Alfreð: Hungraður og vil enn og aftur sýna hvar ég á heima Tómas Þór Þórðarson í Antalya skrifar 4. október 2017 08:30 Alfreð Finnbogason, landsliðsframherji Íslands í fótbolta, var hress og kátur að vanda þegar strákarnir okkar æfðu í Antalya í Tyrklandi í gærkvöldi en á föstudagskvöldið mætir íslenska liðið Tyrkjum í undankeppni HM 2018. Alfreð er búinn að vera í fínum gír með liði sínu Augsburg í þýsku 1. deildinni að undanförnu en í byrjun september skoraði hann þrennu í leik á móti Köln. „Eins og alltaf er gaman að koma saman með landsliðinu. Það er alltaf skemmtilegast að hitta félagana og svo tókum við góðan fund með Frey í gær. Við vitum svo sem hvernig Tyrkirnir spila og nokkurn veginn hvað bíður okkar. Það er samt alltaf mikil velta á þeirra leikmannahóp og þeirra liði. Ég held að þeir munu spila svipað og á móti Króatíu þar sem þeir náðu góðum árangri,“ segir Alfreð en Tyrkirnir unnu Króta í síðasta leik. „Við erum ekki búnir að fara mikið yfir þetta allt saman þar sem þetta er fyrsta æfingin sem lið. Við höfum þrjá daga til að undirbúa okkur og sjá hvernig við ætlum að stilla þessu upp.“Alfreð í leik með Augsburg.vísir/gettyKlókir komu degi fyrr Strákarnir okkar æfa við bestu aðstæður á stórkostlegu hóteli á ferðamannastaðnum Antalya en æfingasvæðið sjálft er í hótelgarðinum. Þarna er allt til alls. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég kem hingað en þessi staður er mjög ofarlega á listanum yfir þá staði sem ég hef komið á. Ég vissi ekki að hérna væru svona mikil gæði. Grasið er frábært. Mér finnst alltaf mikilvægast að völlurinn sé góður. Hann er góður hér og hótelið er flott. Við getum ekki kvartað yfir neinu og ég sé mig alveg mæta hingað aftur,“ segir Alfreð sem mætti á sunnudaginn til Tyrklands. „Við kíktum aðeins í golf í gær. Þeir sem voru klókir komu hingað á sunnudaginn þannig við gátum notað mánudagsmorguninn í að sleikja aðeins sólina og fara í golf. Í dag var bara almenn afslöppun og þá gátu menn gert það sem þeir vildu.“ Alfreð, eins og fleiri, átti ekki góðan dag í tapinu gegn Finnlandi í síðustu landsleikjaviku. Hann var svo kominn á bekkinn fyrir Úkraínuleikinn þar sem strákarnir unnu frækinn sigur, 2-0. Telur hann sig þurfa að sanna sig enn og aftur fyrir þjálfarateyminu?Alfreð átti erfiðan dag gegn Finnum.vísir/ernirEkkert að sanna „Ég tel mig ekkert þurfa að sanna fyrir þjálfurunum. Þeir vita hvað ég geri og hvað ég býð upp á. Ég geri það í hverri viku í Þýskalandi. Þar get ég spilað minn leik en eins og alltaf þegar landsliðið kemur saman undirbý ég mig eins og ég sé að fara að spila. Ég kem alltaf til móts við landsliðið með sama markmiði og það er að hafa áhrif hvort sem það er inni á vellinum, koma inn af bekknum eða styðja strákana. Það breytist ekkert,“ segir Alfreð en var áfall að fara á bekkinn núna eftir að hafa þurft að dúsa þar lengi vel á landsliðsferlinum áður en hann vann sér svo inn fast sæti í byrjun síðustu undankeppni? „Auðvitað. Eins og allir aðrir var ég svekktur eftir þennan Finnaleik og er fyrstur til að viðurkenna það að ég, eins og fleiri, áttum ekki okkar besta dag. Ég vildi mjög heitt spila fótboltaleik aftur sem fyrst en þá gerir þjálfarinn breytingar sem hann var í fullum rétti að gera. Ég þurfti bara að bíta í það súra en liðið vann sem var það allra mikilvægasta. Ég kem bara hungraður í þetta verkefni og vil sýna enn og aftur hvar ég á heima,“ segir Alfreð Finnbogason. Allt viðtalið má sjá hér að ofan. