Hörður Björgvin: Ég er orðinn vel pirraður Tómas Þór Þórðarson í Antalya skrifar 4. október 2017 15:00 Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir Tyrklandi í borginni Eskisehir á föstudagskvöldið en með sex stigum í næstu tveimur leikjum á móti Tyrkjum og Kósóvó eru strákarnir okkar öruggir með sæti í umspili um farseðil á HM 2018. „Auðvitað er þetta þægileg pæling en öll liðin eru jöfn. Ef við misstígum okkur getum við dottið niður en við erum góðir undir pressu og erum tilbúnir í slaginn. Við erum bestir undir pressu eins og sást á móti Króatíu. Þar vildum við vinna og það gerðist,“ segir Hörður Björgvin Magnússon, vinstri bakvörður íslenska liðsins. Hörður kom inn í byrjunarliðið fyrir leikinn á móti Króatíu sem vannst, 1-0, en hann skoraði sigurmarkið á lokamínútu leiksins. Eftir það tók hann stöðuna af Ara Frey Skúlasyni. „Gæðin eru mikil í landsliðinu og leikmennirnir orðnir miklu betri þannig það er erfitt að komast í landsliðið og krefjast þess að fá að spila. Þegar að maður fær tækifærið reynir maður að nýta það eins vel og maður getur,“ segir hann. „Ég hef reynt að nýta mín tækifæri hingað til og vonandi heldur það bara áfram. Auðvitað er leiðinlegt fyrir aðra leikmenn sem þurfa að sitja á bekknum. Þeir eru samt alltaf tilbúnir að koma inn á þegar að kallið kemur. Það er ekki hægt að kvarta yfir liðsheildinni hérna. Það hjálpast allir að.“ Þrátt fyrir að vera byrjunarliðsmaður í landsliði sem spilaði á EM 2016 og gæti verið á leið á HM 2018 fær hann lítið sem ekkert að spila hjá B-deildarliðinu Bristol City á Englandi. „Ég er orðinn vel pirraður að innan en ég læt ekki neinn sjá það á mér. Ég veit ekki hvað fer í gegnum hausinn á þjálfaranum eða öðrum í teyminu. Auðvitað á ég að fá einhverja leiki þarna. Ég fæ bikarleiki sem er ekki nóg því ég verð að spila meira. Ég er ekki sáttur með þetta,“ segir Hörður Björgvin. „Ég er ánægður með að fá kallið í landsliðið en það gefur mér ekkert hjá Bristol. Það er mjög skrítið að spila vel með landsliðinu á móti góðum leikmönnum en fá ekkert fyrir það hjá félagsliðinu mínu,“ segir Hörður Björgvin Magnússon. Allt viðtalið má sjá hér að ofan. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Alfreð: Hungraður og vil enn og aftur sýna hvar ég á heima Alfreð: Hungraður og vil enn og aftur sýna hvar ég á heima 4. október 2017 08:30 Ari Freyr: Sama hvort ég byrja eða er á bekknum þá erum við saman í þessu Ari Freyr Skúlason missti stöðu sína í byrjunarliði íslenska landsliðsins í fótbolta í júní. 4. október 2017 10:30 Hannes og Björn Bergmann æfðu ekki með strákunum í morgun Markvörðurinn og framherjinn voru í meðhöndlun uppi á hóteli. 4. október 2017 08:18 Jón Daði: Frábært að skora fyrir framan mömmu sem er búin að vera að berjast við veikindi Landsliðsframherjinn tileinkaði móður sinni mark sem hann skoraði fyrir Reading á dögunum. 4. október 2017 09:30 Rúrik: Ætlaði að gera of mikið og það var skita Landsliðsmaðurinn fékk rautt spjald eftir að koma inn á sem varamaður á móti Finnlandi. 4. október 2017 12:30 Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Kátína í Kenía og kvalir í Köben Sport Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Fleiri fréttir „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir Tyrklandi í borginni Eskisehir á föstudagskvöldið en með sex stigum í næstu tveimur leikjum á móti Tyrkjum og Kósóvó eru strákarnir okkar öruggir með sæti í umspili um farseðil á HM 2018. „Auðvitað er þetta þægileg pæling en öll liðin eru jöfn. Ef við misstígum okkur getum við dottið niður en við erum góðir undir pressu og erum tilbúnir í slaginn. Við erum bestir undir pressu eins og sást á móti Króatíu. Þar vildum við vinna og það gerðist,“ segir Hörður Björgvin Magnússon, vinstri bakvörður íslenska liðsins. Hörður kom inn í byrjunarliðið fyrir leikinn á móti Króatíu sem vannst, 1-0, en hann skoraði sigurmarkið á lokamínútu leiksins. Eftir það tók hann stöðuna af Ara Frey Skúlasyni. „Gæðin eru mikil í landsliðinu og leikmennirnir orðnir miklu betri þannig það er erfitt að komast í landsliðið og krefjast þess að fá að spila. Þegar að maður fær tækifærið reynir maður að nýta það eins vel og maður getur,“ segir hann. „Ég hef reynt að nýta mín tækifæri hingað til og vonandi heldur það bara áfram. Auðvitað er leiðinlegt fyrir aðra leikmenn sem þurfa að sitja á bekknum. Þeir eru samt alltaf tilbúnir að koma inn á þegar að kallið kemur. Það er ekki hægt að kvarta yfir liðsheildinni hérna. Það hjálpast allir að.“ Þrátt fyrir að vera byrjunarliðsmaður í landsliði sem spilaði á EM 2016 og gæti verið á leið á HM 2018 fær hann lítið sem ekkert að spila hjá B-deildarliðinu Bristol City á Englandi. „Ég er orðinn vel pirraður að innan en ég læt ekki neinn sjá það á mér. Ég veit ekki hvað fer í gegnum hausinn á þjálfaranum eða öðrum í teyminu. Auðvitað á ég að fá einhverja leiki þarna. Ég fæ bikarleiki sem er ekki nóg því ég verð að spila meira. Ég er ekki sáttur með þetta,“ segir Hörður Björgvin. „Ég er ánægður með að fá kallið í landsliðið en það gefur mér ekkert hjá Bristol. Það er mjög skrítið að spila vel með landsliðinu á móti góðum leikmönnum en fá ekkert fyrir það hjá félagsliðinu mínu,“ segir Hörður Björgvin Magnússon. Allt viðtalið má sjá hér að ofan.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Alfreð: Hungraður og vil enn og aftur sýna hvar ég á heima Alfreð: Hungraður og vil enn og aftur sýna hvar ég á heima 4. október 2017 08:30 Ari Freyr: Sama hvort ég byrja eða er á bekknum þá erum við saman í þessu Ari Freyr Skúlason missti stöðu sína í byrjunarliði íslenska landsliðsins í fótbolta í júní. 4. október 2017 10:30 Hannes og Björn Bergmann æfðu ekki með strákunum í morgun Markvörðurinn og framherjinn voru í meðhöndlun uppi á hóteli. 4. október 2017 08:18 Jón Daði: Frábært að skora fyrir framan mömmu sem er búin að vera að berjast við veikindi Landsliðsframherjinn tileinkaði móður sinni mark sem hann skoraði fyrir Reading á dögunum. 4. október 2017 09:30 Rúrik: Ætlaði að gera of mikið og það var skita Landsliðsmaðurinn fékk rautt spjald eftir að koma inn á sem varamaður á móti Finnlandi. 4. október 2017 12:30 Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Kátína í Kenía og kvalir í Köben Sport Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Fleiri fréttir „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Sjá meira
Alfreð: Hungraður og vil enn og aftur sýna hvar ég á heima Alfreð: Hungraður og vil enn og aftur sýna hvar ég á heima 4. október 2017 08:30
Ari Freyr: Sama hvort ég byrja eða er á bekknum þá erum við saman í þessu Ari Freyr Skúlason missti stöðu sína í byrjunarliði íslenska landsliðsins í fótbolta í júní. 4. október 2017 10:30
Hannes og Björn Bergmann æfðu ekki með strákunum í morgun Markvörðurinn og framherjinn voru í meðhöndlun uppi á hóteli. 4. október 2017 08:18
Jón Daði: Frábært að skora fyrir framan mömmu sem er búin að vera að berjast við veikindi Landsliðsframherjinn tileinkaði móður sinni mark sem hann skoraði fyrir Reading á dögunum. 4. október 2017 09:30
Rúrik: Ætlaði að gera of mikið og það var skita Landsliðsmaðurinn fékk rautt spjald eftir að koma inn á sem varamaður á móti Finnlandi. 4. október 2017 12:30