Almenningur borgar alltaf fyrir skattahækkanir Jóhannes Stefánsson skrifar 17. október 2017 07:00 Stjórnmálaflokkarnir á vinstrivængnum eru þessa dagana á harðahlaupum undan eigin stefnu í skattamálum. Þessir flokkar hafa boðað stórfelldar skattahækkanir til að fjármagna stóraukin ríkisútgjöld eftir kosningar, sem eiga að eigin sögn ekki að bitna á almenningi. Ekkert af forystufólki vinstriflokkanna hafa hins vegar haft áhuga eða getu til þess að benda á hvaða skatta eigi að hækka eða hvernig almenningur á að vera ónæmur fyrir þeim, en „einhverjir aðrir“ eiga að sögn að borga fyrir loforðaflauminn. Besta dæmið um þetta er frammistaða Katrínar Jakobsdóttur, formanns VG, í leiðtogaumræðum og í forystusætinu á RÚV. Þar gat hún nær engu svarað þrátt fyrir að vera þráspurð um hvaða skatta hún ætlaði að hækka kæmist hún til valda eftir kosningarnar. Málflutningur Katrínar er auðvitað með öllu óraunhæfur og ábyrgðarlaus vegna þess að hún hefur boðað aukin útgjöld og skattheimtu sem hleypur á tugum milljarða. Ekkert annað en stórauknar álögur á almenning munu duga til að greiða fyrir slíkan útgjaldaauka.Almenningur mun borga brúsann Fullyrðingin um að hægt sé að hækka skatta verulega án þess að það bitni á almenningi er mýta sem má annað hvort rekja til fáfræði eða blekkingar. Staðreyndin er sú að allar skattahækkanir bitna að endingu á almenningi, hvort sem þeim er beint gegn einstaklingum eða fyrirtækjum. Það þarf ekki nema grundvallarskilning á efnahagsmálum og einfalda söguskoðun til að sjá í gegnum mýtuna um að almenningur borgi ekki fyrir skattahækkanir. Tökum skatta á atvinnulífið sem dæmi. Atvinnulífið er ekki annað en samstillt átak almennings til að viðhalda eða auka við lífskjör sín, sjá fjölskyldum sínum farborða og tryggja börnum sínum betri framtíð en foreldrarnir upplifðu sjálfir. Fyrirtæki eru enda félög sem þurfa að veita almenningi verðmæta þjónustu til að geta skilað eigendum sínum ávinningi, en til þess að það sé hægt þarf eðli máls samkvæmt bæði ánægt starfsfólk og viðskiptavini. Fyrirtækin geta ekki án almennings verið, og öfugt. Fyrirtæki eru því ekki líflaus og andlitslaus fyrirbæri sem er hægt að skattleggja án þess að það bitni á almenningi. Almenningur er enda viðskiptavinir fyrirtækjanna, starfsmenn þeirra og eigendur, hvort sem er beint, í gegnum lífeyrissjóði eða með sparnaði sínum. Fyrirtækin eru fyrir vikið órjúfanlegur hluti af mannlegu samfélagi. Skattahækkanir á atvinnulíf og fyrirtæki eru þess vegna skattahækkanir á eigendur þeirra, starfsmenn eða viðskiptavini. Almenningur borgar brúsann með hærra verði á vöru og þjónustu, lægri launum, færri störfum eða minni arðsemi af sparnaðinum. Þá er ónefnt svokallað allratap sem verður til við skattheimtu og dregur úr lífskjörum almennings.Fjármagnstekjuskattar bitna harðast á heimilum Sömu sögu má segja af skattahækkunum á fjármagnstekjur, eignir og sparnað. Almenningur borgar alltaf brúsann. Með hærri fjármagnstekjuskatti skapast hvati til að almenningur (og fyrirtæki) flytji fjármuni sína út úr íslensku efnahagslífi, sérstaklega þegar flutningur fjármagns er nú orðinn frjáls og engin gjaldeyrishöft lengur til að halda þeim innan landsteinanna. Þegar það gerist þá minnkar geta atvinnulífsins til að fjárfesta í nýsköpun og veita almenningi fjölbreytt tækifæri til að finna getu sinni og sköpunarkrafti viðspyrnu. Að sama skapi hækkar verð á fjármagni þegar fjármagnstekjuskattar hækka. Það þýðir einfaldlega að vextir hækka og þar með afborganir af íbúðalánum, leiguverð o.s.frv. Allt hefur þetta veruleg neikvæð áhrif á almenning. Að sjálfsögðu bitna slíkar skattahækkanir harðast á tekju- og eignalitlum fjölskyldum, sem geta ekki flutt sig eða sparnað fjölskyldunnar til annarra landa þar sem hagstæðari skattareglur gilda. Sömuleiðis er ungt fólk sem vill kaupa sínu fyrstu íbúð algjörlega berskjaldað fyrir slíkum sköttum, sem þýða að ennþá erfiðara getur verið að standast greiðslumat vegna hærri afborgana af íbúðalánum.Sporin hræða Þegar öllu er á botninn hvolft er það alltaf almenningur sem borgar fyrir skattahækkanir. Blekkingaleikur vinstriflokkanna sem halda því blákalt fram að einhverjir aðrir muni borga er því sérstaklega ámælisverður. Almenningur mun bera þungann af þeim skattahækkunum sem boðaðar eru. Almenningur er þar að auki ekki búinn að gleyma hrinu skattahækkana sem dundu á Íslendingum þegar skórinn kreppti hvað mest að þeim í kjölfar hrunsins. Þar fóru fremst Vinstri-græn, sem sátu í ráðherrastól í fjármálaráðuneytinu og eirðu engum með meira en 100 skatta- og gjaldahækkunum. Látum það ekki gerast aftur. Höfundur skipar 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhannes Stefánsson Kosningar 2017 Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Stjórnmálaflokkarnir á vinstrivængnum eru þessa dagana á harðahlaupum undan eigin stefnu í skattamálum. Þessir flokkar hafa boðað stórfelldar skattahækkanir til að fjármagna stóraukin ríkisútgjöld eftir kosningar, sem eiga að eigin sögn ekki að bitna á almenningi. Ekkert af forystufólki vinstriflokkanna hafa hins vegar haft áhuga eða getu til þess að benda á hvaða skatta eigi að hækka eða hvernig almenningur á að vera ónæmur fyrir þeim, en „einhverjir aðrir“ eiga að sögn að borga fyrir loforðaflauminn. Besta dæmið um þetta er frammistaða Katrínar Jakobsdóttur, formanns VG, í leiðtogaumræðum og í forystusætinu á RÚV. Þar gat hún nær engu svarað þrátt fyrir að vera þráspurð um hvaða skatta hún ætlaði að hækka kæmist hún til valda eftir kosningarnar. Málflutningur Katrínar er auðvitað með öllu óraunhæfur og ábyrgðarlaus vegna þess að hún hefur boðað aukin útgjöld og skattheimtu sem hleypur á tugum milljarða. Ekkert annað en stórauknar álögur á almenning munu duga til að greiða fyrir slíkan útgjaldaauka.Almenningur mun borga brúsann Fullyrðingin um að hægt sé að hækka skatta verulega án þess að það bitni á almenningi er mýta sem má annað hvort rekja til fáfræði eða blekkingar. Staðreyndin er sú að allar skattahækkanir bitna að endingu á almenningi, hvort sem þeim er beint gegn einstaklingum eða fyrirtækjum. Það þarf ekki nema grundvallarskilning á efnahagsmálum og einfalda söguskoðun til að sjá í gegnum mýtuna um að almenningur borgi ekki fyrir skattahækkanir. Tökum skatta á atvinnulífið sem dæmi. Atvinnulífið er ekki annað en samstillt átak almennings til að viðhalda eða auka við lífskjör sín, sjá fjölskyldum sínum farborða og tryggja börnum sínum betri framtíð en foreldrarnir upplifðu sjálfir. Fyrirtæki eru enda félög sem þurfa að veita almenningi verðmæta þjónustu til að geta skilað eigendum sínum ávinningi, en til þess að það sé hægt þarf eðli máls samkvæmt bæði ánægt starfsfólk og viðskiptavini. Fyrirtækin geta ekki án almennings verið, og öfugt. Fyrirtæki eru því ekki líflaus og andlitslaus fyrirbæri sem er hægt að skattleggja án þess að það bitni á almenningi. Almenningur er enda viðskiptavinir fyrirtækjanna, starfsmenn þeirra og eigendur, hvort sem er beint, í gegnum lífeyrissjóði eða með sparnaði sínum. Fyrirtækin eru fyrir vikið órjúfanlegur hluti af mannlegu samfélagi. Skattahækkanir á atvinnulíf og fyrirtæki eru þess vegna skattahækkanir á eigendur þeirra, starfsmenn eða viðskiptavini. Almenningur borgar brúsann með hærra verði á vöru og þjónustu, lægri launum, færri störfum eða minni arðsemi af sparnaðinum. Þá er ónefnt svokallað allratap sem verður til við skattheimtu og dregur úr lífskjörum almennings.Fjármagnstekjuskattar bitna harðast á heimilum Sömu sögu má segja af skattahækkunum á fjármagnstekjur, eignir og sparnað. Almenningur borgar alltaf brúsann. Með hærri fjármagnstekjuskatti skapast hvati til að almenningur (og fyrirtæki) flytji fjármuni sína út úr íslensku efnahagslífi, sérstaklega þegar flutningur fjármagns er nú orðinn frjáls og engin gjaldeyrishöft lengur til að halda þeim innan landsteinanna. Þegar það gerist þá minnkar geta atvinnulífsins til að fjárfesta í nýsköpun og veita almenningi fjölbreytt tækifæri til að finna getu sinni og sköpunarkrafti viðspyrnu. Að sama skapi hækkar verð á fjármagni þegar fjármagnstekjuskattar hækka. Það þýðir einfaldlega að vextir hækka og þar með afborganir af íbúðalánum, leiguverð o.s.frv. Allt hefur þetta veruleg neikvæð áhrif á almenning. Að sjálfsögðu bitna slíkar skattahækkanir harðast á tekju- og eignalitlum fjölskyldum, sem geta ekki flutt sig eða sparnað fjölskyldunnar til annarra landa þar sem hagstæðari skattareglur gilda. Sömuleiðis er ungt fólk sem vill kaupa sínu fyrstu íbúð algjörlega berskjaldað fyrir slíkum sköttum, sem þýða að ennþá erfiðara getur verið að standast greiðslumat vegna hærri afborgana af íbúðalánum.Sporin hræða Þegar öllu er á botninn hvolft er það alltaf almenningur sem borgar fyrir skattahækkanir. Blekkingaleikur vinstriflokkanna sem halda því blákalt fram að einhverjir aðrir muni borga er því sérstaklega ámælisverður. Almenningur mun bera þungann af þeim skattahækkunum sem boðaðar eru. Almenningur er þar að auki ekki búinn að gleyma hrinu skattahækkana sem dundu á Íslendingum þegar skórinn kreppti hvað mest að þeim í kjölfar hrunsins. Þar fóru fremst Vinstri-græn, sem sátu í ráðherrastól í fjármálaráðuneytinu og eirðu engum með meira en 100 skatta- og gjaldahækkunum. Látum það ekki gerast aftur. Höfundur skipar 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun