Lýðræðið Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 3. október 2017 07:00 Það er áhyggjuefni að kosningaþátttaka hefur leitað niður á við í kosningum en á sama tíma er vaxandi krafa almennings víða um heim að fá vald til að hafa áhrif á það í hvernig heimi fólk vill búa. Misskipting auðs í heiminum fer vaxandi og óánægja fólks í ólíkum löndum með þá þróun eykst. Alþjóðavæðing og tæknibylting síðasta áratuginn hafa haft margvíslegar en á stundum gjörólíkar afleiðingar á líf almennings. Þessi þróun hefur haft þau áhrif að risavaxin alþjóðafyrirtæki eru smátt og smátt að taka yfir í mjög mörgum geirum. Almenningur upplifir í auknum mæli að ákvarðanir um nærumhverfi þeirra séu teknar í stjórnum stórfyrirtækja án aðkomu almennings eða stjórnvalda á hverjum stað.Vilji almennings Krafa almennings kallaði fram vilja Íslendinga í Icesave sem snerist um að verja efnahagslegt fullveldi lands og þjóðar. Skotar greiddu einnig atkvæði um sjálfstæði fyrir nokkrum árum, Bretar um Brexit og nú eru fréttir um löngun íbúa Katalóníu á Spáni til að segja skoðun sína í atkvæðagreiðslu um sjálfstæði. Alveg óháð því hvort stjórnskipun Spánar leyfi slíka kosningu er afar misráðið af þarlendum stjórnvöldum að reyna allt til að koma í veg fyrir að fólk segi sína meiningu. Það er stjórnmálanna að leysa úr mismunandi niðurstöðu, alveg eins og í tilfelli Skota og Breta og hörmulegt að horfa upp á að stjórnvöld Spánar beiti ofbeldi til að koma í veg fyrir að vilji fólksins nái fram að ganga.Hér heima Nýlegur íbúafundur á Vestfjörðum staðfestir hvernig íbúarnir krefjast þess að hafa bein áhrif á þróun síns nærsamfélags. Innan stjórnmálaflokkanna verður lýðræði grasrótarinnar að ráða för bæði um stefnu og val á frambjóðendum á lista. Við þurfum traustan þingheim og stjórnmálamenn sem eru traustsins verðir. Nýtum réttinn til að kjósa, hvert atkvæði skiptir máli. Það er lýðræði.Höfundur er formaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Sigurður Ingi Jóhannsson Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Það er áhyggjuefni að kosningaþátttaka hefur leitað niður á við í kosningum en á sama tíma er vaxandi krafa almennings víða um heim að fá vald til að hafa áhrif á það í hvernig heimi fólk vill búa. Misskipting auðs í heiminum fer vaxandi og óánægja fólks í ólíkum löndum með þá þróun eykst. Alþjóðavæðing og tæknibylting síðasta áratuginn hafa haft margvíslegar en á stundum gjörólíkar afleiðingar á líf almennings. Þessi þróun hefur haft þau áhrif að risavaxin alþjóðafyrirtæki eru smátt og smátt að taka yfir í mjög mörgum geirum. Almenningur upplifir í auknum mæli að ákvarðanir um nærumhverfi þeirra séu teknar í stjórnum stórfyrirtækja án aðkomu almennings eða stjórnvalda á hverjum stað.Vilji almennings Krafa almennings kallaði fram vilja Íslendinga í Icesave sem snerist um að verja efnahagslegt fullveldi lands og þjóðar. Skotar greiddu einnig atkvæði um sjálfstæði fyrir nokkrum árum, Bretar um Brexit og nú eru fréttir um löngun íbúa Katalóníu á Spáni til að segja skoðun sína í atkvæðagreiðslu um sjálfstæði. Alveg óháð því hvort stjórnskipun Spánar leyfi slíka kosningu er afar misráðið af þarlendum stjórnvöldum að reyna allt til að koma í veg fyrir að fólk segi sína meiningu. Það er stjórnmálanna að leysa úr mismunandi niðurstöðu, alveg eins og í tilfelli Skota og Breta og hörmulegt að horfa upp á að stjórnvöld Spánar beiti ofbeldi til að koma í veg fyrir að vilji fólksins nái fram að ganga.Hér heima Nýlegur íbúafundur á Vestfjörðum staðfestir hvernig íbúarnir krefjast þess að hafa bein áhrif á þróun síns nærsamfélags. Innan stjórnmálaflokkanna verður lýðræði grasrótarinnar að ráða för bæði um stefnu og val á frambjóðendum á lista. Við þurfum traustan þingheim og stjórnmálamenn sem eru traustsins verðir. Nýtum réttinn til að kjósa, hvert atkvæði skiptir máli. Það er lýðræði.Höfundur er formaður Framsóknarflokksins.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun