#Églíka Kristbjörg Þórisdóttir skrifar 19. október 2017 14:00 Stór hópur kvenna hefur stigið fram undanfarna daga undir myllumerkinu #MeToo og greint frá áreitni eða kynferðisofbeldi. Þessi bylting varð í kjölfar þess að frægar leikkonur greindu frá kynferðislegri áreitni og ofbeldi af hálfu frægs kvikmyndaframleiðanda. Hér á landi féll ríkisstjórnin í kjölfar þess að faðir forsætisráðherra skrifaði undir meðmæli dæmds kynferðisbrotamanns vegna umsóknar um uppreista æru. Það er ljóst að ofbeldismál hafa sjaldan verið fyrirferðarmeiri í samfélaginu.Framsókn gegn ofbeldi Eygló Harðardóttir, þáverandi félagsmálaráðherra, lét sig þessi mál miklu varða. Í hennar tíð var unnin framkvæmdaáætlun gegn ofbeldi, opnuð miðstöð fyrir þolendur ofbeldis (Bjarkarhlíð) og ráðið í nýjar stöður sálfræðinga við stærstu sjúkrahúsin til þess að veita þolendum ofbeldis meðferð. Barnahús var eflt til að sinna fötluðum börnum sem hafa orðið fyrir ofbeldi sem og börnum sem hafa orðið fyrir alvarlegu líkamlegu ofbeldi. Einnig voru settir auknir fjármunir til félagasamtaka sem sinna þessum erfiðu og viðkvæmu verkefnum.Framúrskarandi verkefni Nýlega hlaut samstarfsverkefni lögreglunnar og sveitarfélaganna þar sem ráðist var í átak gegn heimilisofbeldi viðurkenningu hjá Efnahags- og framfarastofnun Evrópu (OECD) sem framúrskarandi nýsköpunarverkefni. Mikilvægt er að efla slík verkefni.Næstu skrefÁfram þarf að vinna af fullum krafti í þessum málum. Við í Framsókn leggjum áherslu á þessi atriði:Vinna að forvörnum og fræðslu til að fyrirbyggja ofbeldi. Byrja strax í grunnskóla að fræða um viðeigandi hegðun.Skima fyrir ofbeldi og þjálfa starfsfólk í að spyrja út í ofbeldi og tilkynna til barnaverndarnefnda.Veita gerendum viðeigandi meðferð og þjónustu og efla sálfræðiþjónustu innan Fangelsismálastofnunar.Auka mönnun við sálfræðiþjónustu Landspítalans þar sem veitt er sérhæfð meðferð við áfallastreituröskun vegna nýrra og eldri áfalla.Tryggja að þjónustan standi til boða í öllum heilbrigðisumdæmum og veita þolendum styrk sem þurfa að ferðast til að hljóta meðferð.Efla önnur félagasamtök og aðila sem koma að úrræðum fyrir þolendur ofbeldis og niðurgreiða þjónustu sálfræðinga.Veita auknu fjármagni til lögreglu vegna rannsóknar ofbeldismála og efla dómskerfið til að flýta megi málum þar.Lögfesta rétt til neyðarathvarfs fyrir þolendur ofbeldis í nánum samböndum og mansals í takt við nýleg norsk lög.Huga sérstaklega að því að vinna gegn ofbeldi gagnvart fötluðu fólki. Við viljum vinna að þessum málum á næsta kjörtímabili. Til þess þurfum við þinn stuðning. X-B! Höfundur er sálfræðingur, skipar 2. sætið fyrir Framsókn í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Stór hópur kvenna hefur stigið fram undanfarna daga undir myllumerkinu #MeToo og greint frá áreitni eða kynferðisofbeldi. Þessi bylting varð í kjölfar þess að frægar leikkonur greindu frá kynferðislegri áreitni og ofbeldi af hálfu frægs kvikmyndaframleiðanda. Hér á landi féll ríkisstjórnin í kjölfar þess að faðir forsætisráðherra skrifaði undir meðmæli dæmds kynferðisbrotamanns vegna umsóknar um uppreista æru. Það er ljóst að ofbeldismál hafa sjaldan verið fyrirferðarmeiri í samfélaginu.Framsókn gegn ofbeldi Eygló Harðardóttir, þáverandi félagsmálaráðherra, lét sig þessi mál miklu varða. Í hennar tíð var unnin framkvæmdaáætlun gegn ofbeldi, opnuð miðstöð fyrir þolendur ofbeldis (Bjarkarhlíð) og ráðið í nýjar stöður sálfræðinga við stærstu sjúkrahúsin til þess að veita þolendum ofbeldis meðferð. Barnahús var eflt til að sinna fötluðum börnum sem hafa orðið fyrir ofbeldi sem og börnum sem hafa orðið fyrir alvarlegu líkamlegu ofbeldi. Einnig voru settir auknir fjármunir til félagasamtaka sem sinna þessum erfiðu og viðkvæmu verkefnum.Framúrskarandi verkefni Nýlega hlaut samstarfsverkefni lögreglunnar og sveitarfélaganna þar sem ráðist var í átak gegn heimilisofbeldi viðurkenningu hjá Efnahags- og framfarastofnun Evrópu (OECD) sem framúrskarandi nýsköpunarverkefni. Mikilvægt er að efla slík verkefni.Næstu skrefÁfram þarf að vinna af fullum krafti í þessum málum. Við í Framsókn leggjum áherslu á þessi atriði:Vinna að forvörnum og fræðslu til að fyrirbyggja ofbeldi. Byrja strax í grunnskóla að fræða um viðeigandi hegðun.Skima fyrir ofbeldi og þjálfa starfsfólk í að spyrja út í ofbeldi og tilkynna til barnaverndarnefnda.Veita gerendum viðeigandi meðferð og þjónustu og efla sálfræðiþjónustu innan Fangelsismálastofnunar.Auka mönnun við sálfræðiþjónustu Landspítalans þar sem veitt er sérhæfð meðferð við áfallastreituröskun vegna nýrra og eldri áfalla.Tryggja að þjónustan standi til boða í öllum heilbrigðisumdæmum og veita þolendum styrk sem þurfa að ferðast til að hljóta meðferð.Efla önnur félagasamtök og aðila sem koma að úrræðum fyrir þolendur ofbeldis og niðurgreiða þjónustu sálfræðinga.Veita auknu fjármagni til lögreglu vegna rannsóknar ofbeldismála og efla dómskerfið til að flýta megi málum þar.Lögfesta rétt til neyðarathvarfs fyrir þolendur ofbeldis í nánum samböndum og mansals í takt við nýleg norsk lög.Huga sérstaklega að því að vinna gegn ofbeldi gagnvart fötluðu fólki. Við viljum vinna að þessum málum á næsta kjörtímabili. Til þess þurfum við þinn stuðning. X-B! Höfundur er sálfræðingur, skipar 2. sætið fyrir Framsókn í Suðvesturkjördæmi.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun