Hver er Kjarninn? Daníel Þórarinsson skrifar 4. október 2017 10:00 Kjarninn státar sig af því að fjalla um mál eftir staðreyndum og greina kjarnann frá hisminu. Þetta verður þó ekki sagt um fréttaskýringu, sem Þórður Snær Júlíusson skrifar í Kjarnann 2. október um skattamál þeirra Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og konu hans Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur. Fullyrðingar og rangfærslur Kjarnans hafa rækilega verið hraktar t. d. í bloggi Páls Vilhjálmssonar. Ég vil hins vegar vekja athygli á því að skrif Kjarnans um efnisatriði málsins eru lituð svo miklum illvilja í garð þeirra hjóna að hann yfirskyggir sjálfa umfjöllunina. Lítum á nokkur dæmi úr þessum skrifum:1. Skattayfirvöld áttu ekki frumkvæði að upptöku málsins, hjónin óskuðu sjálf eftir því með bréfi til ríkisskattstjóra og vöktu athygli á að krafa, sem hafði verið talin töpuð, greiddist og hækkaði þannig skattstofninn. Kjarninn segir: „Í bréfinu gengust þau meðal annars við því (leturbr. DÞ) að skattstofn Wintris, sem álögur voru reiknaðar út frá, hafi verið vantalinn“.2. Þegar Wintris umræðan hófst var þeim hjónum bent á að þau þyrftu að skila inn svonefndum CFC framtölum fyrir Wintris, en þau höfðu ekki talið þess þurfa. Í bréfinu til ríkisskattstjóra var af þeirri ástæðu einnig óskað eftir að álagðir skattar tækju mið af slíkum framtölum og voru þau unnin. Ríkisskattstjóri féllst á beiðnina um leiðréttingu skattframtalanna og endurákvarðaði opinber gjöld. Kjarninn segir: „Í desember samþykkti ríkisskattstjóri beiðni forsætisráðherrahjónanna fyrrverandi um að greiða skatt sem þau höfðu komist upp með að greiða ekki (leturbr. DÞ) áður en tilvist Wintris var opinberuð“.3. Samkvæmt áður nefndum CFC framtölum gat Wintris bókfært gengistap, sem nýttist á móti framtíðar skattgreiðslum. Ríkisskattstjóri vildi ekki fallast á þessa uppgjörsaðferð. Ágreiningnum var vísað til yfirskattanefndar sem úrskurðaði þeim hjónum í hag. Kjarninn segir: „Sá úrskurður (þ.e. ríkisskattstjóra innsk. DÞ) var Sigmundi Davíð og Önnu Sigurlaugu ekki að skapi. (leturbr. DÞ) Þau kærðu hann til yfirskattanefndar sem féllst á þeirra sjónarmið og úrskurðaði þeim í hag 22. september síðastliðinn“. Hver er þá kjarninn? Hann er ekki skattamál þeirra hjóna, sem þau hafa lagt sig fram um að upplýsa og lagfæra þar sem þörf hefur verið talin á. Nei því miður, kjarni málsins er Illvilji Kjarnans.Höfundur er skógarbóndi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Sjá meira
Kjarninn státar sig af því að fjalla um mál eftir staðreyndum og greina kjarnann frá hisminu. Þetta verður þó ekki sagt um fréttaskýringu, sem Þórður Snær Júlíusson skrifar í Kjarnann 2. október um skattamál þeirra Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og konu hans Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur. Fullyrðingar og rangfærslur Kjarnans hafa rækilega verið hraktar t. d. í bloggi Páls Vilhjálmssonar. Ég vil hins vegar vekja athygli á því að skrif Kjarnans um efnisatriði málsins eru lituð svo miklum illvilja í garð þeirra hjóna að hann yfirskyggir sjálfa umfjöllunina. Lítum á nokkur dæmi úr þessum skrifum:1. Skattayfirvöld áttu ekki frumkvæði að upptöku málsins, hjónin óskuðu sjálf eftir því með bréfi til ríkisskattstjóra og vöktu athygli á að krafa, sem hafði verið talin töpuð, greiddist og hækkaði þannig skattstofninn. Kjarninn segir: „Í bréfinu gengust þau meðal annars við því (leturbr. DÞ) að skattstofn Wintris, sem álögur voru reiknaðar út frá, hafi verið vantalinn“.2. Þegar Wintris umræðan hófst var þeim hjónum bent á að þau þyrftu að skila inn svonefndum CFC framtölum fyrir Wintris, en þau höfðu ekki talið þess þurfa. Í bréfinu til ríkisskattstjóra var af þeirri ástæðu einnig óskað eftir að álagðir skattar tækju mið af slíkum framtölum og voru þau unnin. Ríkisskattstjóri féllst á beiðnina um leiðréttingu skattframtalanna og endurákvarðaði opinber gjöld. Kjarninn segir: „Í desember samþykkti ríkisskattstjóri beiðni forsætisráðherrahjónanna fyrrverandi um að greiða skatt sem þau höfðu komist upp með að greiða ekki (leturbr. DÞ) áður en tilvist Wintris var opinberuð“.3. Samkvæmt áður nefndum CFC framtölum gat Wintris bókfært gengistap, sem nýttist á móti framtíðar skattgreiðslum. Ríkisskattstjóri vildi ekki fallast á þessa uppgjörsaðferð. Ágreiningnum var vísað til yfirskattanefndar sem úrskurðaði þeim hjónum í hag. Kjarninn segir: „Sá úrskurður (þ.e. ríkisskattstjóra innsk. DÞ) var Sigmundi Davíð og Önnu Sigurlaugu ekki að skapi. (leturbr. DÞ) Þau kærðu hann til yfirskattanefndar sem féllst á þeirra sjónarmið og úrskurðaði þeim í hag 22. september síðastliðinn“. Hver er þá kjarninn? Hann er ekki skattamál þeirra hjóna, sem þau hafa lagt sig fram um að upplýsa og lagfæra þar sem þörf hefur verið talin á. Nei því miður, kjarni málsins er Illvilji Kjarnans.Höfundur er skógarbóndi.
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar