Viðreisn þorir, þorir þú? Arnar Páll Guðmundsson skrifar 17. október 2017 11:14 Viðreisn er frjálslyndur flokkur sem hefur sýnt að hann þorir að takast á við verkefni af festu og með hagsmuni almennings að leiðarljósi. Viðreisn hefur sýnt þann vilja í verki sem þarf til þess að koma á mikilvægum kerfisbreytingum, öllum til hagsbóta. Í upphafi árs kom til verkfalls sjómanna. Öll spjót stóðu á Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og háværar kröfur um að hún gripi inn í deiluna með ríkisfé. Viðreisn og Þorgerður Katrín stóðust prófið. Hagur almennings var settur framar sérhagsmunum sem varð til þess að deilan var leyst án aðkomu ríkisins. Þessi festa Viðreisnar sparaði hinu opinbera hálfan milljarð króna sem ella hefði runnið til útgerðarinnar. Með öðrum orðum: Viðreisn sýndi kjark. Kynbundinn launamunur hefur verið mikið í umræðunni enda ljóst að úrbætur hafa tekið alltof langan tíma. Viðreisn ákvað að viðurkenna þennan launamun og ráðast í aðgerðir í stað þess að samþykkja hann sem óbreytanlegt samfélagsmein. Lögfest var jafnlaunavottun sem er eitt stærsta framfaraskref í jafnréttismálum og vakið verðskuldaða athygli á heimsvísu. Næsta skref sem Viðreisn leggur til er að lagfæra laun svokallaðra kvennastétta, sem fást við fræðslu- og umönnun. Konur hafa mátt búa við það alltof lengi að störf þeirra sé metin til lægri launa er karlar með sambærilega menntun og ábyrgð. Viðreisn blæs því til sóknar og leggur til þjóðarsátt um að eyða kynbundnum launamun með öllu. Til þess þarf sameiginlegt átak og samkomulag allra aðila á vinnumarkaði. Skortur á lóðum til nýbygginga hefur verið mikill síðustu misseri sem hefur haft margvísleg áhrif á fasteignamarkaðinn. Viðreisn ákvað undir forystu Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra að ráðast í aðgerðir til þess að bregðast við þessum mikla lóðaskorti. Gert var átak í sölu byggingalóða í eigu ríkisins og ríki og sveitarfélög tóku höndum saman. Þetta framtak er lýsandi fyrir Viðreisn og sýnir að þar er gengið í verkin. Viðreisn þorir að horfa fram á veginn og gera breytingar sem setja almannahagsmuni í öndvegi. Áhugi ungs fólks á stjórnmálum er í sögulegu lágmarki eins og sakir standa og svo virðist sem ungt fólk hafi einfaldlega ekki trú á stjórnmálum. Þessari þróun þurfum við að snúa við og hefur Viðreisn lagt sitt að mörkum til þess. Til að mynda hefur ungliðahreyfing Viðreisnar - Uppreisn - komið að stefnumótun og málefnavinnu flokksins á öllum stigum. Þá hefur Uppreisn komið beint að samningu þingmála sem snerta málefni ungs fólks beint eða óbeint. Viðreisn sýnir ungu fólki fullt traust til að móta samfélagið til jafns við aðra enda eru hagsmunir þeirra af góðu samfélagi síst minni en annarra. Viðreisn þorir, þorir þú?Arnar Páll Guðmundsson, viðskiptafræðingurSkipar 2. sæti á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Páll Guðmundsson Viðreisn Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Viðreisn er frjálslyndur flokkur sem hefur sýnt að hann þorir að takast á við verkefni af festu og með hagsmuni almennings að leiðarljósi. Viðreisn hefur sýnt þann vilja í verki sem þarf til þess að koma á mikilvægum kerfisbreytingum, öllum til hagsbóta. Í upphafi árs kom til verkfalls sjómanna. Öll spjót stóðu á Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og háværar kröfur um að hún gripi inn í deiluna með ríkisfé. Viðreisn og Þorgerður Katrín stóðust prófið. Hagur almennings var settur framar sérhagsmunum sem varð til þess að deilan var leyst án aðkomu ríkisins. Þessi festa Viðreisnar sparaði hinu opinbera hálfan milljarð króna sem ella hefði runnið til útgerðarinnar. Með öðrum orðum: Viðreisn sýndi kjark. Kynbundinn launamunur hefur verið mikið í umræðunni enda ljóst að úrbætur hafa tekið alltof langan tíma. Viðreisn ákvað að viðurkenna þennan launamun og ráðast í aðgerðir í stað þess að samþykkja hann sem óbreytanlegt samfélagsmein. Lögfest var jafnlaunavottun sem er eitt stærsta framfaraskref í jafnréttismálum og vakið verðskuldaða athygli á heimsvísu. Næsta skref sem Viðreisn leggur til er að lagfæra laun svokallaðra kvennastétta, sem fást við fræðslu- og umönnun. Konur hafa mátt búa við það alltof lengi að störf þeirra sé metin til lægri launa er karlar með sambærilega menntun og ábyrgð. Viðreisn blæs því til sóknar og leggur til þjóðarsátt um að eyða kynbundnum launamun með öllu. Til þess þarf sameiginlegt átak og samkomulag allra aðila á vinnumarkaði. Skortur á lóðum til nýbygginga hefur verið mikill síðustu misseri sem hefur haft margvísleg áhrif á fasteignamarkaðinn. Viðreisn ákvað undir forystu Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra að ráðast í aðgerðir til þess að bregðast við þessum mikla lóðaskorti. Gert var átak í sölu byggingalóða í eigu ríkisins og ríki og sveitarfélög tóku höndum saman. Þetta framtak er lýsandi fyrir Viðreisn og sýnir að þar er gengið í verkin. Viðreisn þorir að horfa fram á veginn og gera breytingar sem setja almannahagsmuni í öndvegi. Áhugi ungs fólks á stjórnmálum er í sögulegu lágmarki eins og sakir standa og svo virðist sem ungt fólk hafi einfaldlega ekki trú á stjórnmálum. Þessari þróun þurfum við að snúa við og hefur Viðreisn lagt sitt að mörkum til þess. Til að mynda hefur ungliðahreyfing Viðreisnar - Uppreisn - komið að stefnumótun og málefnavinnu flokksins á öllum stigum. Þá hefur Uppreisn komið beint að samningu þingmála sem snerta málefni ungs fólks beint eða óbeint. Viðreisn sýnir ungu fólki fullt traust til að móta samfélagið til jafns við aðra enda eru hagsmunir þeirra af góðu samfélagi síst minni en annarra. Viðreisn þorir, þorir þú?Arnar Páll Guðmundsson, viðskiptafræðingurSkipar 2. sæti á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun