Hagnaður í útgerð sýnd en ekki gefin veiði að mati SFS Heimir Már Pétursson skrifar 19. október 2017 19:45 Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir útgerðina ekki standa undir hærri veiðigjöldum eins og margir boði nú fyrir kosningar. Þótt útgerðin hafi skilaði methagnaði á síðasta ári segi það ekki alla söguna og fjölmörg útgerðarfyrirtæki muni ekki þola milljarða hækkun veiðigjalds á þessu ári. Þegar helstu kennitölur sjávarútvegsins fyrir síðasta ár eru skoðaðar lítur út á yfirborðinu alla vega að staðan í sjávarútvegi sé mjög góð. Skuldir hafa verið greiddar niður, það er verið að fjárfesta og hagnaður virðist vera mikill.Heildarhagnaður í sjávarútvegi í fyrra var 55 milljarðar króna en hann kemur alls ekki allur frá rekstri útgerðanna. Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir það ekki segja alla söguna að horfa einungis á heildarhagnaðinn sem vissulega hafi verið mikill árið 2016. „En stór hluti þess hagnaðar, 29 milljarðar af 55, eru einskiptis aðgerðir. Gengishagnaður, leiðrétting lána, söluhagnaður fasteigna. Þannig að ef maður skoðar þetta leiðrétt fyrir því og lítur bara á hagnað af rekstri þá hefur hann ekki verið svona lítill frá árinu 2010, segir Heiðrún Lind. Frá hruni hefur sjávarútvegurinn náð að greiða niður skuldir upp á 175 milljarða og eru þær 319 milljarðar í dag. Svigrúm hefur síðan verið notað til fjárfestinga, sem setið hafði á hakanum í langan tíma.Þrátt fyrir methagnað hafa tekjur dregist saman Heiðrún Lind segir tekjur hafa dregist saman um 22 prósent að loknum vaxtagreiðslum, afskriftum, sköttum og gjöldum. Heildartekjur hafi dregist saman um 10 prósent á síðasta ári og útlit fyrir áframhald á því á þessu ári. Þetta geti aukið enn frekar á samþjöppun í sjávarútvegi. Þá segi áðurnefndar tölur ekki alla söguna. „Það eru eitt þúsund aðilar sem greiða veiðigjald. Sjávarútvegsfyrirtæki eru misjöfn eins og þau eru mörg og við sjáum það alveg að það er ægi misjöfn staða á milli fyrirtækja,“ segir Heiðrún Lind.Miklar flokkspólitískar deilur hafa staðið árum saman um veiðigjald útgerðanna, sem var um 6.4 milljarðar á síðasta ári. Margir stjórnmálaflokkar telja mögulegt að hækka tekjur af því verulega. Heiðrún Lind segir slíkar fullyrðingar valda vonbrigðum í aðdraganda kosninga. Í dag greiði sjávarútveginn á bilinu 36 til 38 prósent af hagnaði í tekjuskatt og veiðigjald á meðan önnur fyrirtæki greiði 20 prósent í tekjuskatt. „Mér er það til efs að fyrirtæki almennt geti greitt í raun tvöfaldan tekjuskatt til langs tíma. En árið 2016 voru veiðigjöldin 6,4 milljarðar. Að óbreyttu er gert ráð fyrir að veiðigjöld verði yfir 11 milljarðar árið 2017. Miðað við stöðu fjölda fyrirtækja hef ég miklar efasemdir um að menn geti staðið undir þeirri gjaldtöku,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir. Sjávarútvegur Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir útgerðina ekki standa undir hærri veiðigjöldum eins og margir boði nú fyrir kosningar. Þótt útgerðin hafi skilaði methagnaði á síðasta ári segi það ekki alla söguna og fjölmörg útgerðarfyrirtæki muni ekki þola milljarða hækkun veiðigjalds á þessu ári. Þegar helstu kennitölur sjávarútvegsins fyrir síðasta ár eru skoðaðar lítur út á yfirborðinu alla vega að staðan í sjávarútvegi sé mjög góð. Skuldir hafa verið greiddar niður, það er verið að fjárfesta og hagnaður virðist vera mikill.Heildarhagnaður í sjávarútvegi í fyrra var 55 milljarðar króna en hann kemur alls ekki allur frá rekstri útgerðanna. Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir það ekki segja alla söguna að horfa einungis á heildarhagnaðinn sem vissulega hafi verið mikill árið 2016. „En stór hluti þess hagnaðar, 29 milljarðar af 55, eru einskiptis aðgerðir. Gengishagnaður, leiðrétting lána, söluhagnaður fasteigna. Þannig að ef maður skoðar þetta leiðrétt fyrir því og lítur bara á hagnað af rekstri þá hefur hann ekki verið svona lítill frá árinu 2010, segir Heiðrún Lind. Frá hruni hefur sjávarútvegurinn náð að greiða niður skuldir upp á 175 milljarða og eru þær 319 milljarðar í dag. Svigrúm hefur síðan verið notað til fjárfestinga, sem setið hafði á hakanum í langan tíma.Þrátt fyrir methagnað hafa tekjur dregist saman Heiðrún Lind segir tekjur hafa dregist saman um 22 prósent að loknum vaxtagreiðslum, afskriftum, sköttum og gjöldum. Heildartekjur hafi dregist saman um 10 prósent á síðasta ári og útlit fyrir áframhald á því á þessu ári. Þetta geti aukið enn frekar á samþjöppun í sjávarútvegi. Þá segi áðurnefndar tölur ekki alla söguna. „Það eru eitt þúsund aðilar sem greiða veiðigjald. Sjávarútvegsfyrirtæki eru misjöfn eins og þau eru mörg og við sjáum það alveg að það er ægi misjöfn staða á milli fyrirtækja,“ segir Heiðrún Lind.Miklar flokkspólitískar deilur hafa staðið árum saman um veiðigjald útgerðanna, sem var um 6.4 milljarðar á síðasta ári. Margir stjórnmálaflokkar telja mögulegt að hækka tekjur af því verulega. Heiðrún Lind segir slíkar fullyrðingar valda vonbrigðum í aðdraganda kosninga. Í dag greiði sjávarútveginn á bilinu 36 til 38 prósent af hagnaði í tekjuskatt og veiðigjald á meðan önnur fyrirtæki greiði 20 prósent í tekjuskatt. „Mér er það til efs að fyrirtæki almennt geti greitt í raun tvöfaldan tekjuskatt til langs tíma. En árið 2016 voru veiðigjöldin 6,4 milljarðar. Að óbreyttu er gert ráð fyrir að veiðigjöld verði yfir 11 milljarðar árið 2017. Miðað við stöðu fjölda fyrirtækja hef ég miklar efasemdir um að menn geti staðið undir þeirri gjaldtöku,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir.
Sjávarútvegur Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Sjá meira