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Hannes Þór tæpur fyrir leikinn á móti Tyrklandi? Landsliðsmarkvörðurinn þurfti að yfirgefa æfingu Íslanda í Antalya snemma í dag. 3. október 2017 14:49 Tyrkir verða þjálfaralausir á móti Íslandi Mircea Lucescu stýrir Tyrklandi ekki af hliðarlínunni á móti Íslandi þar sem hann var úrskurðaður í leikbann í gær. 3. október 2017 15:37 Fyndin uppákoma á landsliðsæfingu: Vissu ekki að tyrkneski þjálfarinn væri í banni Broslegt atvik kom upp á æfingu íslenska karlalandsliðsins í Antalya í dag. 3. október 2017 19:30 Jóhann Berg: Lét Gylfa vera í þetta skiptið Gylfi Þór Sigurðsson fékk ekki að heyra það frá Jóhanni Berg eftir tap Everton á móti Burnley um helgina. 3. október 2017 16:24 Aron Einar: Ég mun ekki taka neina áhættu Landsliðsfyrirliðinn ætlar ekki að leggja líkamann að veði á móti Tyrklandi. Hann spilar ef hann er klár í slaginn. 3. október 2017 19:15 Mest lesið Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Annað enskt barn heimsmeistari Sport Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fleiri fréttir Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Sjá meira
Alfreð Finnbogason, landsliðsframherji Íslands í fótbolta, var hress og kátur að vanda þegar strákarnir okkar æfðu í Antalya í Tyrklandi í gærkvöldi en á föstudagskvöldið mætir íslenska liðið Tyrkjum í undankeppni HM 2018. Alfreð er búinn að vera í fínum gír með liði sínu Augsburg í þýsku 1. deildinni að undanförnu en í byrjun september skoraði hann þrennu í leik á móti Köln. „Eins og alltaf er gaman að koma saman með landsliðinu. Það er alltaf skemmtilegast að hitta félagana og svo tókum við góðan fund með Frey í gær. Við vitum svo sem hvernig Tyrkirnir spila og nokkurn veginn hvað bíður okkar. Það er samt alltaf mikil velta á þeirra leikmannahóp og þeirra liði. Ég held að þeir munu spila svipað og á móti Króatíu þar sem þeir náðu góðum árangri,“ segir Alfreð en Tyrkirnir unnu Króta í síðasta leik. „Við erum ekki búnir að fara mikið yfir þetta allt saman þar sem þetta er fyrsta æfingin sem lið. Við höfum þrjá daga til að undirbúa okkur og sjá hvernig við ætlum að stilla þessu upp.“Alfreð í leik með Augsburg.vísir/gettyKlókir komu degi fyrr Strákarnir okkar æfa við bestu aðstæður á stórkostlegu hóteli á ferðamannastaðnum Antalya en æfingasvæðið sjálft er í hótelgarðinum. Þarna er allt til alls. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég kem hingað en þessi staður er mjög ofarlega á listanum yfir þá staði sem ég hef komið á. Ég vissi ekki að hérna væru svona mikil gæði. Grasið er frábært. Mér finnst alltaf mikilvægast að völlurinn sé góður. Hann er góður hér og hótelið er flott. Við getum ekki kvartað yfir neinu og ég sé mig alveg mæta hingað aftur,“ segir Alfreð sem mætti á sunnudaginn til Tyrklands. „Við kíktum aðeins í golf í gær. Þeir sem voru klókir komu hingað á sunnudaginn þannig við gátum notað mánudagsmorguninn í að sleikja aðeins sólina og fara í golf. Í dag var bara almenn afslöppun og þá gátu menn gert það sem þeir vildu.“ Alfreð, eins og fleiri, átti ekki góðan dag í tapinu gegn Finnlandi í síðustu landsleikjaviku. Hann var svo kominn á bekkinn fyrir Úkraínuleikinn þar sem strákarnir unnu frækinn sigur, 2-0. Telur hann sig þurfa að sanna sig enn og aftur fyrir þjálfarateyminu?Alfreð átti erfiðan dag gegn Finnum.vísir/ernirEkkert að sanna „Ég tel mig ekkert þurfa að sanna fyrir þjálfurunum. Þeir vita hvað ég geri og hvað ég býð upp á. Ég geri það í hverri viku í Þýskalandi. Þar get ég spilað minn leik en eins og alltaf þegar landsliðið kemur saman undirbý ég mig eins og ég sé að fara að spila. Ég kem alltaf til móts við landsliðið með sama markmiði og það er að hafa áhrif hvort sem það er inni á vellinum, koma inn af bekknum eða styðja strákana. Það breytist ekkert,“ segir Alfreð en var áfall að fara á bekkinn núna eftir að hafa þurft að dúsa þar lengi vel á landsliðsferlinum áður en hann vann sér svo inn fast sæti í byrjun síðustu undankeppni? „Auðvitað. Eins og allir aðrir var ég svekktur eftir þennan Finnaleik og er fyrstur til að viðurkenna það að ég, eins og fleiri, áttum ekki okkar besta dag. Ég vildi mjög heitt spila fótboltaleik aftur sem fyrst en þá gerir þjálfarinn breytingar sem hann var í fullum rétti að gera. Ég þurfti bara að bíta í það súra en liðið vann sem var það allra mikilvægasta. Ég kem bara hungraður í þetta verkefni og vil sýna enn og aftur hvar ég á heima,“ segir Alfreð Finnbogason. Allt viðtalið má sjá hér að ofan.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Hannes Þór tæpur fyrir leikinn á móti Tyrklandi? Landsliðsmarkvörðurinn þurfti að yfirgefa æfingu Íslanda í Antalya snemma í dag. 3. október 2017 14:49 Tyrkir verða þjálfaralausir á móti Íslandi Mircea Lucescu stýrir Tyrklandi ekki af hliðarlínunni á móti Íslandi þar sem hann var úrskurðaður í leikbann í gær. 3. október 2017 15:37 Fyndin uppákoma á landsliðsæfingu: Vissu ekki að tyrkneski þjálfarinn væri í banni Broslegt atvik kom upp á æfingu íslenska karlalandsliðsins í Antalya í dag. 3. október 2017 19:30 Jóhann Berg: Lét Gylfa vera í þetta skiptið Gylfi Þór Sigurðsson fékk ekki að heyra það frá Jóhanni Berg eftir tap Everton á móti Burnley um helgina. 3. október 2017 16:24 Aron Einar: Ég mun ekki taka neina áhættu Landsliðsfyrirliðinn ætlar ekki að leggja líkamann að veði á móti Tyrklandi. Hann spilar ef hann er klár í slaginn. 3. október 2017 19:15 Mest lesið Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Annað enskt barn heimsmeistari Sport Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fleiri fréttir Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Sjá meira
Hannes Þór tæpur fyrir leikinn á móti Tyrklandi? Landsliðsmarkvörðurinn þurfti að yfirgefa æfingu Íslanda í Antalya snemma í dag. 3. október 2017 14:49
Tyrkir verða þjálfaralausir á móti Íslandi Mircea Lucescu stýrir Tyrklandi ekki af hliðarlínunni á móti Íslandi þar sem hann var úrskurðaður í leikbann í gær. 3. október 2017 15:37
Fyndin uppákoma á landsliðsæfingu: Vissu ekki að tyrkneski þjálfarinn væri í banni Broslegt atvik kom upp á æfingu íslenska karlalandsliðsins í Antalya í dag. 3. október 2017 19:30
Jóhann Berg: Lét Gylfa vera í þetta skiptið Gylfi Þór Sigurðsson fékk ekki að heyra það frá Jóhanni Berg eftir tap Everton á móti Burnley um helgina. 3. október 2017 16:24
Aron Einar: Ég mun ekki taka neina áhættu Landsliðsfyrirliðinn ætlar ekki að leggja líkamann að veði á móti Tyrklandi. Hann spilar ef hann er klár í slaginn. 3. október 2017 19:15