Árið núll Guðmundur Steingrímsson skrifar 3. október 2017 07:00 Það eru ákveðin rök fyrir því að Íslendingar ættu að hætta að miða tímatal sitt við fæðingu Krists og miða frekar við komu Costco. Við erum þá að upplifa árið núll eftir Costco. (Eða árið eitt, ef menn vilja taka það rifrildi). Í samfélagi fákeppninnar hefur koma Costco valdið ævintýralegum straumhvörfum. Í fyrsta lagi. Ég tók til í búrinu þegar Costco kom. Ég veit að margir aðrir gerðu það líka. Vörurnar þurfa sitt pláss. Costco hefur þannig haft jákvæð áhrif á skipulag heimila og þroskað rýmisgreind. Í öðru lagi. Staða heimilisins varðandi klósettpappír hefur aldrei verið betri. Þetta hefur góð áhrif á heimilislífið. Fólk er rólegra. Í þriðja lagi. Stærð innkaupakarfanna í Costco elur Íslendingum auðmýkt. Þær eru svo stórar að manni finnst maður hafa minnkað. Eins er snjallt að láta stærstu flatskjáina vera það fyrsta sem mætir manni þegar maður kemur inn. Þá er maður endanlega eins og Hobbiti. Það er okkur öllum hollt. Í fjórða lagi. Með Costco kom urmull af nýjum umræðuefnum, sem er kærkomið í fásinninu. Í stað þess að tala um Sigmund Davíð er hægt að tala um það hvað jarðarberin eru rosaleg eða afmæliskökurnar ódýrar eða hvort fólk hafi smakkað túnfiskinn. Í fimmta lagi. Ég hjó eftir því að yfirmaður Costco sagði að verslunin væri að vinna með bændum að því að bæta nautakjötið. Takið eftir þessu: VINNA MEÐ?! Þetta er ótrúlegt. Íslendingar hafa hingað til annaðhvort rifist við bændur eða rifist um bændur. Aldrei unnið með. Þetta er nýtt. Það er spurning hvort það sé ástæða til að prófa þetta líka með banka og tryggingafélög. Nei, ég segi svona. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Skoðun Mest lesið Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir Skoðun
Það eru ákveðin rök fyrir því að Íslendingar ættu að hætta að miða tímatal sitt við fæðingu Krists og miða frekar við komu Costco. Við erum þá að upplifa árið núll eftir Costco. (Eða árið eitt, ef menn vilja taka það rifrildi). Í samfélagi fákeppninnar hefur koma Costco valdið ævintýralegum straumhvörfum. Í fyrsta lagi. Ég tók til í búrinu þegar Costco kom. Ég veit að margir aðrir gerðu það líka. Vörurnar þurfa sitt pláss. Costco hefur þannig haft jákvæð áhrif á skipulag heimila og þroskað rýmisgreind. Í öðru lagi. Staða heimilisins varðandi klósettpappír hefur aldrei verið betri. Þetta hefur góð áhrif á heimilislífið. Fólk er rólegra. Í þriðja lagi. Stærð innkaupakarfanna í Costco elur Íslendingum auðmýkt. Þær eru svo stórar að manni finnst maður hafa minnkað. Eins er snjallt að láta stærstu flatskjáina vera það fyrsta sem mætir manni þegar maður kemur inn. Þá er maður endanlega eins og Hobbiti. Það er okkur öllum hollt. Í fjórða lagi. Með Costco kom urmull af nýjum umræðuefnum, sem er kærkomið í fásinninu. Í stað þess að tala um Sigmund Davíð er hægt að tala um það hvað jarðarberin eru rosaleg eða afmæliskökurnar ódýrar eða hvort fólk hafi smakkað túnfiskinn. Í fimmta lagi. Ég hjó eftir því að yfirmaður Costco sagði að verslunin væri að vinna með bændum að því að bæta nautakjötið. Takið eftir þessu: VINNA MEÐ?! Þetta er ótrúlegt. Íslendingar hafa hingað til annaðhvort rifist við bændur eða rifist um bændur. Aldrei unnið með. Þetta er nýtt. Það er spurning hvort það sé ástæða til að prófa þetta líka með banka og tryggingafélög. Nei, ég segi svona. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun