Að kjósa þenslu Þorbjörn Þórðarson skrifar 2. október 2017 06:00 Hversu stór hluti kjósenda verðlaunar ábyrga hagstjórn og hversu margir kjósendur fara í vegið hagsmunamat á valkostum í aðdraganda kosninga? Nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins lýstu andstöðu við fjárlagafrumvarpið þegar það kom fram fyrr í haust. Þorsteinn Pálsson, einn af helstu áhrifamönnum Viðreisnar, túlkaði andstöðuna þannig í sjónvarpsviðtali á Hringbraut á dögunum að fjárlagafrumvarpið hefði líklega ekki notið meirihlutastuðnings. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafi þannig verið búnir að ákveða að fella fjárlagafrumvarpið og þar með ríkisstjórnarsamstarfið fyrir jól. Þessi greining á stöðu mála er langsótt. Í fyrsta lagi lá ekkert fyrir um andstöðu við fjárlagafrumvarpið nema í viðtölum einstakra þingmanna við fjölmiðla. Í öðru lagi verður að teljast líklegt að frumvarpinu hefði verið breytt í meðförum þingsins ef það stefndi í að það nyti ekki stuðnings meirihlutans. Hins vegar hafa þeir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem lýstu andstöðu við fjárlagafrumvarpið og þeir sem hafa kallað eftir skattalækkunum í núverandi efnahagsárferði í raun lýst því yfir að þeir ætli ekki að standa vörð um þann fjármálastöðugleika sem er nauðsynleg forsenda þess að hægt sé að hafa íslenska krónu sem gjaldmiðil í hagkerfi sem er laust úr viðjum fjármagnshafta. Í raun var fjárlagafrumvarpið besta þingmálið sem fráfarandi ríkisstjórn lagði fram á stuttum starfstíma sínum. Frumvarpið hljóðar upp á 44 milljarða króna afgang og var í samræmi við athugasemdir og tilmæli Seðlabanka Íslands og alþjóðlegra stofnana eins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD. Hagvöxtur hér á landi var 7,2 prósent í fyrra sem er meiri hagvöxtur en í nokkru öðru OECD-ríki. Hagvöxturinn var 4,3 prósent á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Það hefði verið glórulaus hagstjórn og fullkomlega ábyrgðarlaust að lækka skatta við þessar aðstæður enda hefði slík aðgerð ýtt enn frekar undir þenslu í hagkerfinu. Margir flokkanna sem bjóða fram hafa boðað stóraukin ríkisútgjöld. Aukin útgjöld ríkisins ýta undir þenslu og verðbólgu. Nýleg löggjöf um opinber fjármál mun girða fyrir að flokkarnir sem verða í næstu ríkisstjórn geti hagað ríkisfjármálastefnunni eftir hentisemi og virt að vettugi leiðarvísa ábyrgrar hagstjórnar. Engu að síður er ástæða til að hafa áhyggjur. Málamiðlanir til að tryggja starfhæfa ríkisstjórn í fjölflokkakerfinu gætu reynst kostnaðarsamar fyrir skattgreiðendur og sett efnahagslegan stöðugleika í uppnám. Fylgisþróun flokkanna í skoðanakönnunum veitir vísbendingar um að ríkisfjármálastefnan sé ekki ofarlega í hugum kjósenda. Óháð stuðningi við einstaka flokka er mikilvægt að kjósendur geri sér grein fyrir að atkvæði með auknum ríkisútgjöldum mun til lengri tíma ýta undir óstöðugleika í hagkerfinu hér á landi og veikja þá vinnu sem ráðist hefur verið í á undanförnum árum til að styrkja umgjörð peningastefnunnar. Án ábyrgrar stefnu í ríkisfjármálum verður aldrei hægt að treysta stoðir velferðarkerfisins til langframa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Hversu stór hluti kjósenda verðlaunar ábyrga hagstjórn og hversu margir kjósendur fara í vegið hagsmunamat á valkostum í aðdraganda kosninga? Nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins lýstu andstöðu við fjárlagafrumvarpið þegar það kom fram fyrr í haust. Þorsteinn Pálsson, einn af helstu áhrifamönnum Viðreisnar, túlkaði andstöðuna þannig í sjónvarpsviðtali á Hringbraut á dögunum að fjárlagafrumvarpið hefði líklega ekki notið meirihlutastuðnings. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafi þannig verið búnir að ákveða að fella fjárlagafrumvarpið og þar með ríkisstjórnarsamstarfið fyrir jól. Þessi greining á stöðu mála er langsótt. Í fyrsta lagi lá ekkert fyrir um andstöðu við fjárlagafrumvarpið nema í viðtölum einstakra þingmanna við fjölmiðla. Í öðru lagi verður að teljast líklegt að frumvarpinu hefði verið breytt í meðförum þingsins ef það stefndi í að það nyti ekki stuðnings meirihlutans. Hins vegar hafa þeir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem lýstu andstöðu við fjárlagafrumvarpið og þeir sem hafa kallað eftir skattalækkunum í núverandi efnahagsárferði í raun lýst því yfir að þeir ætli ekki að standa vörð um þann fjármálastöðugleika sem er nauðsynleg forsenda þess að hægt sé að hafa íslenska krónu sem gjaldmiðil í hagkerfi sem er laust úr viðjum fjármagnshafta. Í raun var fjárlagafrumvarpið besta þingmálið sem fráfarandi ríkisstjórn lagði fram á stuttum starfstíma sínum. Frumvarpið hljóðar upp á 44 milljarða króna afgang og var í samræmi við athugasemdir og tilmæli Seðlabanka Íslands og alþjóðlegra stofnana eins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD. Hagvöxtur hér á landi var 7,2 prósent í fyrra sem er meiri hagvöxtur en í nokkru öðru OECD-ríki. Hagvöxturinn var 4,3 prósent á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Það hefði verið glórulaus hagstjórn og fullkomlega ábyrgðarlaust að lækka skatta við þessar aðstæður enda hefði slík aðgerð ýtt enn frekar undir þenslu í hagkerfinu. Margir flokkanna sem bjóða fram hafa boðað stóraukin ríkisútgjöld. Aukin útgjöld ríkisins ýta undir þenslu og verðbólgu. Nýleg löggjöf um opinber fjármál mun girða fyrir að flokkarnir sem verða í næstu ríkisstjórn geti hagað ríkisfjármálastefnunni eftir hentisemi og virt að vettugi leiðarvísa ábyrgrar hagstjórnar. Engu að síður er ástæða til að hafa áhyggjur. Málamiðlanir til að tryggja starfhæfa ríkisstjórn í fjölflokkakerfinu gætu reynst kostnaðarsamar fyrir skattgreiðendur og sett efnahagslegan stöðugleika í uppnám. Fylgisþróun flokkanna í skoðanakönnunum veitir vísbendingar um að ríkisfjármálastefnan sé ekki ofarlega í hugum kjósenda. Óháð stuðningi við einstaka flokka er mikilvægt að kjósendur geri sér grein fyrir að atkvæði með auknum ríkisútgjöldum mun til lengri tíma ýta undir óstöðugleika í hagkerfinu hér á landi og veikja þá vinnu sem ráðist hefur verið í á undanförnum árum til að styrkja umgjörð peningastefnunnar. Án ábyrgrar stefnu í ríkisfjármálum verður aldrei hægt að treysta stoðir velferðarkerfisins til langframa.
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun