Jóhann Berg: Lét Gylfa vera í þetta skiptið Tómas Þór Þórðarson í Antalya skrifar 3. október 2017 16:24 Jóhann Berg Guðmundsson, landsliðsmaður í fótbolta, kveðst ekki hafa verið erfiður við Gylfa Þór Sigurðsson, félaga sinn í landsliðinu þegar þeir komu til móts við hvorn annan í Antalya í Tyrklandi þar sem strákarnir okkar eru við æfingar. Gylfi Þór og Jóhann Berg mættust í ensku úrvalsdeildinni um helgina, eða réttara sagt liðin þeirra, Everton og Burnley. Gylfi var í byrjunarliði Everton en Jóhann Berg kom ekki við sögu hjá Burnley sem vann leikinn, 1-0. „Þar sem ég spilaði ekki lét ég Gylfa bara vera. Hefði ég spilað hefði hann ekki fengið frið. Ég var ekki nógu sáttur við að fá ekki að spila. Svona er þetta bara,“ sagði Jóhann Berg sem er annars búinn að koma mikið við sögu hjá Burnley á tímabilinu. „Ég er samt búinn að spila mikið á þessu tímabili en datt út úr liðinu eftir bikarleik þar sem ég spilaði 120 mínútur. Ég er samt fullviss um að ég muni komast aftur í liðið. Ég lét Gylfa samt vera í þetta skiptið,“ sagði Jóhann Berg. Vængmaðurinn öflugi meiddist þrívegis með Burnley á síðustu leiktíð en gerði vel í sumar og vann sér aftur inn traust knattspyrnustjórans Sean Dyche. Hann hefur svo byrjað meira og minna alla leiki liðsins og er að þakka traustið. „Ég held að ég hafi gert það með minni frammistöðu í byrjun þessa tímabils. Auðvitað vildi maður nú vera búinn að skora og gera meira en við erum búnir að spila erfiða útileiki á móti Tottenham, Liverpool og Chelsea og þar var nú ekki mikið um sóknarævintýri hjá okkur þar. Nú er það bara fyrir mig að koma mér aftur í liðið,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Hitinn of mikill fyrir hádegisæfingu hjá strákunum okkar Íslenska landsliðið í fótbolta þurfti að fresta æfingu um sex klukkutíma vegna hitans í Antalya. 3. október 2017 09:00 Gista í túristaparadís og æfa í hótelgarðinum | Myndir Íslenska fótboltalandsliðið hefur það ansi gott í Antalya þar sem það verður fram á annað kvöld. 3. október 2017 09:30 Hannes Þór tæpur fyrir leikinn á móti Tyrklandi? Landsliðsmarkvörðurinn þurfti að yfirgefa æfingu Íslanda í Antalya snemma í dag. 3. október 2017 14:49 Tyrkir verða þjálfaralausir á móti Íslandi Mircea Lucescu stýrir Tyrklandi ekki af hliðarlínunni á móti Íslandi þar sem hann var úrskurðaður í leikbann í gær. 3. október 2017 15:37 Bakslag hjá Aroni Einari Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska fótboltalandsliðsins, er ekki alltof bjartsýnn á að hann geti verið með liðinu í leiknum mikilvæga á móti Tyrkjum í undankeppni HM 2018. 3. október 2017 14:08 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Sjá meira
Jóhann Berg Guðmundsson, landsliðsmaður í fótbolta, kveðst ekki hafa verið erfiður við Gylfa Þór Sigurðsson, félaga sinn í landsliðinu þegar þeir komu til móts við hvorn annan í Antalya í Tyrklandi þar sem strákarnir okkar eru við æfingar. Gylfi Þór og Jóhann Berg mættust í ensku úrvalsdeildinni um helgina, eða réttara sagt liðin þeirra, Everton og Burnley. Gylfi var í byrjunarliði Everton en Jóhann Berg kom ekki við sögu hjá Burnley sem vann leikinn, 1-0. „Þar sem ég spilaði ekki lét ég Gylfa bara vera. Hefði ég spilað hefði hann ekki fengið frið. Ég var ekki nógu sáttur við að fá ekki að spila. Svona er þetta bara,“ sagði Jóhann Berg sem er annars búinn að koma mikið við sögu hjá Burnley á tímabilinu. „Ég er samt búinn að spila mikið á þessu tímabili en datt út úr liðinu eftir bikarleik þar sem ég spilaði 120 mínútur. Ég er samt fullviss um að ég muni komast aftur í liðið. Ég lét Gylfa samt vera í þetta skiptið,“ sagði Jóhann Berg. Vængmaðurinn öflugi meiddist þrívegis með Burnley á síðustu leiktíð en gerði vel í sumar og vann sér aftur inn traust knattspyrnustjórans Sean Dyche. Hann hefur svo byrjað meira og minna alla leiki liðsins og er að þakka traustið. „Ég held að ég hafi gert það með minni frammistöðu í byrjun þessa tímabils. Auðvitað vildi maður nú vera búinn að skora og gera meira en við erum búnir að spila erfiða útileiki á móti Tottenham, Liverpool og Chelsea og þar var nú ekki mikið um sóknarævintýri hjá okkur þar. Nú er það bara fyrir mig að koma mér aftur í liðið,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Hitinn of mikill fyrir hádegisæfingu hjá strákunum okkar Íslenska landsliðið í fótbolta þurfti að fresta æfingu um sex klukkutíma vegna hitans í Antalya. 3. október 2017 09:00 Gista í túristaparadís og æfa í hótelgarðinum | Myndir Íslenska fótboltalandsliðið hefur það ansi gott í Antalya þar sem það verður fram á annað kvöld. 3. október 2017 09:30 Hannes Þór tæpur fyrir leikinn á móti Tyrklandi? Landsliðsmarkvörðurinn þurfti að yfirgefa æfingu Íslanda í Antalya snemma í dag. 3. október 2017 14:49 Tyrkir verða þjálfaralausir á móti Íslandi Mircea Lucescu stýrir Tyrklandi ekki af hliðarlínunni á móti Íslandi þar sem hann var úrskurðaður í leikbann í gær. 3. október 2017 15:37 Bakslag hjá Aroni Einari Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska fótboltalandsliðsins, er ekki alltof bjartsýnn á að hann geti verið með liðinu í leiknum mikilvæga á móti Tyrkjum í undankeppni HM 2018. 3. október 2017 14:08 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Sjá meira
Hitinn of mikill fyrir hádegisæfingu hjá strákunum okkar Íslenska landsliðið í fótbolta þurfti að fresta æfingu um sex klukkutíma vegna hitans í Antalya. 3. október 2017 09:00
Gista í túristaparadís og æfa í hótelgarðinum | Myndir Íslenska fótboltalandsliðið hefur það ansi gott í Antalya þar sem það verður fram á annað kvöld. 3. október 2017 09:30
Hannes Þór tæpur fyrir leikinn á móti Tyrklandi? Landsliðsmarkvörðurinn þurfti að yfirgefa æfingu Íslanda í Antalya snemma í dag. 3. október 2017 14:49
Tyrkir verða þjálfaralausir á móti Íslandi Mircea Lucescu stýrir Tyrklandi ekki af hliðarlínunni á móti Íslandi þar sem hann var úrskurðaður í leikbann í gær. 3. október 2017 15:37
Bakslag hjá Aroni Einari Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska fótboltalandsliðsins, er ekki alltof bjartsýnn á að hann geti verið með liðinu í leiknum mikilvæga á móti Tyrkjum í undankeppni HM 2018. 3. október 2017 14:08