Hagstjórnin og kvennastéttir Halla Gunnarsdóttir skrifar 17. október 2017 07:00 Kvenfrelsismál eru ofar á baugi í þessari kosningabaráttu en oft áður. Vegna þrotlausrar kvennabaráttu þarf ekki lengur að deila um hvort konur verði fyrir misrétti vegna kyns síns eða ekki, nú ræðum við um aðgerðir til að uppræta misréttið. Þetta gefur fyrirheit um að hægt verði að ná breiðri samstöðu á næsta kjörtímabili um að útrýma bæði kynbundnum launamun og kynbundnu ofbeldi. Aðgerðirnar þurfa að taka á margþættri mismunun sem konur af erlendum uppruna, fatlaðar konur, fátækar konur og hinsegin konur mæta í daglegu lífi. Tillaga Viðreisnar um þjóðarsátt um kjör kvennastétta – þar sem tekist væri á við hinn „útskýrða“ launamun milli kynjanna – er gott innlegg í umræðuna. Með samstillu átaki ríkis, sveitarfélaga, stéttarfélaga og atvinnurekenda mætti ná fram raunverulegri leiðréttingu á kjörum kvennastétta í eitt skipti fyrir öll, þannig að svokallaðar ófaglærðar og faglærðar kvennastéttir nytu mannsæmandi kjara, bæði á einkamarkaði og hinum opinbera.Sveltistefna eykur vinnuálag kvenna En meira þarf að koma til en launahækkanir. Stórbæta þarf vinnuaðstöðu, aðbúnað og mönnun í þeim störfum sem þessar stéttir inna af hendi og stytta vinnutímann þannig að allt vinnandi fólk geti betur samhæft atvinnu og fjölskyldulíf. Kynbundinn launamunur verður ekki leiðréttur nema ólaunuð vinna – sem konur bera hitann og þungann af – verði tekin með í reikninginn. Sveltistefnan í heilbrigðismálum og menntamálum hefur bein neikvæð áhrif á kjör stórra kvennastétta og eykur um leið ólaunað vinnuálag á konur. Þar sem heilbrigðis- og velferðarkerfinu sleppir taka konur oftast við. Það er ekki lengra en rúmur mánuður síðan fráfarandi ríkisstjórnarflokkar lögðu fram fjárlagafrumvarp þar sem hvergi sá þess stað að nokkur vilji væri til að taka á kjörum kvennastétta eða til að breyta um kúrs og kveðja sveltistefnuna. Hægri hagstjórn – eins og sú sem fráfarandi ríkisstjórnarflokkar sýndu í verki – er ekki ávísun á velferð eða á jafnrétti kynjanna. Slík hagstjórn hefur hvergi orðið til þess að ýta undir frelsi kvenna, heldur þvert á móti lagt auknar byrðar af illa launaðri og ólaunaðri vinnu á þeirra herðar, sem aftur dregur úr tækifærum kvenna til að láta til sín taka í samfélaginu.Bráðum betri tíð? Hvernig sem Alþingi verður skipað eftir kosningar þá er fagnaðarefni að fleiri stjórnmálaflokkar lýsi yfir vilja til að einbeita sér að kjörum kvennastétta. Uppbygging í heilbrigðismálum, menntamálum og velferðarmálum á ekki að mæta afgangi. Þetta er besta fjárfestingin til að tryggja efnahagslega velsæld til framtíðar. Tími samstilltra aðgerða er vonandi að renna upp. Höfundur er frambjóðandi VG í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Kvenfrelsismál eru ofar á baugi í þessari kosningabaráttu en oft áður. Vegna þrotlausrar kvennabaráttu þarf ekki lengur að deila um hvort konur verði fyrir misrétti vegna kyns síns eða ekki, nú ræðum við um aðgerðir til að uppræta misréttið. Þetta gefur fyrirheit um að hægt verði að ná breiðri samstöðu á næsta kjörtímabili um að útrýma bæði kynbundnum launamun og kynbundnu ofbeldi. Aðgerðirnar þurfa að taka á margþættri mismunun sem konur af erlendum uppruna, fatlaðar konur, fátækar konur og hinsegin konur mæta í daglegu lífi. Tillaga Viðreisnar um þjóðarsátt um kjör kvennastétta – þar sem tekist væri á við hinn „útskýrða“ launamun milli kynjanna – er gott innlegg í umræðuna. Með samstillu átaki ríkis, sveitarfélaga, stéttarfélaga og atvinnurekenda mætti ná fram raunverulegri leiðréttingu á kjörum kvennastétta í eitt skipti fyrir öll, þannig að svokallaðar ófaglærðar og faglærðar kvennastéttir nytu mannsæmandi kjara, bæði á einkamarkaði og hinum opinbera.Sveltistefna eykur vinnuálag kvenna En meira þarf að koma til en launahækkanir. Stórbæta þarf vinnuaðstöðu, aðbúnað og mönnun í þeim störfum sem þessar stéttir inna af hendi og stytta vinnutímann þannig að allt vinnandi fólk geti betur samhæft atvinnu og fjölskyldulíf. Kynbundinn launamunur verður ekki leiðréttur nema ólaunuð vinna – sem konur bera hitann og þungann af – verði tekin með í reikninginn. Sveltistefnan í heilbrigðismálum og menntamálum hefur bein neikvæð áhrif á kjör stórra kvennastétta og eykur um leið ólaunað vinnuálag á konur. Þar sem heilbrigðis- og velferðarkerfinu sleppir taka konur oftast við. Það er ekki lengra en rúmur mánuður síðan fráfarandi ríkisstjórnarflokkar lögðu fram fjárlagafrumvarp þar sem hvergi sá þess stað að nokkur vilji væri til að taka á kjörum kvennastétta eða til að breyta um kúrs og kveðja sveltistefnuna. Hægri hagstjórn – eins og sú sem fráfarandi ríkisstjórnarflokkar sýndu í verki – er ekki ávísun á velferð eða á jafnrétti kynjanna. Slík hagstjórn hefur hvergi orðið til þess að ýta undir frelsi kvenna, heldur þvert á móti lagt auknar byrðar af illa launaðri og ólaunaðri vinnu á þeirra herðar, sem aftur dregur úr tækifærum kvenna til að láta til sín taka í samfélaginu.Bráðum betri tíð? Hvernig sem Alþingi verður skipað eftir kosningar þá er fagnaðarefni að fleiri stjórnmálaflokkar lýsi yfir vilja til að einbeita sér að kjörum kvennastétta. Uppbygging í heilbrigðismálum, menntamálum og velferðarmálum á ekki að mæta afgangi. Þetta er besta fjárfestingin til að tryggja efnahagslega velsæld til framtíðar. Tími samstilltra aðgerða er vonandi að renna upp. Höfundur er frambjóðandi VG í Reykjavík norður.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun