Google Maps færir sig út í sólkerfið með hjálp Íslendings Kjartan Kjartansson skrifar 18. október 2017 11:00 Örnefni á hnöttum eins og Plútó birtast þegar kort af þeim eru opnuð hjá Google. Ekki er þó hægt að slá nöfn hnattanna inn í leit Google Maps heldur eru þeir á sérsíðu. Google Reikistjörnur og tungl í sólkerfinu okkar eru nú aðgengileg í kortaþjónustu Google. Björn Jónsson, íslenskur áhugamaður, á heiðurinn á smíði korta af nokkrum hnöttum í sólkerfinu sem Google nýtir nú. Alls er nú hægt að skoða sautján heima í sólkerfinu á sérstakri geimsíðu á kortavef Google. Þeirra á meðal eru bergreikistjörnurnar fjórar í innra sólkerfinu, tungl gasrisanna og dvergreikistjörnurnar Plútó og Ceres. Með kortunum er hægt að þysja inn að Ólympusfjalli á Mars, hæsta fjalli sólkerfisins, skyggnast undir þykkan lofthjúp Títans, stærsta tungls Satúrnusar og þess eina í sólkerfinu sem er hjúpað andrúmslofti, og dást að sprunginni ísskorpu Evrópu, tungls Júpíters þar sem vísindamenn telja að víðáttumikið neðanjarðarhaf leynist. Björn notaði myndir frá geimförunum Voyager 2 og Galileo til að setja saman nákvæmasta kortið sem til er af yfirborði ístunglsins Evrópu.NASA/JPL/Björn Jónsson Í bloggfærslu Google eru Birni færðar sérstakar þakkir fyrir að hafa sett saman kort af tunglunum Evrópu, Ganýmedesi, Rheu og Mímasi úr myndum frá könnunarförum bandarísku og evrópsku geimvísindastofnannana NASA og ESA. Björn er tölvunarfræðingur sem hefur nýtt frítíma sinn til að vinna myndir af hnöttum sólkerfisins sem könnunarför eins og Voyager og Juno hafa tekið. Hann hefur meðal annars smíðað sín eigin forrit til verksins. NASA deildi meðal annars mynd Juno-geimfarsins af Stóra rauða bletti Júpíters sem Björn vann á samfélagsmiðlasíðum sínum í júlí. Google Tækni Geimurinn Tengdar fréttir Íslenskur tölvunarfræðingur vinnur einstakar myndir af Júpíter Nýjar myndir frá bandaríska geimfarinu Juno af reikistjörnunni Júpíter hafa afhjúpað áður óséð landslag í lofthjúpi gasrisans. Það er ekki síst fólki eins og Birni Jónssyni tölvunarfræðingi að þakka. Björn tilheyrir samfélagi áhugamanna um allan heim sem nýta frítíma sinn til að vinna myndir frá geimförum. 20. júlí 2017 09:00 NASA deilir mynd íslensks tölvunarfræðings af Júpíter Þúsundir manna hafa deilt og líkað við mynd sem Björn Jónsson, tölvunarfræðingur, vann af Stóra rauða bletti Júpíters eftir að NASA deildi henni á vefsíðu sinni og samfélagsmiðlum. 28. júlí 2017 10:54 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Reikistjörnur og tungl í sólkerfinu okkar eru nú aðgengileg í kortaþjónustu Google. Björn Jónsson, íslenskur áhugamaður, á heiðurinn á smíði korta af nokkrum hnöttum í sólkerfinu sem Google nýtir nú. Alls er nú hægt að skoða sautján heima í sólkerfinu á sérstakri geimsíðu á kortavef Google. Þeirra á meðal eru bergreikistjörnurnar fjórar í innra sólkerfinu, tungl gasrisanna og dvergreikistjörnurnar Plútó og Ceres. Með kortunum er hægt að þysja inn að Ólympusfjalli á Mars, hæsta fjalli sólkerfisins, skyggnast undir þykkan lofthjúp Títans, stærsta tungls Satúrnusar og þess eina í sólkerfinu sem er hjúpað andrúmslofti, og dást að sprunginni ísskorpu Evrópu, tungls Júpíters þar sem vísindamenn telja að víðáttumikið neðanjarðarhaf leynist. Björn notaði myndir frá geimförunum Voyager 2 og Galileo til að setja saman nákvæmasta kortið sem til er af yfirborði ístunglsins Evrópu.NASA/JPL/Björn Jónsson Í bloggfærslu Google eru Birni færðar sérstakar þakkir fyrir að hafa sett saman kort af tunglunum Evrópu, Ganýmedesi, Rheu og Mímasi úr myndum frá könnunarförum bandarísku og evrópsku geimvísindastofnannana NASA og ESA. Björn er tölvunarfræðingur sem hefur nýtt frítíma sinn til að vinna myndir af hnöttum sólkerfisins sem könnunarför eins og Voyager og Juno hafa tekið. Hann hefur meðal annars smíðað sín eigin forrit til verksins. NASA deildi meðal annars mynd Juno-geimfarsins af Stóra rauða bletti Júpíters sem Björn vann á samfélagsmiðlasíðum sínum í júlí.
Google Tækni Geimurinn Tengdar fréttir Íslenskur tölvunarfræðingur vinnur einstakar myndir af Júpíter Nýjar myndir frá bandaríska geimfarinu Juno af reikistjörnunni Júpíter hafa afhjúpað áður óséð landslag í lofthjúpi gasrisans. Það er ekki síst fólki eins og Birni Jónssyni tölvunarfræðingi að þakka. Björn tilheyrir samfélagi áhugamanna um allan heim sem nýta frítíma sinn til að vinna myndir frá geimförum. 20. júlí 2017 09:00 NASA deilir mynd íslensks tölvunarfræðings af Júpíter Þúsundir manna hafa deilt og líkað við mynd sem Björn Jónsson, tölvunarfræðingur, vann af Stóra rauða bletti Júpíters eftir að NASA deildi henni á vefsíðu sinni og samfélagsmiðlum. 28. júlí 2017 10:54 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Íslenskur tölvunarfræðingur vinnur einstakar myndir af Júpíter Nýjar myndir frá bandaríska geimfarinu Juno af reikistjörnunni Júpíter hafa afhjúpað áður óséð landslag í lofthjúpi gasrisans. Það er ekki síst fólki eins og Birni Jónssyni tölvunarfræðingi að þakka. Björn tilheyrir samfélagi áhugamanna um allan heim sem nýta frítíma sinn til að vinna myndir frá geimförum. 20. júlí 2017 09:00
NASA deilir mynd íslensks tölvunarfræðings af Júpíter Þúsundir manna hafa deilt og líkað við mynd sem Björn Jónsson, tölvunarfræðingur, vann af Stóra rauða bletti Júpíters eftir að NASA deildi henni á vefsíðu sinni og samfélagsmiðlum. 28. júlí 2017 10:54