Heimir sagði Gumma Ben frá ráðunum sem hann fékk frá þjálfara heimsmeistara Ítalíu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. október 2017 09:15 Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu, verður gestur Guðmundar Benediktssonar í 1 á 1 á Stöð 2 Sport í kvöld. Þar munu þeir ræða uppgang og árangur íslenska karlalandsliðsins undir stjórn Heimis. Guðmundur Benediktsson spyr Heimi meðal annars út í það hvort það hafi komið til greina að gera einhverjar breytingar á fastmótuðu byrjunarliði íslenska landsliðsins eftir EM. „Við sáum það á EM í Frakklandi að það var kominn þreyta í liðið enda spiluðum við nánast á sama liðinu alla leikina. Varstu byrjaður að skoða það eitthvað eftir EM að þú þyrftir að hressa liðið við í einhverjum stöðum?,“ spurði Guðmundur. „Já og nei. Ekki af því að við vorum eitthvað að setja út á leikmennina sjálfa því þeir stóðu sig alveg gríðarlega vel og eru að gera enn í dag. Hinsvegar vorum við orðnir frekar auðlesnir og það var kannski meira áhyggjuefni,“ sagði Heimir. „Ég talaði við reyndari menn og átti til dæmis góðan fund með Marcello Lippi þegar við fórum til Kína. Ég spurði hann um hvað hann gerði þegar hann varð heimsmeistari með Ítalíu. Hvernig hann byrjaði aftur nýtt móment,“ sagði Heimir en Marcello Lippi gerði Ítalíu að heimsmeisturum 2006. „Hann sagði: Ég sjokkeraði hópinn og henti fimm, sex leikmönnum út úr hópnum. Það væri mjög sniðugt. Ég sagði að við værum ekki Ítalía. Ég gæti ekki farið í Seríu A og tekið sjö til átta leikmenn upp þar,“ sagði Heimir brosandi. „Ein af ástæðunum fyrir því að við höfum gefið leikmönnum tækifæri að spila í liðinu eftir EM er það að það má ekki vera þannig að menn gangi að landsliðssætinu sínu vísu,“ sagði Heimir og bætti við: „Svo hafa leikmenn sýnt það af þeim sem hafa komið inn í hópinn að þeir eru tilbúnir. Þeir hafa spilað mjög vel sama hvað hefur gengið á. Við höfum misst nánast hvern einasta leikmann út úr liðinu í þessari keppni sem er mjög óvanalega miðað við síðustu fjögur ár þar á undan þar sem við gátum nánast alltaf spilað á öllum mönnum,“ sagði Heimir. Það smá brot úr viðtalinu í spilaranum hér fyrir ofan. Viðtalið verður síðan sýnt í heild sinni á Stöð 2 Sport klukkan 21.00 í kvöld. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Sjá meira
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu, verður gestur Guðmundar Benediktssonar í 1 á 1 á Stöð 2 Sport í kvöld. Þar munu þeir ræða uppgang og árangur íslenska karlalandsliðsins undir stjórn Heimis. Guðmundur Benediktsson spyr Heimi meðal annars út í það hvort það hafi komið til greina að gera einhverjar breytingar á fastmótuðu byrjunarliði íslenska landsliðsins eftir EM. „Við sáum það á EM í Frakklandi að það var kominn þreyta í liðið enda spiluðum við nánast á sama liðinu alla leikina. Varstu byrjaður að skoða það eitthvað eftir EM að þú þyrftir að hressa liðið við í einhverjum stöðum?,“ spurði Guðmundur. „Já og nei. Ekki af því að við vorum eitthvað að setja út á leikmennina sjálfa því þeir stóðu sig alveg gríðarlega vel og eru að gera enn í dag. Hinsvegar vorum við orðnir frekar auðlesnir og það var kannski meira áhyggjuefni,“ sagði Heimir. „Ég talaði við reyndari menn og átti til dæmis góðan fund með Marcello Lippi þegar við fórum til Kína. Ég spurði hann um hvað hann gerði þegar hann varð heimsmeistari með Ítalíu. Hvernig hann byrjaði aftur nýtt móment,“ sagði Heimir en Marcello Lippi gerði Ítalíu að heimsmeisturum 2006. „Hann sagði: Ég sjokkeraði hópinn og henti fimm, sex leikmönnum út úr hópnum. Það væri mjög sniðugt. Ég sagði að við værum ekki Ítalía. Ég gæti ekki farið í Seríu A og tekið sjö til átta leikmenn upp þar,“ sagði Heimir brosandi. „Ein af ástæðunum fyrir því að við höfum gefið leikmönnum tækifæri að spila í liðinu eftir EM er það að það má ekki vera þannig að menn gangi að landsliðssætinu sínu vísu,“ sagði Heimir og bætti við: „Svo hafa leikmenn sýnt það af þeim sem hafa komið inn í hópinn að þeir eru tilbúnir. Þeir hafa spilað mjög vel sama hvað hefur gengið á. Við höfum misst nánast hvern einasta leikmann út úr liðinu í þessari keppni sem er mjög óvanalega miðað við síðustu fjögur ár þar á undan þar sem við gátum nánast alltaf spilað á öllum mönnum,“ sagði Heimir. Það smá brot úr viðtalinu í spilaranum hér fyrir ofan. Viðtalið verður síðan sýnt í heild sinni á Stöð 2 Sport klukkan 21.00 í kvöld.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Sjá meira