Tiger, Pistorious og Armstrong - Vandræðabörn Nike Björn Berg Gunnarsson skrifar 18. október 2017 07:00 Bókin Chase your shadow: The trials of Oscar Pistorius eftir Íslandsvininn John Carlin er með þeim áhugaverðari sem ég hef lesið í lengri tíma. Við þekkjum flest söguna í grófum dráttum. Vinsælasti fatlaði íþróttamaður heims skaut unnustu sína til bana á heimili þeirra í Pretoríu í Suður-Afríku á Valentínusardaginn 2013. Réttarhöldin vöktu heimsathygli og mörkuðu endalok ferils þessa magnaða íþróttamanns. Helsti styrktaraðili Pistorius var íþróttavörumerkið Nike. „I am the bullet in the chamber“ stóð við hlið mynda af hlauparanum í auglýsingum en þegar hann var loks fundinn sekur um manndráp lauk Nike-samstarfinu sem hefði getað fært Pistorius hundruð milljóna króna í tekjur. Ekkert fyrirtæki eyðir hærri upphæðum í að tengjast íþróttafólki en Nike. Það þarf því ekki að koma á óvart að endrum og sinnum komi tengslin sér illa, eins og í tilviki hlauparans frá Suður-Afríku. En þetta gerist ekki endrum og sinnum heldur furðulega oft.Lance Armstrong Enginn hjólagarpur hefur vakið viðlíka athygli og Lance Armstrong. Nike seldi vörur undir vörumerki góðgerðarsjóðs hans, Livestrong, og greiddi honum persónulega um fimm milljarða króna í tengslum við markaðssetningu. Í kjölfar þess að upp komst um lyfjaneyslu Armstrongs rifti Nike samstarfinu og aðrir styrktaraðilar fylgdu í kjölfarið. Áætlar tímaritið Forbes að Armstrong hafi með þessu orðið af allt að 15 milljörðum króna í framtíðartekjur.Tiger Woods Það vantar ekki hneykslismálin hjá magnaðasta kylfingi sögunnar. Þrátt fyrir framhjáhald, lyfjanotkun og lélegan árangur hefur Nike stutt við bakið á íþróttamanninum sem á sínum tíma varð fyrstur til að þéna milljarð dollara á einu ári. Hann fær enn um tvo og hálfan milljarð króna frá aðilum á borð við Monster, Bridgestone og Taylor Made og Nike greiðir honum annað eins. Þetta er innan við helmingur þess sem hann fékk frá styrktaraðilum á meðan allt lék í lyndi. Rannsókn University of California, Davis, á fjárhagslegum afleiðingum framhjáhaldshneykslisins árið 2009 leiddi í ljós að tap hluthafa styrktaraðila Woods nam á bilinu 600 til 1.450 milljörðum króna, meiru en hann hefur nú þegar, og mun, geta þénað á ferlinum.Er ávinningurinn meiri en kostnaðurinn? Nike hefur kosið að tengja vörumerki sitt við fremsta íþróttafólk heims en reglulega kemur eitthvað miður skemmtilegt upp. Meðal þess íþróttafólks sem Nike hefur stutt á þeim tímapunkti sem ferillinn fuðraði upp eru Ólympíumeistarinn í 100 metra hlaupi árið 2004, Justin Gatlin, og hlaupadrottningin Marion Jones. Bæði bættu þau árangur sinn með ólöglegum aðferðum og Nike sleit samstarfinu fljótlega. NFL-stjörnurnar Michael Vick og Adrian Peterson misstu auk þess samninga sína við Nike vegna hneykslismála, sem og þau Maria Sharapova og Manny Pacquiao. Vel má vera að ávinningurinn af samstarfi við fremsta íþróttafólk heims hafi fært Nike hærri upphæðir en tapast hafa vegna þeirra sem hér er nefndir, en óheppnin virðist þó elta íþróttavörurisann á röndum. Nú segir Kanye West að Nike hafi gert milljarðs dollara samning við besta körfuknattleiksmann heims, LeBron James. Það er þá eins gott að hann haldi sig á mottunni.Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Markaðir Mest lesið Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Bókin Chase your shadow: The trials of Oscar Pistorius eftir Íslandsvininn John Carlin er með þeim áhugaverðari sem ég hef lesið í lengri tíma. Við þekkjum flest söguna í grófum dráttum. Vinsælasti fatlaði íþróttamaður heims skaut unnustu sína til bana á heimili þeirra í Pretoríu í Suður-Afríku á Valentínusardaginn 2013. Réttarhöldin vöktu heimsathygli og mörkuðu endalok ferils þessa magnaða íþróttamanns. Helsti styrktaraðili Pistorius var íþróttavörumerkið Nike. „I am the bullet in the chamber“ stóð við hlið mynda af hlauparanum í auglýsingum en þegar hann var loks fundinn sekur um manndráp lauk Nike-samstarfinu sem hefði getað fært Pistorius hundruð milljóna króna í tekjur. Ekkert fyrirtæki eyðir hærri upphæðum í að tengjast íþróttafólki en Nike. Það þarf því ekki að koma á óvart að endrum og sinnum komi tengslin sér illa, eins og í tilviki hlauparans frá Suður-Afríku. En þetta gerist ekki endrum og sinnum heldur furðulega oft.Lance Armstrong Enginn hjólagarpur hefur vakið viðlíka athygli og Lance Armstrong. Nike seldi vörur undir vörumerki góðgerðarsjóðs hans, Livestrong, og greiddi honum persónulega um fimm milljarða króna í tengslum við markaðssetningu. Í kjölfar þess að upp komst um lyfjaneyslu Armstrongs rifti Nike samstarfinu og aðrir styrktaraðilar fylgdu í kjölfarið. Áætlar tímaritið Forbes að Armstrong hafi með þessu orðið af allt að 15 milljörðum króna í framtíðartekjur.Tiger Woods Það vantar ekki hneykslismálin hjá magnaðasta kylfingi sögunnar. Þrátt fyrir framhjáhald, lyfjanotkun og lélegan árangur hefur Nike stutt við bakið á íþróttamanninum sem á sínum tíma varð fyrstur til að þéna milljarð dollara á einu ári. Hann fær enn um tvo og hálfan milljarð króna frá aðilum á borð við Monster, Bridgestone og Taylor Made og Nike greiðir honum annað eins. Þetta er innan við helmingur þess sem hann fékk frá styrktaraðilum á meðan allt lék í lyndi. Rannsókn University of California, Davis, á fjárhagslegum afleiðingum framhjáhaldshneykslisins árið 2009 leiddi í ljós að tap hluthafa styrktaraðila Woods nam á bilinu 600 til 1.450 milljörðum króna, meiru en hann hefur nú þegar, og mun, geta þénað á ferlinum.Er ávinningurinn meiri en kostnaðurinn? Nike hefur kosið að tengja vörumerki sitt við fremsta íþróttafólk heims en reglulega kemur eitthvað miður skemmtilegt upp. Meðal þess íþróttafólks sem Nike hefur stutt á þeim tímapunkti sem ferillinn fuðraði upp eru Ólympíumeistarinn í 100 metra hlaupi árið 2004, Justin Gatlin, og hlaupadrottningin Marion Jones. Bæði bættu þau árangur sinn með ólöglegum aðferðum og Nike sleit samstarfinu fljótlega. NFL-stjörnurnar Michael Vick og Adrian Peterson misstu auk þess samninga sína við Nike vegna hneykslismála, sem og þau Maria Sharapova og Manny Pacquiao. Vel má vera að ávinningurinn af samstarfi við fremsta íþróttafólk heims hafi fært Nike hærri upphæðir en tapast hafa vegna þeirra sem hér er nefndir, en óheppnin virðist þó elta íþróttavörurisann á röndum. Nú segir Kanye West að Nike hafi gert milljarðs dollara samning við besta körfuknattleiksmann heims, LeBron James. Það er þá eins gott að hann haldi sig á mottunni.Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun