Suðurkjördæmisskattur Sjálfstæðismanna Jóna Sólveig Elínardóttir skrifar 4. október 2017 11:17 Vegatollahugmyndir fráfarandi samgönguráðherra Sjálfstæðisflokksins eru ekkert annað en sérstök skattlagning á suður- og suðvesturhorn landsins og eru því í eðli sínu hróplega óréttlátar. Það að ætla að skattleggja eitt landssvæði umfram annað með þessum hætti er óboðlegt. Við í Viðreisn höfum verið opin fyrir því að taka pólitíska umræðu um veggjöld, kosti þeirra og galla, byggt á rannsóknum og úttektum sérfræðinga. Um Suðurkjördæmisskatt samgönguráðherra hafði hins vegar aldrei verið tekin nein formleg umræða milli flokkanna. Það eru jafnframt góð rök fyrir því að fara ekki þessa leið. Til dæmis að nær væri að forgangsraða með skýrari hætti þeim ríkisfjármunum sem nú þegar er verið að innheimta, og sannarlega er ætlað er að standa straum af vegagerð, inn í nákvæmlega þann málaflokk, þ.e.a.s. vegagerð. Það er að öllu leyti einfaldara og að líkindum hagkvæmara í framkvæmd. Að ætla að setja vegatolla einvörðungu á suður- og suðvesturhornið kemur að mínu viti ekki til greina. Sé vilji stjórnmálamanna að skoða einhverskonar útfærslur á vegatollum er réttlátast að það sé gert með heildstæðum hætti, með jafnræðissjónarmið milli landshluta að leiðarljósi. Slíkt fæli í sér að horft væri á landið sem eina heild, þ.e. að litið væri til þess hvernig hægt væri að nýta veggjöld í öllum landshlutum – ekki bara sumum. „Almenningssamgöngur í almannaþágu“ ætti að vera viðkvæðið og leiðarljósið í allri ákvarðanatöku hjá hinu opinbera varðandi vegagerð á Íslandi. Það er alls óljóst hvernig Suðurkjördæmisskattur samgönguráðherra mætir þessari sjálfsögðu kröfu. Það að skattleggja sérstaklega og einvörðungu þann stóra fjölda fólks og ferðaþjónustufyrirtækja sem sækja vinnu og þjónustu til höfuðborgarsvæðisins nær daglega er óréttlátt. Tugmilljörðum hefur verið varið í samgöngubætur í öðrum landsbyggðarkjördæmum, nú hljóta menn að sjá að komið er að Suðurkjördæmi þar sem umferðin er mest.Höfundur er varaformaður og oddviti Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Sjá meira
Vegatollahugmyndir fráfarandi samgönguráðherra Sjálfstæðisflokksins eru ekkert annað en sérstök skattlagning á suður- og suðvesturhorn landsins og eru því í eðli sínu hróplega óréttlátar. Það að ætla að skattleggja eitt landssvæði umfram annað með þessum hætti er óboðlegt. Við í Viðreisn höfum verið opin fyrir því að taka pólitíska umræðu um veggjöld, kosti þeirra og galla, byggt á rannsóknum og úttektum sérfræðinga. Um Suðurkjördæmisskatt samgönguráðherra hafði hins vegar aldrei verið tekin nein formleg umræða milli flokkanna. Það eru jafnframt góð rök fyrir því að fara ekki þessa leið. Til dæmis að nær væri að forgangsraða með skýrari hætti þeim ríkisfjármunum sem nú þegar er verið að innheimta, og sannarlega er ætlað er að standa straum af vegagerð, inn í nákvæmlega þann málaflokk, þ.e.a.s. vegagerð. Það er að öllu leyti einfaldara og að líkindum hagkvæmara í framkvæmd. Að ætla að setja vegatolla einvörðungu á suður- og suðvesturhornið kemur að mínu viti ekki til greina. Sé vilji stjórnmálamanna að skoða einhverskonar útfærslur á vegatollum er réttlátast að það sé gert með heildstæðum hætti, með jafnræðissjónarmið milli landshluta að leiðarljósi. Slíkt fæli í sér að horft væri á landið sem eina heild, þ.e. að litið væri til þess hvernig hægt væri að nýta veggjöld í öllum landshlutum – ekki bara sumum. „Almenningssamgöngur í almannaþágu“ ætti að vera viðkvæðið og leiðarljósið í allri ákvarðanatöku hjá hinu opinbera varðandi vegagerð á Íslandi. Það er alls óljóst hvernig Suðurkjördæmisskattur samgönguráðherra mætir þessari sjálfsögðu kröfu. Það að skattleggja sérstaklega og einvörðungu þann stóra fjölda fólks og ferðaþjónustufyrirtækja sem sækja vinnu og þjónustu til höfuðborgarsvæðisins nær daglega er óréttlátt. Tugmilljörðum hefur verið varið í samgöngubætur í öðrum landsbyggðarkjördæmum, nú hljóta menn að sjá að komið er að Suðurkjördæmi þar sem umferðin er mest.Höfundur er varaformaður og oddviti Viðreisnar í Suðurkjördæmi.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar