Eldra fólk í forgang Ólafur Þór Gunnarsson skrifar 16. október 2017 11:24 Þjónusta við eldra fólk hefur því miður ekki verið mikið í umræðunni fyrir þessar kosningar. Þessi hópur er mjög fjölbreytilegur, bæði hvað varðar heilsu, félagslega stöðu og fjárhagslega getu til að mæta ellinni. Nú bíða hundruðir eldri borgara eftir því að komast í hjúkrunarrými, með samþykkt færni og heilsumat sem er nokkurs konar aðgöngumiði inn á heimilin. Það er hins vegar orðið þannig að þessi aðgöngumiði er nú um stundir að mörgu leyti líkari happdrættismiða, alls ekki er víst að menn komist að á hjúkrunarheimili, og sumir bíða mánuðum saman við allsendis óviðunandi aðstæður. Einn mælikvarði á hversu erfitt er að komast inn á hjúkrunarheimili er sá fjöldi einstaklinga sem á hverjum tíma býður eftir hjúkrunarrými inni á spítölum. Þessi fjöldi hefur aukist ár frá ári síðustu ár, og á síðasta ári biðu í það heila yfir 400 einstaklingar á einhverju tímabili inni á Landspítalanum eftir úrræði. 322 fluttust af spítalanum á hjúkrunarheimili, eftir mislanga bið, og um þessar mundir bíða yfir 80 einstaklingar á Landspítalanum eftir að komast á hjúkrunarheimili. Auk þeirra bíða á vegum spítalans milli 15 og 20 manns á heilbrigðistofnunum á Vesturlandi eftir hjúkrunarrými á höfuðborgarsvæðinu. Þetta fólk hefur lokið meðferð og bíður eftir búsetuúrræði á hjúkrunarheimilum. Sumir myndu kalla slíka flutninga milli landshluta „nútíma-hreppaflutninga“, fólkinu sjálfu og aðstandendum þeirra er nauðugur sá kostur að „þiggja“ erfiðan kost því úrræðin á höfuðborgarsvæðinu eru ekki til. Lauslega áætlað vantar 200-250 hjúkrunarrými á höfuðborgarsvæðinu einu, en það jafngildir 2-3 nýjum hjúkrunarheimilum eða umtalsverðum viðbyggingum við þau sem eru fyrir. Ekkert slíkt mun opna á þessu ári og miðað við núverandi áætlanir er afar ólíklegt að náist að opna heimili á næsta ári. Á meðan deyr fólk í bið eftir úrræðum, oft inni á sjúkrastofum á spítala. Á síðasta ári létust 111 einstaklingar á Landspítalanum í bið eftir hjúkrunarrými, og hafði þeim þá fjölgað um 66% milli ára. Þetta er algerlega óviðunandi staða. Við verðum að forgangsraða í þágu þessa hóps, eins þess veikasta í samfélaginu. Það getur ekki verið að almenningur vilji hafa þetta svona. Það þarf strax á næsta ári að hefjast handa við byggingu 2-300 nýrra hjúkrunarrýma á landinu. Allt tal um að nýta peningana betur og að það þurfi að hagræða og endurskipuleggja gagnast eldra fólki og fjölskyldum þeirra ekki neitt. Fólk sem hefur verið metið í þjónustuþörf þarf þjónustu, ekki bráðum, heldur strax. Vinstri-græn hafa ítrekað ályktað um þetta efni, nú síðast á landsfundi hreyfingarinnar. Heilbrigðisþjónusta er grundvallarmannréttindi allra íbúa landsins, og við verðum að gera átak í þessum málaflokki.Höfundur er öldrunarlæknir og skipar 2. sæti á framboðslista VG í Suðvesturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Ólafur Þór Gunnarsson Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Þjónusta við eldra fólk hefur því miður ekki verið mikið í umræðunni fyrir þessar kosningar. Þessi hópur er mjög fjölbreytilegur, bæði hvað varðar heilsu, félagslega stöðu og fjárhagslega getu til að mæta ellinni. Nú bíða hundruðir eldri borgara eftir því að komast í hjúkrunarrými, með samþykkt færni og heilsumat sem er nokkurs konar aðgöngumiði inn á heimilin. Það er hins vegar orðið þannig að þessi aðgöngumiði er nú um stundir að mörgu leyti líkari happdrættismiða, alls ekki er víst að menn komist að á hjúkrunarheimili, og sumir bíða mánuðum saman við allsendis óviðunandi aðstæður. Einn mælikvarði á hversu erfitt er að komast inn á hjúkrunarheimili er sá fjöldi einstaklinga sem á hverjum tíma býður eftir hjúkrunarrými inni á spítölum. Þessi fjöldi hefur aukist ár frá ári síðustu ár, og á síðasta ári biðu í það heila yfir 400 einstaklingar á einhverju tímabili inni á Landspítalanum eftir úrræði. 322 fluttust af spítalanum á hjúkrunarheimili, eftir mislanga bið, og um þessar mundir bíða yfir 80 einstaklingar á Landspítalanum eftir að komast á hjúkrunarheimili. Auk þeirra bíða á vegum spítalans milli 15 og 20 manns á heilbrigðistofnunum á Vesturlandi eftir hjúkrunarrými á höfuðborgarsvæðinu. Þetta fólk hefur lokið meðferð og bíður eftir búsetuúrræði á hjúkrunarheimilum. Sumir myndu kalla slíka flutninga milli landshluta „nútíma-hreppaflutninga“, fólkinu sjálfu og aðstandendum þeirra er nauðugur sá kostur að „þiggja“ erfiðan kost því úrræðin á höfuðborgarsvæðinu eru ekki til. Lauslega áætlað vantar 200-250 hjúkrunarrými á höfuðborgarsvæðinu einu, en það jafngildir 2-3 nýjum hjúkrunarheimilum eða umtalsverðum viðbyggingum við þau sem eru fyrir. Ekkert slíkt mun opna á þessu ári og miðað við núverandi áætlanir er afar ólíklegt að náist að opna heimili á næsta ári. Á meðan deyr fólk í bið eftir úrræðum, oft inni á sjúkrastofum á spítala. Á síðasta ári létust 111 einstaklingar á Landspítalanum í bið eftir hjúkrunarrými, og hafði þeim þá fjölgað um 66% milli ára. Þetta er algerlega óviðunandi staða. Við verðum að forgangsraða í þágu þessa hóps, eins þess veikasta í samfélaginu. Það getur ekki verið að almenningur vilji hafa þetta svona. Það þarf strax á næsta ári að hefjast handa við byggingu 2-300 nýrra hjúkrunarrýma á landinu. Allt tal um að nýta peningana betur og að það þurfi að hagræða og endurskipuleggja gagnast eldra fólki og fjölskyldum þeirra ekki neitt. Fólk sem hefur verið metið í þjónustuþörf þarf þjónustu, ekki bráðum, heldur strax. Vinstri-græn hafa ítrekað ályktað um þetta efni, nú síðast á landsfundi hreyfingarinnar. Heilbrigðisþjónusta er grundvallarmannréttindi allra íbúa landsins, og við verðum að gera átak í þessum málaflokki.Höfundur er öldrunarlæknir og skipar 2. sæti á framboðslista VG í Suðvesturkjördæmi
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun