Frítekjumarkið burt Kolbrún Baldursdóttir skrifar 17. október 2017 11:45 Sú regla hefur gilt í íslensku samfélagi að eldri borgarar fara af vinnumarkaði 70 ára án tillits til þess hvort þeir sjálfir eða atvinnurekendur hafi óskað eftir því. Nokkuð hefur borið á því í umræðunni að vísað sé til eldri borgara líkt og um væri að ræða einsleitan hóp. Þannig er því ekki háttað. Eldri borgarar eiga það sameiginlegt að hafa náð ákveðnum aldri sem skilgreinir þá sem eldri borgara. Að öðru leyti er þessi hópur ekkert frábrugðinn hópum fólks á einhverju öðru aldursskeiði. Það sem kemur fyrst upp í hugann þegar talað er um efri árin er heilsufar. Þótt heilsuleysi geti gert vart við sig á öllum aldursskeiðum er hættan á heilsubresti vissulega mest á efri árum. Að þessu leyti til gætir þó mikils mismunar hjá eldri borgurum eins og gengur. Hluti þeirra er við góða heilsu, hluti við þokkalega heilsu og enn annar við bágborna heilsu. Aðrar aðstæður s.s. fjölskylduaðstæður eru að sama skapi afar mismunandi. Fjárhagur og fjárhagsaðstæður eru stór áhrifaþáttur á líðan allra, sama á hvaða aldursskeiði þeir eru. Eftir því sem aldurinn færist yfir með tilheyrandi breytingum er fátt sem skiptir eins miklu máli og fjárhagslegt öryggi. Líklegt má telja að flestir eldri borgarar búi við að minnsta kosti þokkalegt fjárhagslegt öryggi. Vitað er þó að ákveðinn hluti eldri borgara hefur ekki nægjanleg fjárráð, býr við ófullnægjandi aðstæður og jafnvel skort. Áhersluatriði Flokks fólksins er að enginn eldri borgari búi við skort af neinu tagi. Þetta er fólkið sem hefur alla sína starfstíð lagt sitt af mörkum til samfélagsins og það ber ekki að launa því með því að útiloka það frá vinnumarkaðnum þótt ákveðnum aldri hafi verið náð. Tryggja skal eldri borgurum mannsæmandi afkomu svo þeir geti lifað með reisn og notið ævikvöldsins. Í hópi eldri borgara eru einstaklingar sem bæði geta og vilja vera áfram á vinnumarkaði við ólík störf. Það er ekki hlutverk ríkisins að leggja stein í götu eldri borgara sem vilja vera á vinnumarkaði. Hvenær eldri borgari hættir að vinna er hans val og hans persónulega ákvörðun. Þess vegna vill Flokkur fólksins einfaldlega fella frítekjumarkið burt. Sú kynslóð sem hér um ræðir hefur öðlast reynslu og safnað fjölþættri þekkingu. Með því að auka hlutfall eldri borgara á vinnumarkaði geta þeir miðlað til annarra þroskuðum viðhorfum, sögulegum venjum og hefðum, dýrmætum menningararfi sem skilar sér vel í munnlegum samskiptum frá einum aðila til annars. Því lengur sem eldri borgarar eru virkir í atvinnulífinu og í sem nánustu tengslum við yngri kynslóðirnar því meiri ávinningur fyrir samfélagið í heild.Höfundur er sálfræðingur og skipar 2. sæti á framboðslista Flokks fólksins í Reykjavíkurkjördæmi Norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Kosningar 2017 Mest lesið Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Sú regla hefur gilt í íslensku samfélagi að eldri borgarar fara af vinnumarkaði 70 ára án tillits til þess hvort þeir sjálfir eða atvinnurekendur hafi óskað eftir því. Nokkuð hefur borið á því í umræðunni að vísað sé til eldri borgara líkt og um væri að ræða einsleitan hóp. Þannig er því ekki háttað. Eldri borgarar eiga það sameiginlegt að hafa náð ákveðnum aldri sem skilgreinir þá sem eldri borgara. Að öðru leyti er þessi hópur ekkert frábrugðinn hópum fólks á einhverju öðru aldursskeiði. Það sem kemur fyrst upp í hugann þegar talað er um efri árin er heilsufar. Þótt heilsuleysi geti gert vart við sig á öllum aldursskeiðum er hættan á heilsubresti vissulega mest á efri árum. Að þessu leyti til gætir þó mikils mismunar hjá eldri borgurum eins og gengur. Hluti þeirra er við góða heilsu, hluti við þokkalega heilsu og enn annar við bágborna heilsu. Aðrar aðstæður s.s. fjölskylduaðstæður eru að sama skapi afar mismunandi. Fjárhagur og fjárhagsaðstæður eru stór áhrifaþáttur á líðan allra, sama á hvaða aldursskeiði þeir eru. Eftir því sem aldurinn færist yfir með tilheyrandi breytingum er fátt sem skiptir eins miklu máli og fjárhagslegt öryggi. Líklegt má telja að flestir eldri borgarar búi við að minnsta kosti þokkalegt fjárhagslegt öryggi. Vitað er þó að ákveðinn hluti eldri borgara hefur ekki nægjanleg fjárráð, býr við ófullnægjandi aðstæður og jafnvel skort. Áhersluatriði Flokks fólksins er að enginn eldri borgari búi við skort af neinu tagi. Þetta er fólkið sem hefur alla sína starfstíð lagt sitt af mörkum til samfélagsins og það ber ekki að launa því með því að útiloka það frá vinnumarkaðnum þótt ákveðnum aldri hafi verið náð. Tryggja skal eldri borgurum mannsæmandi afkomu svo þeir geti lifað með reisn og notið ævikvöldsins. Í hópi eldri borgara eru einstaklingar sem bæði geta og vilja vera áfram á vinnumarkaði við ólík störf. Það er ekki hlutverk ríkisins að leggja stein í götu eldri borgara sem vilja vera á vinnumarkaði. Hvenær eldri borgari hættir að vinna er hans val og hans persónulega ákvörðun. Þess vegna vill Flokkur fólksins einfaldlega fella frítekjumarkið burt. Sú kynslóð sem hér um ræðir hefur öðlast reynslu og safnað fjölþættri þekkingu. Með því að auka hlutfall eldri borgara á vinnumarkaði geta þeir miðlað til annarra þroskuðum viðhorfum, sögulegum venjum og hefðum, dýrmætum menningararfi sem skilar sér vel í munnlegum samskiptum frá einum aðila til annars. Því lengur sem eldri borgarar eru virkir í atvinnulífinu og í sem nánustu tengslum við yngri kynslóðirnar því meiri ávinningur fyrir samfélagið í heild.Höfundur er sálfræðingur og skipar 2. sæti á framboðslista Flokks fólksins í Reykjavíkurkjördæmi Norður.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun