Draumur eða veruleiki: Lán til bílakaupa með 1,69% ársvöxtum Ole Anton Bieltvedt skrifar 5. október 2017 07:00 Ég bjó lengi í Þýzkalandi, og er þar enn með annan fótinn. Fæ því ýmis tilboð frá bönkum og þjónustuaðilum þar á netinu. Á dögunum var mér boðið neyzlulán, t.a.m. til bílakaupa, allt að EUR 50.000,00, með 1,69% ársvöxtum. Í Evrópu, þar sem evran ræður ríkjum, með sínum stöðugleika, öryggi og þyngd, er þetta veruleiki, en hér á Íslandi getur þetta aldrei orðið nema draumur, sem ekki getur ræzt, svo lengi sem gjaldmiðlaverkfærið okkar er króna. Menn skyldu ekki halda, að það sé eitthvað sérstaklega íslenzkt við krónuna, eitthvað, sem tengist þjóðerni okkar eða sjálfstæði. Krónan er aðeins íslenzk af því að við Íslendingar höfum notað hana sem gjaldmiðil. Þetta er aðeins verkfæri fyrir greiðslur og miðlun fjár. Svipað og þumlungur, metri, únsa eða kíló fyrir lengd og þyngd. Ef ég keypti bíl í Þýzkalandi á 6 milljónir króna og greiddi lánið til baka með 6 árlegum afborgunum, væri vaxtabyrðin, allan tímann, 355.000,00 krónur. Fyrir svona bílalán hér á Íslandi eru vextir 9,0%. Fyrir sama lán til sama tíma væru heildarvextir hér þannig 1.890.000,00 krónur! Mismunur hvorki meira né minna en 1.535.000,00 krónur! Ef hér væri evra og evrukjör, í stað krónu og krónukjara, hefði ég getað sparað mér 256.000,00 á ári, bara á bílalánsvöxtum! Væntumþykja margra á krónunni er óskiljanleg. Þetta er einver tilfinningasemi, nánast þjóðernisleg ofsatrú, sem ekkert hefur með skynsemi, rök eða staðreyndir að gera. Nú er það svo, að lántakendur, þeir, sem þurfa að borga þessa vexti, eru jafnframt þeir, sem lítið eiga, oft unga fólkið, sem er að reyna að koma undir sig fótunum, og þeir, sem vaxtagreiðslurnar fá og þeirra njóta, eru fjármagnseigendur, sem, alla jafna, eru efnamenn fyrir. Krónan og stjórnun Seðlabanka á henni gerir því þá fátæku fátækari og þá ríku ríkari í stöðugum og stórfelldum mæli. Er þetta virkilega það, sem landsmenn vilja!? 25 Evrópuþjóðir hafa nú þegar hafnað eigin gjaldmiðli og tekið upp evruna, til að njóta kosta evrunnar; Stöðugleika, langtímaöryggis og lágra vaxta. Ýmis úrtölu- og þröngsýnisöfl – líkt og þegar hundruð bænda riðu til Reykjavíkur í byrjun síðustu aldar til að mótmæla símasambandi við útlönd – eru að reyna að hræða fólk með því, að við séum að fórna sjálfstæði okkar með ESB-aðild. Þetta er út í hött og algjör firra. Við erum nú þegar búin að skuldbinda okkur, nánast eins og verða má, hvað varðar ESB-aðild. Þetta gerðum við fyrir 25 árum með EES- samningnum. Skv. honum erum við aðilar að fjórfrelsinu svonefnda, sem (1) opnar Ísland fyrir íbúum allra 28 ESB-landanna, varðandi ferðir, búsetu og atvinnu. Við höfum á sama hátt frjálsan aðgang að löndunum 28, ekki bara til frjálsra og vegabréfslausra ferðalaga, heldur líka til búsetu og starfa.(2) EES-samningurinn veitir jafnframt ESB-löndunum 28 frjálsan, ótakmarkaðan og tollalausan aðgang að íslenskum markaði, á sama hátt og við höfum sama aðgang að ESB-mörkuðunum.(3) EES-samningurinn veitir þjónustufyrirtækjum ESB-landanna frjálsan aðgang að íslenzkum þjónustumarkaði. Nær þetta til t.a.m. símaþjónustu, orkuþjónustu og tryggingarþjónustu. Kosti þessa ESB-þjónustuframboðs getum við hins vegar ekki nýtt okkur, vegna þess, að enginn þjónustuaðili í Evrópu hefur áhuga á að bjóða þjónustu sína í krónum.(4) Á sama hátt veitir EES-samningurinn ESB-þjóðunum frjálsan aðgang að íslenzkum banka- og fjármálamarkaði. Hér er sama saga. Enginn ESB-banki hefur áhuga á að gera hér viðskipti í krónum. Með fullri ESB-aðild og evru væri fjórfrelsisskuldbindingin óbreytt, en við myndum þá fá inn ESB-þjónustu og -bankafyrirgreiðslu , sem örugglega myndi lækka allan slíkan kostnað verulega eða stórlega, öllum Íslendingum til góða. Með ESB-aðild gætum við líka haft virk áhrif á þróun Evrópu. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Íslenska krónan Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Ég bjó lengi í Þýzkalandi, og er þar enn með annan fótinn. Fæ því ýmis tilboð frá bönkum og þjónustuaðilum þar á netinu. Á dögunum var mér boðið neyzlulán, t.a.m. til bílakaupa, allt að EUR 50.000,00, með 1,69% ársvöxtum. Í Evrópu, þar sem evran ræður ríkjum, með sínum stöðugleika, öryggi og þyngd, er þetta veruleiki, en hér á Íslandi getur þetta aldrei orðið nema draumur, sem ekki getur ræzt, svo lengi sem gjaldmiðlaverkfærið okkar er króna. Menn skyldu ekki halda, að það sé eitthvað sérstaklega íslenzkt við krónuna, eitthvað, sem tengist þjóðerni okkar eða sjálfstæði. Krónan er aðeins íslenzk af því að við Íslendingar höfum notað hana sem gjaldmiðil. Þetta er aðeins verkfæri fyrir greiðslur og miðlun fjár. Svipað og þumlungur, metri, únsa eða kíló fyrir lengd og þyngd. Ef ég keypti bíl í Þýzkalandi á 6 milljónir króna og greiddi lánið til baka með 6 árlegum afborgunum, væri vaxtabyrðin, allan tímann, 355.000,00 krónur. Fyrir svona bílalán hér á Íslandi eru vextir 9,0%. Fyrir sama lán til sama tíma væru heildarvextir hér þannig 1.890.000,00 krónur! Mismunur hvorki meira né minna en 1.535.000,00 krónur! Ef hér væri evra og evrukjör, í stað krónu og krónukjara, hefði ég getað sparað mér 256.000,00 á ári, bara á bílalánsvöxtum! Væntumþykja margra á krónunni er óskiljanleg. Þetta er einver tilfinningasemi, nánast þjóðernisleg ofsatrú, sem ekkert hefur með skynsemi, rök eða staðreyndir að gera. Nú er það svo, að lántakendur, þeir, sem þurfa að borga þessa vexti, eru jafnframt þeir, sem lítið eiga, oft unga fólkið, sem er að reyna að koma undir sig fótunum, og þeir, sem vaxtagreiðslurnar fá og þeirra njóta, eru fjármagnseigendur, sem, alla jafna, eru efnamenn fyrir. Krónan og stjórnun Seðlabanka á henni gerir því þá fátæku fátækari og þá ríku ríkari í stöðugum og stórfelldum mæli. Er þetta virkilega það, sem landsmenn vilja!? 25 Evrópuþjóðir hafa nú þegar hafnað eigin gjaldmiðli og tekið upp evruna, til að njóta kosta evrunnar; Stöðugleika, langtímaöryggis og lágra vaxta. Ýmis úrtölu- og þröngsýnisöfl – líkt og þegar hundruð bænda riðu til Reykjavíkur í byrjun síðustu aldar til að mótmæla símasambandi við útlönd – eru að reyna að hræða fólk með því, að við séum að fórna sjálfstæði okkar með ESB-aðild. Þetta er út í hött og algjör firra. Við erum nú þegar búin að skuldbinda okkur, nánast eins og verða má, hvað varðar ESB-aðild. Þetta gerðum við fyrir 25 árum með EES- samningnum. Skv. honum erum við aðilar að fjórfrelsinu svonefnda, sem (1) opnar Ísland fyrir íbúum allra 28 ESB-landanna, varðandi ferðir, búsetu og atvinnu. Við höfum á sama hátt frjálsan aðgang að löndunum 28, ekki bara til frjálsra og vegabréfslausra ferðalaga, heldur líka til búsetu og starfa.(2) EES-samningurinn veitir jafnframt ESB-löndunum 28 frjálsan, ótakmarkaðan og tollalausan aðgang að íslenskum markaði, á sama hátt og við höfum sama aðgang að ESB-mörkuðunum.(3) EES-samningurinn veitir þjónustufyrirtækjum ESB-landanna frjálsan aðgang að íslenzkum þjónustumarkaði. Nær þetta til t.a.m. símaþjónustu, orkuþjónustu og tryggingarþjónustu. Kosti þessa ESB-þjónustuframboðs getum við hins vegar ekki nýtt okkur, vegna þess, að enginn þjónustuaðili í Evrópu hefur áhuga á að bjóða þjónustu sína í krónum.(4) Á sama hátt veitir EES-samningurinn ESB-þjóðunum frjálsan aðgang að íslenzkum banka- og fjármálamarkaði. Hér er sama saga. Enginn ESB-banki hefur áhuga á að gera hér viðskipti í krónum. Með fullri ESB-aðild og evru væri fjórfrelsisskuldbindingin óbreytt, en við myndum þá fá inn ESB-þjónustu og -bankafyrirgreiðslu , sem örugglega myndi lækka allan slíkan kostnað verulega eða stórlega, öllum Íslendingum til góða. Með ESB-aðild gætum við líka haft virk áhrif á þróun Evrópu. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar