Höfuðvígi Ríkis íslams í Raqqa sagt fallið Kjartan Kjartansson skrifar 17. október 2017 13:28 Hermaður SDF í Raqqa í ágúst. Orrustan um borgina hefur staðið yfir frá því í júní. Vísir/AFP Bandalag sýrlenskra kúrda og araba sem stutt er af Bandaríkjunum hefur náð fullu valdi á sýrlensku borginni Raqqa. Borgin hefur verið höfuðvígi hryðjuverkasamtakanna Ríkis íslams en orrustan um hana hefur staðið yfir í fimm mánuði. „Öllu er lokið í Raqqa, hersveitir okkar hafa fulla stjórn á Raqqa,“ segir Talal Sello, talsmaður Sýrlensku lýðræðisveitanna. Um þrjúhundruð íslamistar voru eftir í borginni á sunnudag eftir að sýrlenskir vígamenn og fjölskyldur þeirra höfðu yfirgefið hana í samræmi við samkomulag sem gert hafði verið. Erlendir vígamenn háðu lokabaráttu sína á íþróttaleikvelli borgarinnar og sjúkrahúsi. Breska ríkisútvarpið BBC segir að talið sé að 22 hafi fallið í lokaatlögunni að sjúkrahúsinu. Nú stendur yfir hreinsunarstarf í borginni þar sem bandalagshersveitirnar leita uppi liðsmenn Ríkis íslams sem gætu leynst þar og fjarlægja jarðsprengjur. Búist er við því að formlega siguryfirlýsing verði gefin út síðar í dag. Ríki íslams hertók Raqqa snemma árs 2014 og gerði borgina að höfuðvígi að yfirlýstu kalífadæmi sínu. Undir stjórn samtakanna voru ströng trúarleg lög í gildi. BBC segir að liðsmenn þeirra hafi beitt afhöfðunum, krossfestingum og pyntingum til að halda borgarbúum í heljartökum. Sýrland Tengdar fréttir Sýrlenskar hersveitir brjóta sér leið inn í Raqqa Kúrdíska bandalagið SDF komst í gegnum hinn sögufræga Rafiqa-múr í Raqqa. 4. júlí 2017 07:16 SÞ: Gífurlegt mannfall í loftárásum Bandaríkjanna og bandamanna í Raqqa Hundruð óbreyttra borgara eru talin hafa fallið í orrustunni um Raqqa í Sýrlandi frá því í mars. Stríðsglæparannsakandi SÞ segir gífurlegt mannfall hafa hlotist af loftárásum Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra. 14. júní 2017 14:54 Bardaginn um Raqqa mun taka mánuði SDF hefur umkringt borgina algerlega og sókn þeirra hefur gengið vel í vikunni. 6. júlí 2017 13:42 Hundrað vígamenn Ríkis íslams hafa gefist upp síðastliðinn sólarhring Um hundrað vígamenn Íslamska ríkisins hafa gefist upp í sýrlensku borginni Raqqa síðastliðinn sólarhring. 14. október 2017 14:16 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Sjá meira
Bandalag sýrlenskra kúrda og araba sem stutt er af Bandaríkjunum hefur náð fullu valdi á sýrlensku borginni Raqqa. Borgin hefur verið höfuðvígi hryðjuverkasamtakanna Ríkis íslams en orrustan um hana hefur staðið yfir í fimm mánuði. „Öllu er lokið í Raqqa, hersveitir okkar hafa fulla stjórn á Raqqa,“ segir Talal Sello, talsmaður Sýrlensku lýðræðisveitanna. Um þrjúhundruð íslamistar voru eftir í borginni á sunnudag eftir að sýrlenskir vígamenn og fjölskyldur þeirra höfðu yfirgefið hana í samræmi við samkomulag sem gert hafði verið. Erlendir vígamenn háðu lokabaráttu sína á íþróttaleikvelli borgarinnar og sjúkrahúsi. Breska ríkisútvarpið BBC segir að talið sé að 22 hafi fallið í lokaatlögunni að sjúkrahúsinu. Nú stendur yfir hreinsunarstarf í borginni þar sem bandalagshersveitirnar leita uppi liðsmenn Ríkis íslams sem gætu leynst þar og fjarlægja jarðsprengjur. Búist er við því að formlega siguryfirlýsing verði gefin út síðar í dag. Ríki íslams hertók Raqqa snemma árs 2014 og gerði borgina að höfuðvígi að yfirlýstu kalífadæmi sínu. Undir stjórn samtakanna voru ströng trúarleg lög í gildi. BBC segir að liðsmenn þeirra hafi beitt afhöfðunum, krossfestingum og pyntingum til að halda borgarbúum í heljartökum.
Sýrland Tengdar fréttir Sýrlenskar hersveitir brjóta sér leið inn í Raqqa Kúrdíska bandalagið SDF komst í gegnum hinn sögufræga Rafiqa-múr í Raqqa. 4. júlí 2017 07:16 SÞ: Gífurlegt mannfall í loftárásum Bandaríkjanna og bandamanna í Raqqa Hundruð óbreyttra borgara eru talin hafa fallið í orrustunni um Raqqa í Sýrlandi frá því í mars. Stríðsglæparannsakandi SÞ segir gífurlegt mannfall hafa hlotist af loftárásum Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra. 14. júní 2017 14:54 Bardaginn um Raqqa mun taka mánuði SDF hefur umkringt borgina algerlega og sókn þeirra hefur gengið vel í vikunni. 6. júlí 2017 13:42 Hundrað vígamenn Ríkis íslams hafa gefist upp síðastliðinn sólarhring Um hundrað vígamenn Íslamska ríkisins hafa gefist upp í sýrlensku borginni Raqqa síðastliðinn sólarhring. 14. október 2017 14:16 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Sjá meira
Sýrlenskar hersveitir brjóta sér leið inn í Raqqa Kúrdíska bandalagið SDF komst í gegnum hinn sögufræga Rafiqa-múr í Raqqa. 4. júlí 2017 07:16
SÞ: Gífurlegt mannfall í loftárásum Bandaríkjanna og bandamanna í Raqqa Hundruð óbreyttra borgara eru talin hafa fallið í orrustunni um Raqqa í Sýrlandi frá því í mars. Stríðsglæparannsakandi SÞ segir gífurlegt mannfall hafa hlotist af loftárásum Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra. 14. júní 2017 14:54
Bardaginn um Raqqa mun taka mánuði SDF hefur umkringt borgina algerlega og sókn þeirra hefur gengið vel í vikunni. 6. júlí 2017 13:42
Hundrað vígamenn Ríkis íslams hafa gefist upp síðastliðinn sólarhring Um hundrað vígamenn Íslamska ríkisins hafa gefist upp í sýrlensku borginni Raqqa síðastliðinn sólarhring. 14. október 2017 14:16