Aron Einar: Ég mun ekki taka neina áhættu Tómas Þór Þórðarson í Antalya skrifar 3. október 2017 19:15 Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, er tæpur fyrir leikinn á móti Tyrklandi á föstudaginn. Eins og kom fram fyrr í dag fékk hann bakslag í meiðslin og er alls óvíst hvort hann geti verið með í leiknum. Aron Einar er meiddur í rassvöðva en hann spilaði ekki síðasta leik Cardiff fyrir landsleikjafríið. Hann æfði einn í dag með sjúkraþjálfara en augljóslega er verið að gera allt til að koma fyrirliðanum í stand. „Það er dagamunur á þessu hjá mér. Ég varð fyrir smá áfalli í gær. Ég ætla að prófa þetta aðeins í dag og svo sjáum við til. Ég get hreinlega ekki svarað spurningunni hvort ég spili eða ekki. Þetta er ekki erfið staða en skrítin staða. Ég reyni bara allt sem ég get til að vera klár. Hvort sem það er ein klukkustund í meðhöndlun eða tvær. Það er allt gert til að vera með. Hvort það virki verður að koma í ljós,“ sagði Aron Einar fyrir æfinguna í dag. Aron spilaði meiddur allt Evrópumótið í fyrra en margsinnis hefur hann fórnað sér fyrir íslenska liðið. Hann ætlar ekki að taka neina sénsa núna. „Lífið er ekki einn fótboltaleikur. Maður verður að hugsa aðeins um framtíðina. Ég kem aldrei til með að spila ef ég er tæpur og finn til. Þá er betra að hafa leikmann sem er 100 prósent inn á vellinum. Ég er á fullu spani að koma mér í stand til að vera klár á föstudaginn og ég kem til með að reyna allt,“ sagði Aron. Neil Warnock, stjóri Arons hjá Cardiff, er ekkert hrifinn af því að Aron sé með landsliðinu og hvað þá að hann spili. Er ekkert óþægilegt að vera fastur svona á milli steins og sleggju? „Ég er í rauninni ekkert fastur á milli neins. Það er í gildi þessi FIFA regla sem leyfir landsliðinu að fá leikmenn, meta þá og senda þá frekar til baka ef þess þarf. Það bjargar leikmönnum frá því að vera einhverstaðar í miðjunni. Lokaniðurstaðan er að ég ræð hvort ég tek þessa áhættu eða ekki. Ég mun ekki taka neina áhættu með að spila. Ég þarf að vera klár til að taka 90 mínútur og þannig verður það vonandi,“ sagði Aron Einar Gunnarsson. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Hitinn of mikill fyrir hádegisæfingu hjá strákunum okkar Íslenska landsliðið í fótbolta þurfti að fresta æfingu um sex klukkutíma vegna hitans í Antalya. 3. október 2017 09:00 Gista í túristaparadís og æfa í hótelgarðinum | Myndir Íslenska fótboltalandsliðið hefur það ansi gott í Antalya þar sem það verður fram á annað kvöld. 3. október 2017 09:30 Hannes Þór tæpur fyrir leikinn á móti Tyrklandi? Landsliðsmarkvörðurinn þurfti að yfirgefa æfingu Íslanda í Antalya snemma í dag. 3. október 2017 14:49 Tyrkir verða þjálfaralausir á móti Íslandi Mircea Lucescu stýrir Tyrklandi ekki af hliðarlínunni á móti Íslandi þar sem hann var úrskurðaður í leikbann í gær. 3. október 2017 15:37 Bakslag hjá Aroni Einari Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska fótboltalandsliðsins, er ekki alltof bjartsýnn á að hann geti verið með liðinu í leiknum mikilvæga á móti Tyrkjum í undankeppni HM 2018. 3. október 2017 14:08 Jóhann Berg: Lét Gylfa vera í þetta skiptið Gylfi Þór Sigurðsson fékk ekki að heyra það frá Jóhanni Berg eftir tap Everton á móti Burnley um helgina. 3. október 2017 16:24 Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Kátína í Kenía og kvalir í Köben Sport Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Fleiri fréttir „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, er tæpur fyrir leikinn á móti Tyrklandi á föstudaginn. Eins og kom fram fyrr í dag fékk hann bakslag í meiðslin og er alls óvíst hvort hann geti verið með í leiknum. Aron Einar er meiddur í rassvöðva en hann spilaði ekki síðasta leik Cardiff fyrir landsleikjafríið. Hann æfði einn í dag með sjúkraþjálfara en augljóslega er verið að gera allt til að koma fyrirliðanum í stand. „Það er dagamunur á þessu hjá mér. Ég varð fyrir smá áfalli í gær. Ég ætla að prófa þetta aðeins í dag og svo sjáum við til. Ég get hreinlega ekki svarað spurningunni hvort ég spili eða ekki. Þetta er ekki erfið staða en skrítin staða. Ég reyni bara allt sem ég get til að vera klár. Hvort sem það er ein klukkustund í meðhöndlun eða tvær. Það er allt gert til að vera með. Hvort það virki verður að koma í ljós,“ sagði Aron Einar fyrir æfinguna í dag. Aron spilaði meiddur allt Evrópumótið í fyrra en margsinnis hefur hann fórnað sér fyrir íslenska liðið. Hann ætlar ekki að taka neina sénsa núna. „Lífið er ekki einn fótboltaleikur. Maður verður að hugsa aðeins um framtíðina. Ég kem aldrei til með að spila ef ég er tæpur og finn til. Þá er betra að hafa leikmann sem er 100 prósent inn á vellinum. Ég er á fullu spani að koma mér í stand til að vera klár á föstudaginn og ég kem til með að reyna allt,“ sagði Aron. Neil Warnock, stjóri Arons hjá Cardiff, er ekkert hrifinn af því að Aron sé með landsliðinu og hvað þá að hann spili. Er ekkert óþægilegt að vera fastur svona á milli steins og sleggju? „Ég er í rauninni ekkert fastur á milli neins. Það er í gildi þessi FIFA regla sem leyfir landsliðinu að fá leikmenn, meta þá og senda þá frekar til baka ef þess þarf. Það bjargar leikmönnum frá því að vera einhverstaðar í miðjunni. Lokaniðurstaðan er að ég ræð hvort ég tek þessa áhættu eða ekki. Ég mun ekki taka neina áhættu með að spila. Ég þarf að vera klár til að taka 90 mínútur og þannig verður það vonandi,“ sagði Aron Einar Gunnarsson.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Hitinn of mikill fyrir hádegisæfingu hjá strákunum okkar Íslenska landsliðið í fótbolta þurfti að fresta æfingu um sex klukkutíma vegna hitans í Antalya. 3. október 2017 09:00 Gista í túristaparadís og æfa í hótelgarðinum | Myndir Íslenska fótboltalandsliðið hefur það ansi gott í Antalya þar sem það verður fram á annað kvöld. 3. október 2017 09:30 Hannes Þór tæpur fyrir leikinn á móti Tyrklandi? Landsliðsmarkvörðurinn þurfti að yfirgefa æfingu Íslanda í Antalya snemma í dag. 3. október 2017 14:49 Tyrkir verða þjálfaralausir á móti Íslandi Mircea Lucescu stýrir Tyrklandi ekki af hliðarlínunni á móti Íslandi þar sem hann var úrskurðaður í leikbann í gær. 3. október 2017 15:37 Bakslag hjá Aroni Einari Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska fótboltalandsliðsins, er ekki alltof bjartsýnn á að hann geti verið með liðinu í leiknum mikilvæga á móti Tyrkjum í undankeppni HM 2018. 3. október 2017 14:08 Jóhann Berg: Lét Gylfa vera í þetta skiptið Gylfi Þór Sigurðsson fékk ekki að heyra það frá Jóhanni Berg eftir tap Everton á móti Burnley um helgina. 3. október 2017 16:24 Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Kátína í Kenía og kvalir í Köben Sport Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Fleiri fréttir „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Sjá meira
Hitinn of mikill fyrir hádegisæfingu hjá strákunum okkar Íslenska landsliðið í fótbolta þurfti að fresta æfingu um sex klukkutíma vegna hitans í Antalya. 3. október 2017 09:00
Gista í túristaparadís og æfa í hótelgarðinum | Myndir Íslenska fótboltalandsliðið hefur það ansi gott í Antalya þar sem það verður fram á annað kvöld. 3. október 2017 09:30
Hannes Þór tæpur fyrir leikinn á móti Tyrklandi? Landsliðsmarkvörðurinn þurfti að yfirgefa æfingu Íslanda í Antalya snemma í dag. 3. október 2017 14:49
Tyrkir verða þjálfaralausir á móti Íslandi Mircea Lucescu stýrir Tyrklandi ekki af hliðarlínunni á móti Íslandi þar sem hann var úrskurðaður í leikbann í gær. 3. október 2017 15:37
Bakslag hjá Aroni Einari Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska fótboltalandsliðsins, er ekki alltof bjartsýnn á að hann geti verið með liðinu í leiknum mikilvæga á móti Tyrkjum í undankeppni HM 2018. 3. október 2017 14:08
Jóhann Berg: Lét Gylfa vera í þetta skiptið Gylfi Þór Sigurðsson fékk ekki að heyra það frá Jóhanni Berg eftir tap Everton á móti Burnley um helgina. 3. október 2017 16:24