Starfshópur velur á milli þriggja hugmynda um nýjan Laugardalsvöll Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. október 2017 15:30 Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra,Guðrún Inga Sívertsen, varaformaður KSÍ, Guðni Bergsson formaður KSÍ og Dagur Eggertsson, borgarstjóri ætla að vinna saman í málefnum Laugardalsvallar. Vísir/Stefán Knattspyrnusamband Íslands og Borgarstjórn vill fá íslenska ríkið að byggingu nýs þjóðarleikvangs í Laugardalnum en þetta var kynnt á blaðamannafundi sambandsins í dag þar sem voru bæði Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. Málið er komið í þann farveg að Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, tilkynnti á fundinum að skipaður verður starfshópur sem velur á milli þriggja hugmynda um nýjan völl sem kynntar voru í dag. Ein leiðin er 500 milljóna króna upplyfting á gamla vellinum, önnur er fimm milljarða króna völlur með opnu þaki og að síðustu, mest spennandi kosturinn, fjölnota átta milljarða króna Laugardalsvöllur með opanlegu þaki. Búið að gera viðskiptaáætlun og forhönnum á nýjum velli og þarf nú að taka ákvörðun í málinu eins og kom fram í máli Guðna í dag og í bréfi sem hann sendi aðildarfélögum í dag. Við endurbyggingu nýs vallar þarf að reisa þrjár stúkur en gamla stúkan heldur sér að mestu leyti. Sá kostur sem þykir vænlegastur er að einnig verði opnanlegt þak yfir vellinum, aðllega sökum þeirra leikja sem íslenska karlalandsliðið þarf að spila framvegis í mars og nóvember. Með opnanlegu þaki gefst landsliðum Íslands í handbolta og körfubolta einnig kostur á að spila á velinum, að því fram kemur í bréfi Guðna til félaganna. Áætlaður kostnaður við þessar framkvæmdir er sagður vera annars vegar um fimm milljarðar króna án þaks, en rúmlega átta milljarðar með opnanlegu þaki. Í bréfi formannsins segir að með jöfnu framlagi Reykjavíkurborgar og ríkisins þá losnar borgin undan því að greiða árlega til Laugardalsvallar eins og hún hefur gert í áratugi. Sem fyrr segir vill KSÍ fá ríkisvaldið að byggingu vallarins en ríkið er sagt fá umtalsverðar tekjur tengdar fótboltalegri starfsemi á hverju ár, eða um tvo milljarða. Bent er á að með aðkomu að nýjum velli sé ríkið að styðja við áframhaldandi velgengni landsliðanna og þá er íþróttastarf bæði góð landkynning og það hefur forvarnargildi. "Einnig er áætlað að afleiddar tekjur fyrir þjóðarbúið vegna aukinnar ferðamennsku með tilkomu vallarins geti munið 2,8 milljörðum króna. Þetta eru okkar helstu rök gagnvart því að ríkisvaldið komi að uppbyggingu vallarins," segir Guðni og bætir við: "Framlag KSÍ í framkvæmdinni myndi síðan mótast m.a. af tekjuafgangi sem KSÍ myndi hlotnast vegna reksturs vallarins. Ekki er vitað á þessu stigi hvort UEFA eða FIFA muni styrkja verkefni, en það hefur verið kynnt og óskað hefur verið eftir stuðningi og lofa viðbrögðin góðu," segir í bréfi Guðna Bergssonar.
Knattspyrnusamband Íslands og Borgarstjórn vill fá íslenska ríkið að byggingu nýs þjóðarleikvangs í Laugardalnum en þetta var kynnt á blaðamannafundi sambandsins í dag þar sem voru bæði Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. Málið er komið í þann farveg að Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, tilkynnti á fundinum að skipaður verður starfshópur sem velur á milli þriggja hugmynda um nýjan völl sem kynntar voru í dag. Ein leiðin er 500 milljóna króna upplyfting á gamla vellinum, önnur er fimm milljarða króna völlur með opnu þaki og að síðustu, mest spennandi kosturinn, fjölnota átta milljarða króna Laugardalsvöllur með opanlegu þaki. Búið að gera viðskiptaáætlun og forhönnum á nýjum velli og þarf nú að taka ákvörðun í málinu eins og kom fram í máli Guðna í dag og í bréfi sem hann sendi aðildarfélögum í dag. Við endurbyggingu nýs vallar þarf að reisa þrjár stúkur en gamla stúkan heldur sér að mestu leyti. Sá kostur sem þykir vænlegastur er að einnig verði opnanlegt þak yfir vellinum, aðllega sökum þeirra leikja sem íslenska karlalandsliðið þarf að spila framvegis í mars og nóvember. Með opnanlegu þaki gefst landsliðum Íslands í handbolta og körfubolta einnig kostur á að spila á velinum, að því fram kemur í bréfi Guðna til félaganna. Áætlaður kostnaður við þessar framkvæmdir er sagður vera annars vegar um fimm milljarðar króna án þaks, en rúmlega átta milljarðar með opnanlegu þaki. Í bréfi formannsins segir að með jöfnu framlagi Reykjavíkurborgar og ríkisins þá losnar borgin undan því að greiða árlega til Laugardalsvallar eins og hún hefur gert í áratugi. Sem fyrr segir vill KSÍ fá ríkisvaldið að byggingu vallarins en ríkið er sagt fá umtalsverðar tekjur tengdar fótboltalegri starfsemi á hverju ár, eða um tvo milljarða. Bent er á að með aðkomu að nýjum velli sé ríkið að styðja við áframhaldandi velgengni landsliðanna og þá er íþróttastarf bæði góð landkynning og það hefur forvarnargildi. "Einnig er áætlað að afleiddar tekjur fyrir þjóðarbúið vegna aukinnar ferðamennsku með tilkomu vallarins geti munið 2,8 milljörðum króna. Þetta eru okkar helstu rök gagnvart því að ríkisvaldið komi að uppbyggingu vallarins," segir Guðni og bætir við: "Framlag KSÍ í framkvæmdinni myndi síðan mótast m.a. af tekjuafgangi sem KSÍ myndi hlotnast vegna reksturs vallarins. Ekki er vitað á þessu stigi hvort UEFA eða FIFA muni styrkja verkefni, en það hefur verið kynnt og óskað hefur verið eftir stuðningi og lofa viðbrögðin góðu," segir í bréfi Guðna Bergssonar.
Íslenski boltinn Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Sport „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum Sjá meira