Geðsjúkdómar spyrja ekki um aldur Sólveig Bjarney Daníelsdóttir skrifar 19. október 2017 13:30 Geðsjúkdómar eru sjúkdómar sem fólk á öllum aldri á ekki að þurfa að fela eða skammast sín fyrir. Þetta á einnig við um aldraða en stór hópur í samfélagi landsins fellur undir þann flokk. Samkvæmt opinberri skilgreiningu eru aldraðir þeir sem eru 67 ára og eldri. Þessi aldursflokkur getur greinst með geðsjúkdóm líkt og fólk á öllum aldri, þeir geta jafnvel verið öldruðum lífshættulegir en þá er líka hægt að lækna. Þunglyndi er ein algengasta tegund geðsjúkdóma sem hrjá aldraða í dag. Margir þættir hafa þar áhrif eins og t.d. skert vitræn geta, vefrænir sjúkdómar o.fl. Flestir eru sammála því að bæta þurfi þjónustu og úrræði fyrir þessa einstaklinga. Má þar helst nefna vöntun á fleiri öldrunargeðrýmum og skort á heilsugæsluþjónustu fyrir aldraða einstaklinga með geðkvilla. Hægt er að bæta þjónustu og tryggja geðheilbrigði þessa hóps. Stefna Miðflokksins í heilbrigðismálum er margþætt og markmið okkar er að byggja upp og reka hér á landi framúrskarandi heilbrigðiskerfi. Einn þátturinn er að auka vægi heilsugæslunnar á landsvísu fyrir einstaklinga á öllum aldri sem þjást af andlegum og/eða líkamlegum vandamálum og greina fyrr þörf þeirra sem þurfa á heimahjúkrun að halda. Að sama skapi er brýnt að byggja fleiri hjúkrunarheimili sem hafa það að markmiði að koma til móts við heildar þarfir þjónustuþega.Höfundur starfar sem hjúkrunardeildarstjóri á geðsviði Landspítalans. Menntuð sem hjúkrunarfræðingur með meistarapróf í mannauðsstjórnun og skipar 3. sæti á lista Miðflokksins í kosningum til Alþingis 28. október 2017. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Geðsjúkdómar eru sjúkdómar sem fólk á öllum aldri á ekki að þurfa að fela eða skammast sín fyrir. Þetta á einnig við um aldraða en stór hópur í samfélagi landsins fellur undir þann flokk. Samkvæmt opinberri skilgreiningu eru aldraðir þeir sem eru 67 ára og eldri. Þessi aldursflokkur getur greinst með geðsjúkdóm líkt og fólk á öllum aldri, þeir geta jafnvel verið öldruðum lífshættulegir en þá er líka hægt að lækna. Þunglyndi er ein algengasta tegund geðsjúkdóma sem hrjá aldraða í dag. Margir þættir hafa þar áhrif eins og t.d. skert vitræn geta, vefrænir sjúkdómar o.fl. Flestir eru sammála því að bæta þurfi þjónustu og úrræði fyrir þessa einstaklinga. Má þar helst nefna vöntun á fleiri öldrunargeðrýmum og skort á heilsugæsluþjónustu fyrir aldraða einstaklinga með geðkvilla. Hægt er að bæta þjónustu og tryggja geðheilbrigði þessa hóps. Stefna Miðflokksins í heilbrigðismálum er margþætt og markmið okkar er að byggja upp og reka hér á landi framúrskarandi heilbrigðiskerfi. Einn þátturinn er að auka vægi heilsugæslunnar á landsvísu fyrir einstaklinga á öllum aldri sem þjást af andlegum og/eða líkamlegum vandamálum og greina fyrr þörf þeirra sem þurfa á heimahjúkrun að halda. Að sama skapi er brýnt að byggja fleiri hjúkrunarheimili sem hafa það að markmiði að koma til móts við heildar þarfir þjónustuþega.Höfundur starfar sem hjúkrunardeildarstjóri á geðsviði Landspítalans. Menntuð sem hjúkrunarfræðingur með meistarapróf í mannauðsstjórnun og skipar 3. sæti á lista Miðflokksins í kosningum til Alþingis 28. október 2017.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar