Viljum við kjósa svona samfélag? Ellen Calmon skrifar 18. október 2017 16:45 Hagstofa Íslands birti í byrjun október upplýsingar um laun á árinu 2016. Í frétt frá Hagstofunni kemur fram að árið 2016 voru heildarlaun fullvinnandi launamanna að meðaltali 667 þúsund krónur á mánuði en miðgildi heildarlauna 583 þúsund krónur og var því helmingur launamanna með laun undir þeirri upphæð og helmingur yfir. Fyrr á árinu fékk ÖBÍ Hagfræðistofnun Háskóla Íslands til að reikna út meðal annars kaupmáttarþróun óskerts lífeyris, lágmarkslauna og miðgildis heildartekna örorkulífeyrisþega og voru niðurstöðurnar settar fram í grein í Fréttablaðinu, sem birtist 22.6.2017, undir yfirskriftinni Fullyrðingar ráðherra um kjör öryrkja standast ekki skoðun. Með nýjum upplýsingum frá Hagstofu Íslands gafst kostur á að reikna út kaupmáttarþróun heildarlauna fullvinnandi og bera þær saman við kaupmáttarþróun heildartekna örorkulífeyrisþega fyrir árið 2016. Þorsteinn Víglundsson félags- og húsnæðismálaráðherra svaraði grein ÖBÍ með mynd, sem sýndi annað en útreikningar Hagfræðistofnunar HÍ fyrir ÖBÍ. Fullyrt var að kaupmáttur bóta hefði fylgt lægstu launum að undanförnu. ÖBÍ óskaði eftir að fá sendar upplýsingar um upphæðirnar og aðrar forsendur sem útreikningar kaupmáttar í grein ráðherra byggðu á. ÖBÍ fékk senda töfluna á bak við línuritið, en mikið ósamræmi er á milli töflunnar annars vegar og línuritsins sem ráðherra birti með grein sinni hins vegar. Línuritið, sem ráðherra byggði málflutning sinn á, gefur ranga mynd af stöðunni. Eins og sjá má á myndinni hérna fyrir neðan er verulegur munur á þróun kaupmáttar tekna örorkulífeyrisþega annars vegar og launafólks hins vegar, hvort heldur horft er til lágmarkslauna, miðgildis heildartekna fullvinnandi, óskerts lífeyris almannatrygginga eða miðgildis heildartekna örorkulífeyrisþega. Öfugt við laun á vinnumarkaði hafa tekjur örorkulífeyrisþega rýrnað flest árin.Útreikningar Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands.Það sama gildir er horft er til krónutöluhækkana.Hækkun heildarlauna fullvinnandi og heildartekna örorkulífeyrisþega miðast við miðgildi. Byggir á tölulegum upplýsingum frá Tryggingastofnun og Hagstofu Íslands.Í byrjun september lagði ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar fram fjárlagafrumvarp fyrir árið 2018. Óvíst er um framtíð þessa frumvarps þar sem fundum Alþingis var frestað og alþingiskosningar á næsta leiti. Fjárlagafrumvarpið sýnir áherslur þeirra stjórnmálaflokka sem lögðu það fram í fjölmörgum málaflokkum. Samkvæmt frumvarpinu er ætlunin að hækka lífeyri almannatrygginga um 4,7%. Í krónutölum þýðir 4,7% hækkun að fullur lífeyrir almannatrygginga hækkar um rúmar 10 þús. kr. fyrir skatt, eða úr tæpum 228 þús. kr. í rúmar 238 þús. kr. Eftir skatt er hér um að ræða hækkun í kringum 6.700 kr. á mánuði. Af fjárlagafrumvarpinu má vera ljóst að ekki átti að bæta kjör lífeyrisþega. Staða þeirra og lífskjör, hvort heldur horft er til upphæða (krónutöluhækkana) eða kaupmáttar, hefðu ekki batnað og þeim er áfram ætlað að lifa í fátækt. Við skulum spyrja okkur þegar komið er í kjörklefana, er það þetta sem við viljum? [1] Með óskertum lífeyri almannatrygginga (framfærsluviðmið) er átt við heildarupphæð greiðslna til einstaklings sem hefur engar, eða lágar tekjur, annars staðar frá.Höfundur er formaður Öryrkjabandalags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Hagstofa Íslands birti í byrjun október upplýsingar um laun á árinu 2016. Í frétt frá Hagstofunni kemur fram að árið 2016 voru heildarlaun fullvinnandi launamanna að meðaltali 667 þúsund krónur á mánuði en miðgildi heildarlauna 583 þúsund krónur og var því helmingur launamanna með laun undir þeirri upphæð og helmingur yfir. Fyrr á árinu fékk ÖBÍ Hagfræðistofnun Háskóla Íslands til að reikna út meðal annars kaupmáttarþróun óskerts lífeyris, lágmarkslauna og miðgildis heildartekna örorkulífeyrisþega og voru niðurstöðurnar settar fram í grein í Fréttablaðinu, sem birtist 22.6.2017, undir yfirskriftinni Fullyrðingar ráðherra um kjör öryrkja standast ekki skoðun. Með nýjum upplýsingum frá Hagstofu Íslands gafst kostur á að reikna út kaupmáttarþróun heildarlauna fullvinnandi og bera þær saman við kaupmáttarþróun heildartekna örorkulífeyrisþega fyrir árið 2016. Þorsteinn Víglundsson félags- og húsnæðismálaráðherra svaraði grein ÖBÍ með mynd, sem sýndi annað en útreikningar Hagfræðistofnunar HÍ fyrir ÖBÍ. Fullyrt var að kaupmáttur bóta hefði fylgt lægstu launum að undanförnu. ÖBÍ óskaði eftir að fá sendar upplýsingar um upphæðirnar og aðrar forsendur sem útreikningar kaupmáttar í grein ráðherra byggðu á. ÖBÍ fékk senda töfluna á bak við línuritið, en mikið ósamræmi er á milli töflunnar annars vegar og línuritsins sem ráðherra birti með grein sinni hins vegar. Línuritið, sem ráðherra byggði málflutning sinn á, gefur ranga mynd af stöðunni. Eins og sjá má á myndinni hérna fyrir neðan er verulegur munur á þróun kaupmáttar tekna örorkulífeyrisþega annars vegar og launafólks hins vegar, hvort heldur horft er til lágmarkslauna, miðgildis heildartekna fullvinnandi, óskerts lífeyris almannatrygginga eða miðgildis heildartekna örorkulífeyrisþega. Öfugt við laun á vinnumarkaði hafa tekjur örorkulífeyrisþega rýrnað flest árin.Útreikningar Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands.Það sama gildir er horft er til krónutöluhækkana.Hækkun heildarlauna fullvinnandi og heildartekna örorkulífeyrisþega miðast við miðgildi. Byggir á tölulegum upplýsingum frá Tryggingastofnun og Hagstofu Íslands.Í byrjun september lagði ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar fram fjárlagafrumvarp fyrir árið 2018. Óvíst er um framtíð þessa frumvarps þar sem fundum Alþingis var frestað og alþingiskosningar á næsta leiti. Fjárlagafrumvarpið sýnir áherslur þeirra stjórnmálaflokka sem lögðu það fram í fjölmörgum málaflokkum. Samkvæmt frumvarpinu er ætlunin að hækka lífeyri almannatrygginga um 4,7%. Í krónutölum þýðir 4,7% hækkun að fullur lífeyrir almannatrygginga hækkar um rúmar 10 þús. kr. fyrir skatt, eða úr tæpum 228 þús. kr. í rúmar 238 þús. kr. Eftir skatt er hér um að ræða hækkun í kringum 6.700 kr. á mánuði. Af fjárlagafrumvarpinu má vera ljóst að ekki átti að bæta kjör lífeyrisþega. Staða þeirra og lífskjör, hvort heldur horft er til upphæða (krónutöluhækkana) eða kaupmáttar, hefðu ekki batnað og þeim er áfram ætlað að lifa í fátækt. Við skulum spyrja okkur þegar komið er í kjörklefana, er það þetta sem við viljum? [1] Með óskertum lífeyri almannatrygginga (framfærsluviðmið) er átt við heildarupphæð greiðslna til einstaklings sem hefur engar, eða lágar tekjur, annars staðar frá.Höfundur er formaður Öryrkjabandalags Íslands.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun