Baráttan gegn ofbeldi á konum og heimilisofbeldi heldur áfram Svandís Svavarsdóttir skrifar 19. október 2017 07:00 Kynbundið ofbeldi hefur verið mikið á dagskrá nú í sumar og haust og ekki síst í tengslum við mál það sem varð ríkisstjórninni að falli. Þung undiralda kvenfrelsissjónarmiða og femínískra byltinga fangaði kröfuna um að uppreist æra kynferðisbrotamanns yrði endurskoðuð og ekki síst að starfsréttindi hans yrðu ekki afhent án fyrirstöðu. Það er ekki ofsögum sagt að fall þessarar ríkisstjórnar verður af þessum sökum kafli í kvenfrelsissögu Íslands. Brotaþolar höfðu hátt og kröfðust áheyrnar kerfisins og stjórnmálamanna meira en nokkru sinn fyrr. Með stuðningi fjölmiðla varð þrýstingurinn meiri en svo að ríkisstjórnin þyldi hann og endaði með því að hún fór frá. Við stefnum nú á alþingiskosningar aðeins ári frá síðustu kosningum og þær kosningar eru haldnar í þessu ljósi. Árið 2011 var Istanbúl-samningurinn undirritaður af hálfu Íslands en um er að ræða samning Evrópuráðsins um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi á konum og heimilisofbeldi. Ofbeldi gegn konum, þar með talið heimilisofbeldi, er ein alvarlegasta tegund kynbundinna mannréttindabrota sem um getur og samfélagsmein hvar sem þess gætir. Istanbúl-samningurinn skuldbindur aðildarríkin til að gera ráðstafanir gegn ofbeldi gegn konum og er því mikilvægt að hann verði fullgiltur hér á landi og þær breytingar gerðar á lögum sem fullgildingin krefst. Fyrir liggur greinargerðin Skýrsla um samning Evrópuráðsins um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi á konum og heimilisofbeldi og aðlögun íslenskra laga og reglna vegna aðildar frá haustinu 2012 sem gerð var á vegum Mannréttindastofnunar Háskóla Íslands. Undirbúningur að fullgildingu Istanbúl-samningsins er þannig kominn nokkuð á veg og sjálfsagt að halda honum áfram og ljúka verkinu eins fljótt og auðið er. Þegar Alþingi var slitið á dögunum lá fyrir að þau mál sem lúta að kynbundnu ofbeldi af ýmsu tagi hlytu að vera í brennidepli þessarar kosningabaráttu. Um það leyti voru fjöldamörg þingmál í burðarliðnum og þar á meðal þingmál sem laut að því að fullgilda Istanbúl-samninginn en tekist hafði að fá meðflutningsmenn í öllum flokkum utan einum. Því liggur fyrir að slíkt mál hlýtur að verða hluti af stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. Höfundur er formaður þingflokks Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Svandís Svavarsdóttir Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Kynbundið ofbeldi hefur verið mikið á dagskrá nú í sumar og haust og ekki síst í tengslum við mál það sem varð ríkisstjórninni að falli. Þung undiralda kvenfrelsissjónarmiða og femínískra byltinga fangaði kröfuna um að uppreist æra kynferðisbrotamanns yrði endurskoðuð og ekki síst að starfsréttindi hans yrðu ekki afhent án fyrirstöðu. Það er ekki ofsögum sagt að fall þessarar ríkisstjórnar verður af þessum sökum kafli í kvenfrelsissögu Íslands. Brotaþolar höfðu hátt og kröfðust áheyrnar kerfisins og stjórnmálamanna meira en nokkru sinn fyrr. Með stuðningi fjölmiðla varð þrýstingurinn meiri en svo að ríkisstjórnin þyldi hann og endaði með því að hún fór frá. Við stefnum nú á alþingiskosningar aðeins ári frá síðustu kosningum og þær kosningar eru haldnar í þessu ljósi. Árið 2011 var Istanbúl-samningurinn undirritaður af hálfu Íslands en um er að ræða samning Evrópuráðsins um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi á konum og heimilisofbeldi. Ofbeldi gegn konum, þar með talið heimilisofbeldi, er ein alvarlegasta tegund kynbundinna mannréttindabrota sem um getur og samfélagsmein hvar sem þess gætir. Istanbúl-samningurinn skuldbindur aðildarríkin til að gera ráðstafanir gegn ofbeldi gegn konum og er því mikilvægt að hann verði fullgiltur hér á landi og þær breytingar gerðar á lögum sem fullgildingin krefst. Fyrir liggur greinargerðin Skýrsla um samning Evrópuráðsins um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi á konum og heimilisofbeldi og aðlögun íslenskra laga og reglna vegna aðildar frá haustinu 2012 sem gerð var á vegum Mannréttindastofnunar Háskóla Íslands. Undirbúningur að fullgildingu Istanbúl-samningsins er þannig kominn nokkuð á veg og sjálfsagt að halda honum áfram og ljúka verkinu eins fljótt og auðið er. Þegar Alþingi var slitið á dögunum lá fyrir að þau mál sem lúta að kynbundnu ofbeldi af ýmsu tagi hlytu að vera í brennidepli þessarar kosningabaráttu. Um það leyti voru fjöldamörg þingmál í burðarliðnum og þar á meðal þingmál sem laut að því að fullgilda Istanbúl-samninginn en tekist hafði að fá meðflutningsmenn í öllum flokkum utan einum. Því liggur fyrir að slíkt mál hlýtur að verða hluti af stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. Höfundur er formaður þingflokks Vinstri grænna.
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar