Frelsi fjórða valdsins Oktavía Hrund Jónsdóttir skrifar 18. október 2017 15:30 Síðastliðin 12 ár hef ég unnið við öryggismál sem alþjóðlegur ráðgjafi og þá með sérstaka áherslu á fjölmiðla og blaðamenn. Sótt er að frjálsri fjölmiðlun úr mörgum áttum og því mikilvægt að við öll séum meðvituð um hættuna sem afskipti stjórnvalda af blaðamennsku skapa og hvað almenningur getur gert til að styðja við rannsóknarblaðamennsku og frelsi almennt. En hvers vegna er fjórða valdið eins og það er kallað mér svona ofsalega mikilvægt? Jú, því ég staðfastlega trúi því að við þrífumst sem allra best í frjálsri menningu og hún þarf öryggi til að blómstra. Öryggi sem er ekki til staðar nema almenningur hafi aðgang að upplýsingum og geti því tekið upplýstar ákvarðanir. Þegar ég flutti heim til Íslands eftir birtingu Panamaskjalanna á síðasta ári hafði ég miklar væntingar. Ég hafði verið lengi burtu við störf mín en var nokkuð viss um að ástandið hérlendis væri mun betra en í þeim löndum sem ég hef starfað í síðasta áratug, sérstaklega þegar kemur að fjórða valdinu. En svo var því miður ekki. Fjölmiðlar í mismunandi löndum vinna í mismunandi aðstæðum. Á Íslandi þurfa fjölmiðlar sem betur fer ekki að beinlínis óttast eða hræðast ríkisvaldið en þeir glíma við annars konar óvin. Sá óvinur er óvissan, og hún kemur með þöggun, óöryggi og ýmis áhrif sem gerir blaðamennsku á Íslandi erfiða. Staða fjórða valdsins er sérstök og getur verið ákaflega viðkvæm, en mikilvægi þess er ótvírætt. Því það er fjórða valdið, fjölmiðlar, frjáls og óháð blaðamennska, sem veitir ríkisvaldinu aðhald og verndar okkur öll. Fjölmiðlun, þegar hún er frjáls og óháð, starfar í þágu almennings. Hún starfar óháð valdi og valdsáhrifum. Hún starfar oftast á milli almennings og ríkisvalds og miðlar upplýsingagjöf, veitir ríkisstjórnum aðhald til að sinna þeirra vinnu í þágu okkar allra og spyr spurninga sem liggja á hjarta almennings. Uppskriftin að frjálsum og óháðum fjölmiðli er engin erfið frönsk terta;1. Tryggja skal að þeir starfi óháð valdatengslum, peningaöflum og sérhagsmunum.2. Tryggja skal vernd þeirra í lögum og að lögin tryggi að árásir eða óeðlilegur þrýstingur og tengsl geta ekki þaggað niður í þeirra starfi í þágu almennings.3. Tryggja þarf aðgengi þeirra að gögnum svo þeir geti veitt aðhald. Í minni þingvaramennsku lá borðleggjandi fyrir mér að spyrja dómsmálaráðherra út í akkúrat þetta og fékk engin svör. Ekkert annað en að gott væri að Mannréttindadómstól Evrópu væri til og að einstaklingar gætu nýtt sér þennan möguleika. (https://www.althingi.is/altext/raeda/146/rad20170320T153142.html) Það er ekki spurning í mínum huga að Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur brotið á frjálsum og óháðum fjölmiðlum á Íslandi með lögbanninu. Ég vona að réttarkerfið okkar staðfesti það. Það breytir því ekki að skaðinn er skeður og traust almennings á kerfinu liggur í valnum. Í litlu samfélagi eins og Íslandi er gagnsæi og staða fjölmiðla svo nátengd að það samband endurspeglar síðan stöðu lýðræðisins í landinu. Því er full ástæða til að mótmæla banninu og hafa áhyggjur af þeirri vegferð sem íslensk stjórnvöld eru á. Spurningin sem ég velti fyrir mér núna er hvers vegna þetta víðtæka bann? Og í þágu hvers? - Því það er ekki í þágu almennings. Málið snýst í sínum kjarna um vinnubrögð. Heilbrigð og gagnsæ vinnubrögð ríkisvaldsins og löggjöf án undanþágu þeirra valdmiklu. Þetta ætti ekki að vera flokksbundin skoðun heldur ósk landsmanna, því það er í okkar þágu að fjórða valdið starfi óháð. Alþingi tók undir þessi orð fyrir 8 árum síðan og vildi að Ísland skapaði sér afgerandi lagalega sérstöðu varðandi vernd tjáningar- og upplýsingafrelsis (https://www.althingi.is/altext/138/s/0688.html). Það er komin tími til að seta tjáningarfrelsi og upplýsingafrelsi í fyrsta sæti. Það er grundvallaratriði fyrir þær kerfisbreytingar sem við viljum sjá og þær breytingar sem Ísland þarf á að halda í framtíðinni okkar. Höfundur er varaþingkona Pírata í Suðurkjördæmi, skipar 2. sæti á lista Pírata í Kraganum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Kosningar 2017 Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Síðastliðin 12 ár hef ég unnið við öryggismál sem alþjóðlegur ráðgjafi og þá með sérstaka áherslu á fjölmiðla og blaðamenn. Sótt er að frjálsri fjölmiðlun úr mörgum áttum og því mikilvægt að við öll séum meðvituð um hættuna sem afskipti stjórnvalda af blaðamennsku skapa og hvað almenningur getur gert til að styðja við rannsóknarblaðamennsku og frelsi almennt. En hvers vegna er fjórða valdið eins og það er kallað mér svona ofsalega mikilvægt? Jú, því ég staðfastlega trúi því að við þrífumst sem allra best í frjálsri menningu og hún þarf öryggi til að blómstra. Öryggi sem er ekki til staðar nema almenningur hafi aðgang að upplýsingum og geti því tekið upplýstar ákvarðanir. Þegar ég flutti heim til Íslands eftir birtingu Panamaskjalanna á síðasta ári hafði ég miklar væntingar. Ég hafði verið lengi burtu við störf mín en var nokkuð viss um að ástandið hérlendis væri mun betra en í þeim löndum sem ég hef starfað í síðasta áratug, sérstaklega þegar kemur að fjórða valdinu. En svo var því miður ekki. Fjölmiðlar í mismunandi löndum vinna í mismunandi aðstæðum. Á Íslandi þurfa fjölmiðlar sem betur fer ekki að beinlínis óttast eða hræðast ríkisvaldið en þeir glíma við annars konar óvin. Sá óvinur er óvissan, og hún kemur með þöggun, óöryggi og ýmis áhrif sem gerir blaðamennsku á Íslandi erfiða. Staða fjórða valdsins er sérstök og getur verið ákaflega viðkvæm, en mikilvægi þess er ótvírætt. Því það er fjórða valdið, fjölmiðlar, frjáls og óháð blaðamennska, sem veitir ríkisvaldinu aðhald og verndar okkur öll. Fjölmiðlun, þegar hún er frjáls og óháð, starfar í þágu almennings. Hún starfar óháð valdi og valdsáhrifum. Hún starfar oftast á milli almennings og ríkisvalds og miðlar upplýsingagjöf, veitir ríkisstjórnum aðhald til að sinna þeirra vinnu í þágu okkar allra og spyr spurninga sem liggja á hjarta almennings. Uppskriftin að frjálsum og óháðum fjölmiðli er engin erfið frönsk terta;1. Tryggja skal að þeir starfi óháð valdatengslum, peningaöflum og sérhagsmunum.2. Tryggja skal vernd þeirra í lögum og að lögin tryggi að árásir eða óeðlilegur þrýstingur og tengsl geta ekki þaggað niður í þeirra starfi í þágu almennings.3. Tryggja þarf aðgengi þeirra að gögnum svo þeir geti veitt aðhald. Í minni þingvaramennsku lá borðleggjandi fyrir mér að spyrja dómsmálaráðherra út í akkúrat þetta og fékk engin svör. Ekkert annað en að gott væri að Mannréttindadómstól Evrópu væri til og að einstaklingar gætu nýtt sér þennan möguleika. (https://www.althingi.is/altext/raeda/146/rad20170320T153142.html) Það er ekki spurning í mínum huga að Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur brotið á frjálsum og óháðum fjölmiðlum á Íslandi með lögbanninu. Ég vona að réttarkerfið okkar staðfesti það. Það breytir því ekki að skaðinn er skeður og traust almennings á kerfinu liggur í valnum. Í litlu samfélagi eins og Íslandi er gagnsæi og staða fjölmiðla svo nátengd að það samband endurspeglar síðan stöðu lýðræðisins í landinu. Því er full ástæða til að mótmæla banninu og hafa áhyggjur af þeirri vegferð sem íslensk stjórnvöld eru á. Spurningin sem ég velti fyrir mér núna er hvers vegna þetta víðtæka bann? Og í þágu hvers? - Því það er ekki í þágu almennings. Málið snýst í sínum kjarna um vinnubrögð. Heilbrigð og gagnsæ vinnubrögð ríkisvaldsins og löggjöf án undanþágu þeirra valdmiklu. Þetta ætti ekki að vera flokksbundin skoðun heldur ósk landsmanna, því það er í okkar þágu að fjórða valdið starfi óháð. Alþingi tók undir þessi orð fyrir 8 árum síðan og vildi að Ísland skapaði sér afgerandi lagalega sérstöðu varðandi vernd tjáningar- og upplýsingafrelsis (https://www.althingi.is/altext/138/s/0688.html). Það er komin tími til að seta tjáningarfrelsi og upplýsingafrelsi í fyrsta sæti. Það er grundvallaratriði fyrir þær kerfisbreytingar sem við viljum sjá og þær breytingar sem Ísland þarf á að halda í framtíðinni okkar. Höfundur er varaþingkona Pírata í Suðurkjördæmi, skipar 2. sæti á lista Pírata í Kraganum.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar