. Einnig kemur auðvitað til greina að þeir séu svo kurteisir að þeir geti ekki hugsað sér að trufla Sjálfstæðisflokkinn við að ausa skattpeningum í flokksgæðinga og sölsa undir sig almannaeigur. Ef sú er raunin ætti þetta góða fólk að fá sér aðra vinnu þar sem þessi kurteisi nýttist í starfi svo sem í veitingageiranum eða í vefnaðarvöruverslun. Höfundur er kennari.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun