Ari Freyr: Sama hvort ég byrja eða er á bekknum þá erum við saman í þessu Tómas Þór Þórðarson í Antalya skrifar 4. október 2017 10:30 „Ef við klárum okkar leiki erum við komnir á HM. Svo einfalt er það. Þetta er samt gríðarlega mikilvægur leikur og verður mjög erfiður. Við vitum alveg hvað við þurfum að gera og hversu miklu við þurfum að fórna fyrir þetta.“ Þetta segir Ari Freyr Skúlason, bakvörður íslenska landsliðsins í fótbolta, fyrir leikinn mikilvæga í undankeppni HM 2018 gegn Tyrklandi í Eskisehir á föstudagskvöldið. Strákarnir okkar mættu Tyrkjum fyrir tveimur árum og töpuðu þá 1-0 í þýðingarlausum leik fyrir íslenska liðið þar sem það var komið á EM í Frakklandi. Þeir búa samt að þeirri reynslu. „Hér eru brjálaðir stuðningsmenn og það verða þvílík læti. Ég man bara eftir atviki síðast þegar að Raggi stóð tvo metra frá mér og ég var að öskra á hann en hann leit ekki á mig. Það verður ekki auðvelt að tjá sig inni á vellinum en ef við höldum varnarlínunni og höldum núllinu þá munu stuðningsmennirnir snúa sér að Tyrkjunum,“ segir Ari Freyr. Bakvörðurinn var með læsta stöðu í vinstri bakverðinum hjá íslenska liðinu þar til kom að leiknum gegn Króatíu í júní á þessu ári. Þá allt í einu fékk Hörður Björgvin Magnússon tækifærið og hann hefur byrjað síðustu mótsleiki eftir að skora sigurmarkið í þeim leik og standa sig vel. Hefur það áhrif á Ara? „Maður mætir alltaf til móts mvið landsliðið haldandi að maður sé að fara að spila. Ég er að spila með mínu félagsliði og hef ekki misst af mörgum leikjum þar. Heimir veit alveg að ég er í leikformi. Hann veit að ég er klár og veit að ég stend við bakið á þeim sem að spila. Það ætti ekki að vera neitt vesen. Ég mun styðja hvern þann sem að spilar mína stöðu. Við erum saman í þessu. Við ætlum á HM og sama hvort ég er að byrja eða á bekknum þá erum við saman í þessu,“ segir Ari Freyr en var áfall að missa stöðuna sína eftir að vera fastamaður svona lengi? „Auðvitað fer maður að pæla í hvað maður hefur gert þegar að maður dettur úr liðinu. Við vorum að spila á móti Króatíu þegar að ég dett út og kannski fannst Heimi að Hörður Björgvin myndi virka betur þar. Svo skorar hann sigurmarkið þannig það gat ekki verið betra hjá honum. Ég reyni samt bara að halda mínu striki. Ég var búinn að spila 40 mótsleiki í röð fram að þessu þannig að maður heldur bara áfram og svo fær maður tækifæri aftur,“ segir Ari Freyr Súlason. Allt viðtalið má sjá hér að ofan. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Alfreð: Hungraður og vil enn og aftur sýna hvar ég á heima Alfreð: Hungraður og vil enn og aftur sýna hvar ég á heima 4. október 2017 08:30 Strákarnir okkar eru í öruggum höndum Öryggi er kannski ekki beint fyrsta orðið sem margir tengja við Tyrkland eftir valdarán og hryðjuverkatilraunir þar undanfarin misseri en það virðist enginn þurfa að óttast of mikið um strákana okkar. Þeir eru í öruggum höndum. 4. október 2017 07:00 Viljum stærri hluti og ætlum okkar að komast á HM Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í fótbolta geta að minnsta kosti tryggt sér sæti í umspili um sæti á HM 2018 með sigri í næstu tveimur leikjum. Næsta hindrun á leiðinni til Rússlands eru Tyrkir. 4. október 2017 06:00 Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Fleiri fréttir Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Sjá meira
„Ef við klárum okkar leiki erum við komnir á HM. Svo einfalt er það. Þetta er samt gríðarlega mikilvægur leikur og verður mjög erfiður. Við vitum alveg hvað við þurfum að gera og hversu miklu við þurfum að fórna fyrir þetta.“ Þetta segir Ari Freyr Skúlason, bakvörður íslenska landsliðsins í fótbolta, fyrir leikinn mikilvæga í undankeppni HM 2018 gegn Tyrklandi í Eskisehir á föstudagskvöldið. Strákarnir okkar mættu Tyrkjum fyrir tveimur árum og töpuðu þá 1-0 í þýðingarlausum leik fyrir íslenska liðið þar sem það var komið á EM í Frakklandi. Þeir búa samt að þeirri reynslu. „Hér eru brjálaðir stuðningsmenn og það verða þvílík læti. Ég man bara eftir atviki síðast þegar að Raggi stóð tvo metra frá mér og ég var að öskra á hann en hann leit ekki á mig. Það verður ekki auðvelt að tjá sig inni á vellinum en ef við höldum varnarlínunni og höldum núllinu þá munu stuðningsmennirnir snúa sér að Tyrkjunum,“ segir Ari Freyr. Bakvörðurinn var með læsta stöðu í vinstri bakverðinum hjá íslenska liðinu þar til kom að leiknum gegn Króatíu í júní á þessu ári. Þá allt í einu fékk Hörður Björgvin Magnússon tækifærið og hann hefur byrjað síðustu mótsleiki eftir að skora sigurmarkið í þeim leik og standa sig vel. Hefur það áhrif á Ara? „Maður mætir alltaf til móts mvið landsliðið haldandi að maður sé að fara að spila. Ég er að spila með mínu félagsliði og hef ekki misst af mörgum leikjum þar. Heimir veit alveg að ég er í leikformi. Hann veit að ég er klár og veit að ég stend við bakið á þeim sem að spila. Það ætti ekki að vera neitt vesen. Ég mun styðja hvern þann sem að spilar mína stöðu. Við erum saman í þessu. Við ætlum á HM og sama hvort ég er að byrja eða á bekknum þá erum við saman í þessu,“ segir Ari Freyr en var áfall að missa stöðuna sína eftir að vera fastamaður svona lengi? „Auðvitað fer maður að pæla í hvað maður hefur gert þegar að maður dettur úr liðinu. Við vorum að spila á móti Króatíu þegar að ég dett út og kannski fannst Heimi að Hörður Björgvin myndi virka betur þar. Svo skorar hann sigurmarkið þannig það gat ekki verið betra hjá honum. Ég reyni samt bara að halda mínu striki. Ég var búinn að spila 40 mótsleiki í röð fram að þessu þannig að maður heldur bara áfram og svo fær maður tækifæri aftur,“ segir Ari Freyr Súlason. Allt viðtalið má sjá hér að ofan.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Alfreð: Hungraður og vil enn og aftur sýna hvar ég á heima Alfreð: Hungraður og vil enn og aftur sýna hvar ég á heima 4. október 2017 08:30 Strákarnir okkar eru í öruggum höndum Öryggi er kannski ekki beint fyrsta orðið sem margir tengja við Tyrkland eftir valdarán og hryðjuverkatilraunir þar undanfarin misseri en það virðist enginn þurfa að óttast of mikið um strákana okkar. Þeir eru í öruggum höndum. 4. október 2017 07:00 Viljum stærri hluti og ætlum okkar að komast á HM Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í fótbolta geta að minnsta kosti tryggt sér sæti í umspili um sæti á HM 2018 með sigri í næstu tveimur leikjum. Næsta hindrun á leiðinni til Rússlands eru Tyrkir. 4. október 2017 06:00 Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Fleiri fréttir Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Sjá meira
Alfreð: Hungraður og vil enn og aftur sýna hvar ég á heima Alfreð: Hungraður og vil enn og aftur sýna hvar ég á heima 4. október 2017 08:30
Strákarnir okkar eru í öruggum höndum Öryggi er kannski ekki beint fyrsta orðið sem margir tengja við Tyrkland eftir valdarán og hryðjuverkatilraunir þar undanfarin misseri en það virðist enginn þurfa að óttast of mikið um strákana okkar. Þeir eru í öruggum höndum. 4. október 2017 07:00
Viljum stærri hluti og ætlum okkar að komast á HM Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í fótbolta geta að minnsta kosti tryggt sér sæti í umspili um sæti á HM 2018 með sigri í næstu tveimur leikjum. Næsta hindrun á leiðinni til Rússlands eru Tyrkir. 4. október 2017 06:00