Kelly kom Trump til varnar: „Fyrsta ráðlegging mín var að hringja ekki“ Samúel Karl Ólason skrifar 19. október 2017 22:30 John Kelly, starfsmannastjóri Hvíta hússins. Vísir/AFP Fyrrverandi hershöfðinginn og núverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, John Kelly, kom Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, til varnar í kvöld. Forsetinn hefur verið harðlega gagnrýndur undanfarna daga fyrir að draga fallna hermenn inn í stjórnmál Bandaríkjanna segja ósatt um samskipti annarra forseta við fjölskyldur fallna hermanna.Frederica S. Wilson, þingkona Demókrataflokksins, sem heyrði símtal Trump við ekkju hermannsins La David T. Johnson, sagði Trump hafa sýnt ónærgætni með því að meðal annars segja að Johnson hefði vitað „hvað hann skráði sig í“. Hún sagði einnig að Trump hefði ekki vitað hvað hermaðurinn hét og hann hefði grætt Myeshia Johson, ekkju hans.Sjá einnig: Harðlega gagnrýndur fyrir að draga fallna hermenn inn í stjórnmálinTrump hafði þvertekið fyrir að hafa sagt það sem Wilson sakaði hann um að segja. Hann sagði frásögn Wilson vera lygi og að hann gæti sannað það. Kelly, sem var með Trump þegar hann hringdi í ekkjuna, virðist þó hafa staðfest að Trump hafi verið að ljúga þegar hann sakaði Wilson um lygar. „Hann vissi hvað hann var að koma sér út í því hann skráði sig í herinn. Það er engin ástæða til að skrá sig í herinn. Hann skráði sig og hann var þar sem hann vildi vera og með fólkinu sem hann vildi vera með þegar hann féll,“ sagði Kelly að hefðu verið skilaboðin sem Trump hafi viljað og reynt að koma á framfæri við ekkjuna. Kelly sagði einnig að þingkonan, Wilson, hefði verið „eigingjörn“ þegar hún sagði fjölmiðlum frá símtalinu.Símtalið umrædda var á hátalara í limmósínu þar sem fjölskylda Johnson var á leið til flugvallar í Flórída að taka á móti líki hans. Johnson dó í umsátri vígamanna í Níger þann fjórða október. Wilson var með fjölskyldunni í bílnum, þar sem hún er vinur fjölskyldunnar og hún kynntist Johnson í gegnum starf sitt í þágu þeldökkra unglinga í erfiðleikum í Miami á árum áður. Hún ræddi við Politico í kvöld og sagði að hann væri eingöngu að reyna að halda starfi sínu. „Hann myndi segja hvað sem er. Það voru fleiri sem heyrðu það sem ég sagði,“ sagði Wilson.Sjá einnig: Móðir fallins hermanns segir Trump hafa vanvirt hannKelly sagði einnig að hann hefði ráðlagt Trump að hringja ekki í fjölskylduna. „Fyrsta ráðlegging mín var að hringja ekki. Því þetta er ekki símtal sem foreldrar og fjölskyldumeðlimir hlakka til að fá.“ Hann sagaði að forsetinn gæti ekkert sagt til að létta byrði þessa fólks. Kelly þekkir það af eigin reynslu en sonur hans dó þegar hann steig á jarðsprengju í Afganistan árið 2010. Trump vakti athygli á því á dögunum þegar hann var að verja ummæli sín um fyrri forseta. Hann sagði að Obama hefði ekki hringt í Kelly og staðfesti hershöfðinginn fyrrverandi það. Hann sagðist þó ekki bera kala til Obama fyrir það. Obama bauð Kelly og eiginkonu hans svo til morgunverðar nokkrum mánuðum síðar ásamt fjölskyldumeðlimum annarra hermanna sem höfðu látið lífið. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Móðir fallins hermanns segir Trump hafa vanvirt hann „Hann mundi ekki einu sinni hvað hann hét.“ 18. október 2017 20:00 Trump við ekkju fallins hermanns: "Hann vissi hvað hann skráði sig í“ "Allir vita að þegar þú ferð í stríð að þá er möguleiki á að þú komir ekki heim á lífi. Þú minnir hins vegar ekki syrgjandi ekkju á það. Það er svo tillitslaust,“ segir þingkona demókrata sem heyrði orð Bandaríkjaforseta til ekkjunnar. 18. október 2017 11:25 Trump bauð syrgjandi föður fé Það var ekki fyrr en fjölmiðlar spurðu Hvíta húsið hvað hafi orðið um féð sem ávísunin var send á föður fallins hermanns. 19. október 2017 11:27 Harðlega gagnrýndur fyrir að draga fallna hermenn inn í stjórnmálin Donald Trump hélt því fram í gær að hann, einn forseta, hringdi í fjölskyldur allra bandarískra hermanna sem hafa fallið í bardögum. 17. október 2017 23:45 Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira
Fyrrverandi hershöfðinginn og núverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, John Kelly, kom Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, til varnar í kvöld. Forsetinn hefur verið harðlega gagnrýndur undanfarna daga fyrir að draga fallna hermenn inn í stjórnmál Bandaríkjanna segja ósatt um samskipti annarra forseta við fjölskyldur fallna hermanna.Frederica S. Wilson, þingkona Demókrataflokksins, sem heyrði símtal Trump við ekkju hermannsins La David T. Johnson, sagði Trump hafa sýnt ónærgætni með því að meðal annars segja að Johnson hefði vitað „hvað hann skráði sig í“. Hún sagði einnig að Trump hefði ekki vitað hvað hermaðurinn hét og hann hefði grætt Myeshia Johson, ekkju hans.Sjá einnig: Harðlega gagnrýndur fyrir að draga fallna hermenn inn í stjórnmálinTrump hafði þvertekið fyrir að hafa sagt það sem Wilson sakaði hann um að segja. Hann sagði frásögn Wilson vera lygi og að hann gæti sannað það. Kelly, sem var með Trump þegar hann hringdi í ekkjuna, virðist þó hafa staðfest að Trump hafi verið að ljúga þegar hann sakaði Wilson um lygar. „Hann vissi hvað hann var að koma sér út í því hann skráði sig í herinn. Það er engin ástæða til að skrá sig í herinn. Hann skráði sig og hann var þar sem hann vildi vera og með fólkinu sem hann vildi vera með þegar hann féll,“ sagði Kelly að hefðu verið skilaboðin sem Trump hafi viljað og reynt að koma á framfæri við ekkjuna. Kelly sagði einnig að þingkonan, Wilson, hefði verið „eigingjörn“ þegar hún sagði fjölmiðlum frá símtalinu.Símtalið umrædda var á hátalara í limmósínu þar sem fjölskylda Johnson var á leið til flugvallar í Flórída að taka á móti líki hans. Johnson dó í umsátri vígamanna í Níger þann fjórða október. Wilson var með fjölskyldunni í bílnum, þar sem hún er vinur fjölskyldunnar og hún kynntist Johnson í gegnum starf sitt í þágu þeldökkra unglinga í erfiðleikum í Miami á árum áður. Hún ræddi við Politico í kvöld og sagði að hann væri eingöngu að reyna að halda starfi sínu. „Hann myndi segja hvað sem er. Það voru fleiri sem heyrðu það sem ég sagði,“ sagði Wilson.Sjá einnig: Móðir fallins hermanns segir Trump hafa vanvirt hannKelly sagði einnig að hann hefði ráðlagt Trump að hringja ekki í fjölskylduna. „Fyrsta ráðlegging mín var að hringja ekki. Því þetta er ekki símtal sem foreldrar og fjölskyldumeðlimir hlakka til að fá.“ Hann sagaði að forsetinn gæti ekkert sagt til að létta byrði þessa fólks. Kelly þekkir það af eigin reynslu en sonur hans dó þegar hann steig á jarðsprengju í Afganistan árið 2010. Trump vakti athygli á því á dögunum þegar hann var að verja ummæli sín um fyrri forseta. Hann sagði að Obama hefði ekki hringt í Kelly og staðfesti hershöfðinginn fyrrverandi það. Hann sagðist þó ekki bera kala til Obama fyrir það. Obama bauð Kelly og eiginkonu hans svo til morgunverðar nokkrum mánuðum síðar ásamt fjölskyldumeðlimum annarra hermanna sem höfðu látið lífið.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Móðir fallins hermanns segir Trump hafa vanvirt hann „Hann mundi ekki einu sinni hvað hann hét.“ 18. október 2017 20:00 Trump við ekkju fallins hermanns: "Hann vissi hvað hann skráði sig í“ "Allir vita að þegar þú ferð í stríð að þá er möguleiki á að þú komir ekki heim á lífi. Þú minnir hins vegar ekki syrgjandi ekkju á það. Það er svo tillitslaust,“ segir þingkona demókrata sem heyrði orð Bandaríkjaforseta til ekkjunnar. 18. október 2017 11:25 Trump bauð syrgjandi föður fé Það var ekki fyrr en fjölmiðlar spurðu Hvíta húsið hvað hafi orðið um féð sem ávísunin var send á föður fallins hermanns. 19. október 2017 11:27 Harðlega gagnrýndur fyrir að draga fallna hermenn inn í stjórnmálin Donald Trump hélt því fram í gær að hann, einn forseta, hringdi í fjölskyldur allra bandarískra hermanna sem hafa fallið í bardögum. 17. október 2017 23:45 Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira
Móðir fallins hermanns segir Trump hafa vanvirt hann „Hann mundi ekki einu sinni hvað hann hét.“ 18. október 2017 20:00
Trump við ekkju fallins hermanns: "Hann vissi hvað hann skráði sig í“ "Allir vita að þegar þú ferð í stríð að þá er möguleiki á að þú komir ekki heim á lífi. Þú minnir hins vegar ekki syrgjandi ekkju á það. Það er svo tillitslaust,“ segir þingkona demókrata sem heyrði orð Bandaríkjaforseta til ekkjunnar. 18. október 2017 11:25
Trump bauð syrgjandi föður fé Það var ekki fyrr en fjölmiðlar spurðu Hvíta húsið hvað hafi orðið um féð sem ávísunin var send á föður fallins hermanns. 19. október 2017 11:27
Harðlega gagnrýndur fyrir að draga fallna hermenn inn í stjórnmálin Donald Trump hélt því fram í gær að hann, einn forseta, hringdi í fjölskyldur allra bandarískra hermanna sem hafa fallið í bardögum. 17. október 2017 23:45