Spennandi samstarf Bandaríkjanna og Rússa Björn Berg Gunnarsson skrifar 4. október 2017 07:00 Geimhöfn á braut um tunglið er á teikniborði NASA og rússnesku geimvísindastofnunarinnar Roscosmos. Slík aðstaða er sögð forsenda mannaðra geimferða til Mars og víðar auk þess sem framkvæmdir og rannsóknir á tunglinu verða fýsilegri. Vonir eru bundnar við að framkvæmdir geti hafist á fyrri hluta næsta áratugar. Þótt um afar ánægjulegar fréttir sé að ræða vekur tilkynningin um samstarf þessara fornu fjenda óneitanlega upp spurningar. Þrátt fyrir farsælt samstarf ríkjanna í Alþjóðlegu geimstöðinni (ISS) undanfarna áratugi andar köldu milli ríkjanna þessa dagana og geimrannsóknir eru fjarri því í forgangi hjá leiðtogunum Trump og Putin.70% niðurskurður Útgjöld NASA hafa lítið breyst að raunvirði undanfarna þrjá áratugi en sem hlutfall af fjárlögum hafa þau stöðugt lækkað og verða á næsta ári um 0,4% útgjalda ríkisins. Rússar hafa skorið fjárfestingar til Roscosmos niður um tæp 70% frá því fyrir hina miklu lækkun olíuverðs um árið og hafa slegið meiriháttar verkefnum á borð við mannaðar tunglferðir og framkvæmdir á yfirborði tunglsins á frest. Fjárheimildir stofnunarinnar eru í dag einungis 12% af því sem NASA hefur úr að spila en árið 2014 stóð til að koma hlutfallinu fljótlega upp í 50%.Dýrasta geimverkefnið Ekkert hefur verið gefið út varðandi hugsanlegan kostnað við geimhöfnina en ljóst er að um langdýrasta geimverkefni sögunnar verður að ræða. Til samanburðar kostaði Apollo tunglferðaáætlunin á 7. og 8. áratugnum um 15.000 milljarða króna á verðlagi dagsins í dag og ISS örlítið meira. Þrátt fyrir kostnaðinn við ISS er hún einungis 400 km frá jörðu en tunglið tæplega 1.000 sinnum lengra í burtu.Hlutverk einkaaðila Árleg útgjöld allra geimferðastofnana jarðar eru samtals um þriðjungur kostnaðarins við byggingu ISS og því hljótum við að spyrja okkur hver á að borga fyrir hina nýju geimhöfn við tunglið. Með því fyrsta sem NASA og Roscosmos hafa komið sér saman um er að samræma allar tæknilegar útfærslur þannig að fleiri geti komið að verkefninu og nýtt sér stöðina. Hver veit nema einkaaðilar á borð við Elon Musk og SpaceX geti komið að framkvæmdinni en þeim hefur tekist að draga umtalsvert úr kostnaði við minni háttar geimverkefni að undanförnu. Vissulega er ferð til sporbrautar tunglsins af allt annarri stærðargráðu en þjónusta við gervihnetti og geimstöðvar við jörðina en miðað við hversu vel hefur gengið er mikið hagsmunamál að einkaaðilar leiki stórt hlutverk í þessu spennandi samstarfsverkefni Rússa og Bandaríkjamanna.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Mest lesið Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Sjá meira
Geimhöfn á braut um tunglið er á teikniborði NASA og rússnesku geimvísindastofnunarinnar Roscosmos. Slík aðstaða er sögð forsenda mannaðra geimferða til Mars og víðar auk þess sem framkvæmdir og rannsóknir á tunglinu verða fýsilegri. Vonir eru bundnar við að framkvæmdir geti hafist á fyrri hluta næsta áratugar. Þótt um afar ánægjulegar fréttir sé að ræða vekur tilkynningin um samstarf þessara fornu fjenda óneitanlega upp spurningar. Þrátt fyrir farsælt samstarf ríkjanna í Alþjóðlegu geimstöðinni (ISS) undanfarna áratugi andar köldu milli ríkjanna þessa dagana og geimrannsóknir eru fjarri því í forgangi hjá leiðtogunum Trump og Putin.70% niðurskurður Útgjöld NASA hafa lítið breyst að raunvirði undanfarna þrjá áratugi en sem hlutfall af fjárlögum hafa þau stöðugt lækkað og verða á næsta ári um 0,4% útgjalda ríkisins. Rússar hafa skorið fjárfestingar til Roscosmos niður um tæp 70% frá því fyrir hina miklu lækkun olíuverðs um árið og hafa slegið meiriháttar verkefnum á borð við mannaðar tunglferðir og framkvæmdir á yfirborði tunglsins á frest. Fjárheimildir stofnunarinnar eru í dag einungis 12% af því sem NASA hefur úr að spila en árið 2014 stóð til að koma hlutfallinu fljótlega upp í 50%.Dýrasta geimverkefnið Ekkert hefur verið gefið út varðandi hugsanlegan kostnað við geimhöfnina en ljóst er að um langdýrasta geimverkefni sögunnar verður að ræða. Til samanburðar kostaði Apollo tunglferðaáætlunin á 7. og 8. áratugnum um 15.000 milljarða króna á verðlagi dagsins í dag og ISS örlítið meira. Þrátt fyrir kostnaðinn við ISS er hún einungis 400 km frá jörðu en tunglið tæplega 1.000 sinnum lengra í burtu.Hlutverk einkaaðila Árleg útgjöld allra geimferðastofnana jarðar eru samtals um þriðjungur kostnaðarins við byggingu ISS og því hljótum við að spyrja okkur hver á að borga fyrir hina nýju geimhöfn við tunglið. Með því fyrsta sem NASA og Roscosmos hafa komið sér saman um er að samræma allar tæknilegar útfærslur þannig að fleiri geti komið að verkefninu og nýtt sér stöðina. Hver veit nema einkaaðilar á borð við Elon Musk og SpaceX geti komið að framkvæmdinni en þeim hefur tekist að draga umtalsvert úr kostnaði við minni háttar geimverkefni að undanförnu. Vissulega er ferð til sporbrautar tunglsins af allt annarri stærðargráðu en þjónusta við gervihnetti og geimstöðvar við jörðina en miðað við hversu vel hefur gengið er mikið hagsmunamál að einkaaðilar leiki stórt hlutverk í þessu spennandi samstarfsverkefni Rússa og Bandaríkjamanna.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun