Jón Daði: Frábært að skora fyrir framan mömmu sem er búin að vera að berjast við veikindi Tómas Þór Þórðarson í Antalya skrifar 4. október 2017 09:30 „Það er spenna í mönnum. Við getum ekki beðið eftir því að stíga inn á völlinn í þessari tyrknesku stemningu.“ Þetta segir Jón Daði Böðvarsson, landsliðsframherji Íslands, fyrir leik Íslands á móti Tyrklandi í undankeppni HM 2018 sem fram fer í Eskisehir á föstudagskvöldið. Strákarnir okkar spiluðu í brjálaðri stemningu í Tyrklandi fyrir tveimur árum og búa að þeirri reynslu. „Við vitum hvernig andrúmsloftið er hérna. Tyrkland er líka með gífurlega sterkt landslið, sérstaklega á heimavelli. Við munum eftir leiknum síðast þar sem við vorum óheppnir að tapa. Það verður spenna þarna og menn vilja spila í þannig umhverfi,“ segir Jón Daði. Framherjinn kraftmikli var á bekknum á móti Finnlandi í síðustu landsleikjaviku en kom sterkur inn í byrjunarliðið í sigrinum á móti Úkraínu. „Það er alltaf gott að byrja leiki og spila fyrir landsliðið. Þá ertu alltaf léttari og glaðari en þegar allt kemur til alls er þetta liðsíþrótt. Hvort sem þú byrjar eða ekki þá er alltaf gaman að spila fyrir þetta frábæra landslið,“ segir Jón Daði sem fagnar þessari miklu samkeppni hjá liðinu. „Maður vill vera með samherjana á hælunum á sér og að þeir pressi á hvorn annan. Það er enginn með öruggt sæti í þessu landsliði. Það ýtir við rassinum á mönnum að vera betri og bæta sig.“Jón Daði í leik með ÍslandiVísir/gettyJón Daði gekk í raðir Reading í sumar þar sem hann hefur verið að spila vel að undanförnu. Er hann sáttur með fyrstu vikurnar þar? „Já og nei. Árangur liðsins er ekki upp á marga fiska en ég er að spila vel og það er það sem skiptir öllu máli. Mér líður vel þarna. Reading er flottur bær þannig utan boltans líður mér vel sem er mikilvægt. Ég er bara virkilega sáttur með gang mála þarna,“ segir Jón Daði sem hefur verið að koma inn af bekknum í undanförnum leikjum. „Ég er ekki sáttur að vera á bekknum. Maður vill samt ekki vera einhver fáviti og þykjast vita allt. Mér finnst ég vera að spila vel þrátt fyrir að vera bekkjaður. Það eina sem maður getur gert er að einbeita sér að sjálfum sér og vera klár þegar að kallið kemur.“ Framherjinn skoraði mark á dögunum sem hann tileinkaði móður sinni eftir leik en það er góð og gild ástæða fyrir því. Það sem var enn betra er að móðir hans, Ingibjörg Erna Sveinsdóttir, var á vellinum þegar Jón Daði skoraði markið. „Það var sérstaklega sætt. Hún átti þetta fyllilega skilið. Mamma er búin að vera að berjast við veikindi heima en það hefur allt gengið vel og er allt á réttri leið. Það var bara gaman að hún var á vellinum og enn betra að skora og því tileinka henni markið. Það gerði daginn frábæran,“ segir Jón Daði Böðvarsson. Allt viðtalið má sjá hér að ofan. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Alfreð: Hungraður og vil enn og aftur sýna hvar ég á heima Alfreð: Hungraður og vil enn og aftur sýna hvar ég á heima 4. október 2017 08:30 Strákarnir okkar eru í öruggum höndum Öryggi er kannski ekki beint fyrsta orðið sem margir tengja við Tyrkland eftir valdarán og hryðjuverkatilraunir þar undanfarin misseri en það virðist enginn þurfa að óttast of mikið um strákana okkar. Þeir eru í öruggum höndum. 4. október 2017 07:00 Hannes og Björn Bergmann æfðu ekki með strákunum í morgun Markvörðurinn og framherjinn voru í meðhöndlun uppi á hóteli. 4. október 2017 08:18 Viljum stærri hluti og ætlum okkar að komast á HM Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í fótbolta geta að minnsta kosti tryggt sér sæti í umspili um sæti á HM 2018 með sigri í næstu tveimur leikjum. Næsta hindrun á leiðinni til Rússlands eru Tyrkir. 4. október 2017 06:00 Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Fleiri fréttir Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Sjá meira
„Það er spenna í mönnum. Við getum ekki beðið eftir því að stíga inn á völlinn í þessari tyrknesku stemningu.“ Þetta segir Jón Daði Böðvarsson, landsliðsframherji Íslands, fyrir leik Íslands á móti Tyrklandi í undankeppni HM 2018 sem fram fer í Eskisehir á föstudagskvöldið. Strákarnir okkar spiluðu í brjálaðri stemningu í Tyrklandi fyrir tveimur árum og búa að þeirri reynslu. „Við vitum hvernig andrúmsloftið er hérna. Tyrkland er líka með gífurlega sterkt landslið, sérstaklega á heimavelli. Við munum eftir leiknum síðast þar sem við vorum óheppnir að tapa. Það verður spenna þarna og menn vilja spila í þannig umhverfi,“ segir Jón Daði. Framherjinn kraftmikli var á bekknum á móti Finnlandi í síðustu landsleikjaviku en kom sterkur inn í byrjunarliðið í sigrinum á móti Úkraínu. „Það er alltaf gott að byrja leiki og spila fyrir landsliðið. Þá ertu alltaf léttari og glaðari en þegar allt kemur til alls er þetta liðsíþrótt. Hvort sem þú byrjar eða ekki þá er alltaf gaman að spila fyrir þetta frábæra landslið,“ segir Jón Daði sem fagnar þessari miklu samkeppni hjá liðinu. „Maður vill vera með samherjana á hælunum á sér og að þeir pressi á hvorn annan. Það er enginn með öruggt sæti í þessu landsliði. Það ýtir við rassinum á mönnum að vera betri og bæta sig.“Jón Daði í leik með ÍslandiVísir/gettyJón Daði gekk í raðir Reading í sumar þar sem hann hefur verið að spila vel að undanförnu. Er hann sáttur með fyrstu vikurnar þar? „Já og nei. Árangur liðsins er ekki upp á marga fiska en ég er að spila vel og það er það sem skiptir öllu máli. Mér líður vel þarna. Reading er flottur bær þannig utan boltans líður mér vel sem er mikilvægt. Ég er bara virkilega sáttur með gang mála þarna,“ segir Jón Daði sem hefur verið að koma inn af bekknum í undanförnum leikjum. „Ég er ekki sáttur að vera á bekknum. Maður vill samt ekki vera einhver fáviti og þykjast vita allt. Mér finnst ég vera að spila vel þrátt fyrir að vera bekkjaður. Það eina sem maður getur gert er að einbeita sér að sjálfum sér og vera klár þegar að kallið kemur.“ Framherjinn skoraði mark á dögunum sem hann tileinkaði móður sinni eftir leik en það er góð og gild ástæða fyrir því. Það sem var enn betra er að móðir hans, Ingibjörg Erna Sveinsdóttir, var á vellinum þegar Jón Daði skoraði markið. „Það var sérstaklega sætt. Hún átti þetta fyllilega skilið. Mamma er búin að vera að berjast við veikindi heima en það hefur allt gengið vel og er allt á réttri leið. Það var bara gaman að hún var á vellinum og enn betra að skora og því tileinka henni markið. Það gerði daginn frábæran,“ segir Jón Daði Böðvarsson. Allt viðtalið má sjá hér að ofan.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Alfreð: Hungraður og vil enn og aftur sýna hvar ég á heima Alfreð: Hungraður og vil enn og aftur sýna hvar ég á heima 4. október 2017 08:30 Strákarnir okkar eru í öruggum höndum Öryggi er kannski ekki beint fyrsta orðið sem margir tengja við Tyrkland eftir valdarán og hryðjuverkatilraunir þar undanfarin misseri en það virðist enginn þurfa að óttast of mikið um strákana okkar. Þeir eru í öruggum höndum. 4. október 2017 07:00 Hannes og Björn Bergmann æfðu ekki með strákunum í morgun Markvörðurinn og framherjinn voru í meðhöndlun uppi á hóteli. 4. október 2017 08:18 Viljum stærri hluti og ætlum okkar að komast á HM Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í fótbolta geta að minnsta kosti tryggt sér sæti í umspili um sæti á HM 2018 með sigri í næstu tveimur leikjum. Næsta hindrun á leiðinni til Rússlands eru Tyrkir. 4. október 2017 06:00 Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Fleiri fréttir Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Sjá meira
Alfreð: Hungraður og vil enn og aftur sýna hvar ég á heima Alfreð: Hungraður og vil enn og aftur sýna hvar ég á heima 4. október 2017 08:30
Strákarnir okkar eru í öruggum höndum Öryggi er kannski ekki beint fyrsta orðið sem margir tengja við Tyrkland eftir valdarán og hryðjuverkatilraunir þar undanfarin misseri en það virðist enginn þurfa að óttast of mikið um strákana okkar. Þeir eru í öruggum höndum. 4. október 2017 07:00
Hannes og Björn Bergmann æfðu ekki með strákunum í morgun Markvörðurinn og framherjinn voru í meðhöndlun uppi á hóteli. 4. október 2017 08:18
Viljum stærri hluti og ætlum okkar að komast á HM Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í fótbolta geta að minnsta kosti tryggt sér sæti í umspili um sæti á HM 2018 með sigri í næstu tveimur leikjum. Næsta hindrun á leiðinni til Rússlands eru Tyrkir. 4. október 2017 06:00