Áhrif viðhorfa og samskipta á framleiðni Herdís Pála Pálsdóttir skrifar 18. október 2017 07:00 Við mat á starfsmönnum, jafnt yfirmönnum og almennum starfsmönnum, er í dag gjarnan horft til tveggja þátta. Það er annars vegar mælanlegur árangur í starfi, svo sem sölutölur, framleiddar einingar, nýting eða álíka. Hins vegar það sem hér verður einu nafni kallað viðhorf. Undir viðhorf falla þá þættir eins og vilji starfsmanns til að aðstoða samstarfsfólk. Til að fara eftir settum verkreglum og fyrir fram ákveðnu verklagi. Hvernig starfsmaður talar til samstarfsfólks, eða um það þegar það er ekki viðstatt. Hvort starfsmaður reyni að komast fram hjá svörum sem hann hefur fengið frá yfirmanni og þar fram eftir götunum. Allir eiga rétt á sínum skoðunum en það skiptir máli hvernig þeim er komið á framfæri.Samskiptahæfni yfirmanna Þeir sem taka það að sér að vera með mannaforráð á vinnustöðum þurfa að taka ábyrgð á þeirri ábyrgð, ef svo má segja. Mannaforráðum þarf að sinna. Eitt það mikilvægasta við að hafa mannaforráð eru samskipti, og þá einna helst endurgjöf á störf starfsfólks. Starfsfólk sem stendur sig vel ætti að fá að heyra það frá yfirmanni sínum. Starfsfólk sem getur bætt sig í starfi, hvort sem er í mælanlegum árangri eða því sem hér er kallað viðhorf, þarf að fá endurgjöf um það. Mikilvægt er að endurgjöfin sé uppbyggjandi og leiðbeinandi, en umfram allt skýr. Endurgjöfin þarf að vera þannig að starfsmaður skilji og meðtaki hvað yfirmaður er að segja.Samskiptahæfni almennra starfsmanna Starfsmenn eiga oftast í daglegum samskiptum við samstarfsfólk og oft við viðskiptavini og aðra hagsmunaaðila. Mikilvægt er að vanda samskiptin. Uppbyggjandi samskipti fela það í sér að starfsmenn hlusta á aðra, taka þátt í samtölum, kalla eftir skoðunum allra í hópnum og þar fram eftir götunum. Uppbyggjandi samskipti eru hvetjandi, styðjandi og til þess fallin að ná auknum árangri. Niðurrífandi samskipti eru oft þannig að samtöl verða gjarnan að einræðum, gert er lítið úr öðrum, einstaklingum er ekki hleypt inn í samtöl og svo framvegis. Samskipti á vinnustöðum segja mikið um vinnustaðarmenninguna. Samkvæmt rannsókn sem Gartner framkvæmdi geta einstaklingar sem hafa niðurrífandi samskiptastíl dregið úr framleiðni teyma um allt að 30-40%. Það er ekki ásættanlegt fyrir neinn.Höfundur er ráðgjafi, markþjálfi og FKA-félagskona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Markaðir Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Við mat á starfsmönnum, jafnt yfirmönnum og almennum starfsmönnum, er í dag gjarnan horft til tveggja þátta. Það er annars vegar mælanlegur árangur í starfi, svo sem sölutölur, framleiddar einingar, nýting eða álíka. Hins vegar það sem hér verður einu nafni kallað viðhorf. Undir viðhorf falla þá þættir eins og vilji starfsmanns til að aðstoða samstarfsfólk. Til að fara eftir settum verkreglum og fyrir fram ákveðnu verklagi. Hvernig starfsmaður talar til samstarfsfólks, eða um það þegar það er ekki viðstatt. Hvort starfsmaður reyni að komast fram hjá svörum sem hann hefur fengið frá yfirmanni og þar fram eftir götunum. Allir eiga rétt á sínum skoðunum en það skiptir máli hvernig þeim er komið á framfæri.Samskiptahæfni yfirmanna Þeir sem taka það að sér að vera með mannaforráð á vinnustöðum þurfa að taka ábyrgð á þeirri ábyrgð, ef svo má segja. Mannaforráðum þarf að sinna. Eitt það mikilvægasta við að hafa mannaforráð eru samskipti, og þá einna helst endurgjöf á störf starfsfólks. Starfsfólk sem stendur sig vel ætti að fá að heyra það frá yfirmanni sínum. Starfsfólk sem getur bætt sig í starfi, hvort sem er í mælanlegum árangri eða því sem hér er kallað viðhorf, þarf að fá endurgjöf um það. Mikilvægt er að endurgjöfin sé uppbyggjandi og leiðbeinandi, en umfram allt skýr. Endurgjöfin þarf að vera þannig að starfsmaður skilji og meðtaki hvað yfirmaður er að segja.Samskiptahæfni almennra starfsmanna Starfsmenn eiga oftast í daglegum samskiptum við samstarfsfólk og oft við viðskiptavini og aðra hagsmunaaðila. Mikilvægt er að vanda samskiptin. Uppbyggjandi samskipti fela það í sér að starfsmenn hlusta á aðra, taka þátt í samtölum, kalla eftir skoðunum allra í hópnum og þar fram eftir götunum. Uppbyggjandi samskipti eru hvetjandi, styðjandi og til þess fallin að ná auknum árangri. Niðurrífandi samskipti eru oft þannig að samtöl verða gjarnan að einræðum, gert er lítið úr öðrum, einstaklingum er ekki hleypt inn í samtöl og svo framvegis. Samskipti á vinnustöðum segja mikið um vinnustaðarmenninguna. Samkvæmt rannsókn sem Gartner framkvæmdi geta einstaklingar sem hafa niðurrífandi samskiptastíl dregið úr framleiðni teyma um allt að 30-40%. Það er ekki ásættanlegt fyrir neinn.Höfundur er ráðgjafi, markþjálfi og FKA-félagskona.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar