Heilbrigðiskerfið ekki nógu samkeppnishæft Heimir Már Pétursson skrifar 18. október 2017 20:30 Ríkisendurskoðun telur mikilvægt að hraða nýliðun hjúkrunarfræðinga til að bregðast við skorti á þeim innan íslensks heilbrigðiskerfis. Verði ekki gripið til viðhlítandi ráðstafana gæti sá skortur haft óæskileg áhrif á gæði heilbrigðisþjónustu og öryggi sjúklinga. Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segir að stefnt hafi í þetta í mörg ár og félagið hafi bent á þetta lengi. „Starfsaldur hjúkrunarfræðinga fer hækkandi. Við erum ekki að fá þá alla til starfa sem útskrifast og við þurfum fleiri í þjónustuna. Bæði erum við að veita flóknari þjónustu, við erum að eldast, tækninni fer fram og það er svo margt svoleiðis sem líka hefur áhrif,“ segir Guðbjörg.Enn fremur segir hún þetta vera mjög stórt launamál. Tvö ár séu frá því að gerðardómur hafi verið settur á hjúkrunarfræðinga. Sömuleiðis skipti vinnuumhverfið mjög miklu máli. „Vinnuumhverfið, eins og við vitum, bara hér á Landspítalanum mætti vera betra og í rauninni alls annars staðar í kerfinu. Þannig að þetta skiptir máli. Við erum enn með 40 stunda vinnuviku á Íslandi fyrir fólk sem er að vinna þrískiptar vaktir og það sjáum við til dæmis ekki hjá hjúkrunarfræðingum á Norðurlöndum og höfum ekki séð í mörg ár.“ Guðbjörg segir að ekki sé einungis verið að missa hjúkrunarfræðinga úr landi heldur einnig til annarra starfa. „Það er sorglegt, að við séum að mennta hjúkrunarfræðinga til annarra starfa. Menntunin er góð og gild og því er þetta eftirsóknarverðir starfskraftar. Það er í rauninni þannig að heilbrigðiskerfið er ekki nógu samkeppnishæft um þessa starfskrafta í dag,“ segir Guðbjörg. Heilbrigðismál Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fleiri fréttir Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Sjá meira
Ríkisendurskoðun telur mikilvægt að hraða nýliðun hjúkrunarfræðinga til að bregðast við skorti á þeim innan íslensks heilbrigðiskerfis. Verði ekki gripið til viðhlítandi ráðstafana gæti sá skortur haft óæskileg áhrif á gæði heilbrigðisþjónustu og öryggi sjúklinga. Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segir að stefnt hafi í þetta í mörg ár og félagið hafi bent á þetta lengi. „Starfsaldur hjúkrunarfræðinga fer hækkandi. Við erum ekki að fá þá alla til starfa sem útskrifast og við þurfum fleiri í þjónustuna. Bæði erum við að veita flóknari þjónustu, við erum að eldast, tækninni fer fram og það er svo margt svoleiðis sem líka hefur áhrif,“ segir Guðbjörg.Enn fremur segir hún þetta vera mjög stórt launamál. Tvö ár séu frá því að gerðardómur hafi verið settur á hjúkrunarfræðinga. Sömuleiðis skipti vinnuumhverfið mjög miklu máli. „Vinnuumhverfið, eins og við vitum, bara hér á Landspítalanum mætti vera betra og í rauninni alls annars staðar í kerfinu. Þannig að þetta skiptir máli. Við erum enn með 40 stunda vinnuviku á Íslandi fyrir fólk sem er að vinna þrískiptar vaktir og það sjáum við til dæmis ekki hjá hjúkrunarfræðingum á Norðurlöndum og höfum ekki séð í mörg ár.“ Guðbjörg segir að ekki sé einungis verið að missa hjúkrunarfræðinga úr landi heldur einnig til annarra starfa. „Það er sorglegt, að við séum að mennta hjúkrunarfræðinga til annarra starfa. Menntunin er góð og gild og því er þetta eftirsóknarverðir starfskraftar. Það er í rauninni þannig að heilbrigðiskerfið er ekki nógu samkeppnishæft um þessa starfskrafta í dag,“ segir Guðbjörg.
Heilbrigðismál Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fleiri fréttir Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Sjá meira
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent