Er krónan þess virði? Þórður Magnússon skrifar 5. október 2017 07:00 Miklar breytingar hafa átt sér stað í smásöluverslun á Íslandi og aukin samkeppni hefur leitt til lægra vöruverðs. Koma Costco til Íslands hefur hrist upp í samkeppnisumhverfinu og því er haldið fram að íslensk verslun hafi ekki staðið sig. Sama átti við með komu Bauhaus og nú síðast H&M. Allar þessar verslanir hafa fært inn nýjungar og aukið samkeppni. Þetta er þó ekki svona einfalt. Þessar erlendu verslunarsamsteypur eru að fjármagna sig á allt öðrum kjörum en íslensk verslun. Fjármögnun þeirra er hjá erlendum bönkum, á erlendum kjörum og í erlendum gjaldeyri. Hagræðið af þessu er feikimikið og getur munað allt að 3-4% í fjármagnskjörum ef einungis er horft til gjaldeyrisáhættunnar vegna íslensku krónunnar. Vaxtamunurinn er í raun enn meiri þar sem þessar verslunarkeðjur eru stærri og tryggari lántakar en innlendir keppinautar sem eðlilega hefur áhrif á kjörin sem bjóðast. Þetta leiðir á endanum til hærra vöruverðs til neytenda í innlendum verslunum.Á íslenskt eignarhald möguleika? Nýlega var sagt frá því að KEA hotels hefðu verið seld til bandaríska fjárfestingar- og fasteignaþróunarfélagsins JL Properties, sem er í eigu eins ríkasta manns Alaska, kaupverðið var um 6 milljarðar króna. Fjármögnunarkostnaður erlenda félagsins er væntanlega mun lægri en fjármögnunarkostnaður innlendra eigenda. Í hótelrekstri er fjármagnskostnaður einn stærsti hluti rekstrarkostnaðar. Stærri íslensku útgerðarfélögin eru að fjármagna sig í gegnum erlenda banka í erlendum gjaldmiðlum á erlendum kjörum. Kostnaðarhagræði þeirra umfram smærri útgerðir sem eiga þess ekki kost er verulegt. Sama á við um fjármögnun jarða, laxeldis, laxveiðihlunninda, ferðamannastaða og fjölmargra annarra þátta í íslensku atvinnulífi. Þeir sem þurfa að fjármagna sig í gegnum innlenda bankakerfið, í íslenskum gjaldmiðli, standa verulega höllum fæti miðað við erlenda eða innlenda aðila sem geta fjármagnað sig erlendis í erlendum gjaldeyri. Sá sem skuldar 15 milljónir króna í íbúðarhúsnæði sínu gæti aukið ráðstöfunartekjur sínar um allt að 50.000 krónur á mánuði ef hann greiddi sambærileg vaxtakjör og almenningi býðst í nágrannalöndunum. Á íslenskt eignarhald möguleika við þessi skilyrði? Er verið að ýta eignarhaldi á atvinnurekstri og atvinnurekstrinum sjálfum úr landi vegna krónunnar? Það er til önnur og betri leið. Það eru ekki nema rúm 100 ár síðan verslun og samgöngur voru nánast alfarið í erlendri eigu. Arðurinn fór úr landi og samfélagið var snauðara. Það er stjórnvalda að skapa samkeppnishæfa umgjörð um atvinnureksturinn og samkeppnishæf lífskjör fyrir fólkið í landinu. Á Íslandi er tekjujöfnuður með því hæsta sem þekkist í heiminum. Eignadreifing er hins vegar mjög misjöfn. Ástæða þess er sú að með reglubundnu millibili verða kollsteypur í efnahagsmálum þar sem krónan fellur, skuldir heimila og fyrirtæja stórhækka og sparnaður og eignir heimila og fyrirtækja hverfur. Er þetta réttlátt eða sanngjarnt? Er krónan þess virði? Viðreisn er frjálslyndur miðjuflokkur sem hefur barist fyrir því að breyta þessu til hagsbóta fyrir okkur öll en ekki bara sum. Höfundur er stjórnarformaður Eyris Invest og nokkurra sprotafyrirtækja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenska krónan Kosningar 2017 Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Miklar breytingar hafa átt sér stað í smásöluverslun á Íslandi og aukin samkeppni hefur leitt til lægra vöruverðs. Koma Costco til Íslands hefur hrist upp í samkeppnisumhverfinu og því er haldið fram að íslensk verslun hafi ekki staðið sig. Sama átti við með komu Bauhaus og nú síðast H&M. Allar þessar verslanir hafa fært inn nýjungar og aukið samkeppni. Þetta er þó ekki svona einfalt. Þessar erlendu verslunarsamsteypur eru að fjármagna sig á allt öðrum kjörum en íslensk verslun. Fjármögnun þeirra er hjá erlendum bönkum, á erlendum kjörum og í erlendum gjaldeyri. Hagræðið af þessu er feikimikið og getur munað allt að 3-4% í fjármagnskjörum ef einungis er horft til gjaldeyrisáhættunnar vegna íslensku krónunnar. Vaxtamunurinn er í raun enn meiri þar sem þessar verslunarkeðjur eru stærri og tryggari lántakar en innlendir keppinautar sem eðlilega hefur áhrif á kjörin sem bjóðast. Þetta leiðir á endanum til hærra vöruverðs til neytenda í innlendum verslunum.Á íslenskt eignarhald möguleika? Nýlega var sagt frá því að KEA hotels hefðu verið seld til bandaríska fjárfestingar- og fasteignaþróunarfélagsins JL Properties, sem er í eigu eins ríkasta manns Alaska, kaupverðið var um 6 milljarðar króna. Fjármögnunarkostnaður erlenda félagsins er væntanlega mun lægri en fjármögnunarkostnaður innlendra eigenda. Í hótelrekstri er fjármagnskostnaður einn stærsti hluti rekstrarkostnaðar. Stærri íslensku útgerðarfélögin eru að fjármagna sig í gegnum erlenda banka í erlendum gjaldmiðlum á erlendum kjörum. Kostnaðarhagræði þeirra umfram smærri útgerðir sem eiga þess ekki kost er verulegt. Sama á við um fjármögnun jarða, laxeldis, laxveiðihlunninda, ferðamannastaða og fjölmargra annarra þátta í íslensku atvinnulífi. Þeir sem þurfa að fjármagna sig í gegnum innlenda bankakerfið, í íslenskum gjaldmiðli, standa verulega höllum fæti miðað við erlenda eða innlenda aðila sem geta fjármagnað sig erlendis í erlendum gjaldeyri. Sá sem skuldar 15 milljónir króna í íbúðarhúsnæði sínu gæti aukið ráðstöfunartekjur sínar um allt að 50.000 krónur á mánuði ef hann greiddi sambærileg vaxtakjör og almenningi býðst í nágrannalöndunum. Á íslenskt eignarhald möguleika við þessi skilyrði? Er verið að ýta eignarhaldi á atvinnurekstri og atvinnurekstrinum sjálfum úr landi vegna krónunnar? Það er til önnur og betri leið. Það eru ekki nema rúm 100 ár síðan verslun og samgöngur voru nánast alfarið í erlendri eigu. Arðurinn fór úr landi og samfélagið var snauðara. Það er stjórnvalda að skapa samkeppnishæfa umgjörð um atvinnureksturinn og samkeppnishæf lífskjör fyrir fólkið í landinu. Á Íslandi er tekjujöfnuður með því hæsta sem þekkist í heiminum. Eignadreifing er hins vegar mjög misjöfn. Ástæða þess er sú að með reglubundnu millibili verða kollsteypur í efnahagsmálum þar sem krónan fellur, skuldir heimila og fyrirtæja stórhækka og sparnaður og eignir heimila og fyrirtækja hverfur. Er þetta réttlátt eða sanngjarnt? Er krónan þess virði? Viðreisn er frjálslyndur miðjuflokkur sem hefur barist fyrir því að breyta þessu til hagsbóta fyrir okkur öll en ekki bara sum. Höfundur er stjórnarformaður Eyris Invest og nokkurra sprotafyrirtækja.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun