Veit ekki einu sinni í hvaða heimsálfu ég mun spila Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. október 2017 13:45 Dagný Brynjarsdóttir. Vísir/Getty Dagný Brynjarsdóttir er með lausan samning hjá Portland Thorns eftir þetta tímabil og hún er ekkert búin að ákveða það hvað hún ætlar að gera næst. Dagný varð bandarískur meistari með Portland Thorns liðinu um helgina og hefur unnið titla á báðum tímabilum sínum með liðinu en Portland Thorns varð deildarmeistari í fyrra. Danska landsliðskonan Nadia Nadim og franska landsliðskonan Amandine Henry eru báðar á förum en forráðamenn Portland Thorns vilja halda okkar konu. „Ég veit ekki í hvaða heimsálfu ég ætla að spila. Ég veit ekkert. Ég er með ákveðna hluti sem ég er bara að skoða,“ segir Dagný. „Þeir vilja fá mig aftur. Ég er ekki búin að ákveða hvað ég ætla að gera en það eina sem ég er búin að ákveða að mig langar að spila fyrir lið þar sem að ég spila á miðjunni,“ segir Dagný. „Ég get spilað vel í öðrum stöðum en ég spila besta leikinn minn sem miðjumaður og mig langar að halda áfram að verða betri þar til að geta líka hjálpað landsliðinu að komast ennþá lengra líka,“ segir Dagný. „Þeir vilja meina að ef ég skrifi undir þá verði ég á miðjunni en ég þarf að skoða allt rosalega vel. Ég hef ekki hugsað mjög mikið um þetta. Núna eru tveir mikilvægir leikir með landsliðinu á næstu tíu dögum og svo ætla ég að taka mér vikufrí og þá þarf ég að fara að hugsa minn gang,“ segir Dagný. Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Fórnaði sigurveislunni fyrir íslenska landsliðið Dagný Brynjarsdóttir gat ekki tekið þátt í sigurveislunni heima í Portland því hún var strax komin með hugann við tvo mikilvæga leiki íslenska landsliðsins í undankeppni HM. 16. október 2017 06:30 Táraðist næstum því í leikslok eftir ógeðslega erfitt ár Dagný Brynjarsdóttir vann sinn ellefta stóra titil á ferlinum um helgina þegar hún varð bandarískur meistari með Portland Thorns. Hún er fyrsti Íslendingurinn sem verður bandarískur meistari í fótbolta. 16. október 2017 06:00 Þjálfarinn hló ekki að brandara Dagnýjar Dagný Brynjarsdóttir er fjölhæfur leikmaður sem getur spilað margar stöður á vellinum þótt að hún vilji sjálf helst vera inn á miðjunni. 16. október 2017 07:30 Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira
Dagný Brynjarsdóttir er með lausan samning hjá Portland Thorns eftir þetta tímabil og hún er ekkert búin að ákveða það hvað hún ætlar að gera næst. Dagný varð bandarískur meistari með Portland Thorns liðinu um helgina og hefur unnið titla á báðum tímabilum sínum með liðinu en Portland Thorns varð deildarmeistari í fyrra. Danska landsliðskonan Nadia Nadim og franska landsliðskonan Amandine Henry eru báðar á förum en forráðamenn Portland Thorns vilja halda okkar konu. „Ég veit ekki í hvaða heimsálfu ég ætla að spila. Ég veit ekkert. Ég er með ákveðna hluti sem ég er bara að skoða,“ segir Dagný. „Þeir vilja fá mig aftur. Ég er ekki búin að ákveða hvað ég ætla að gera en það eina sem ég er búin að ákveða að mig langar að spila fyrir lið þar sem að ég spila á miðjunni,“ segir Dagný. „Ég get spilað vel í öðrum stöðum en ég spila besta leikinn minn sem miðjumaður og mig langar að halda áfram að verða betri þar til að geta líka hjálpað landsliðinu að komast ennþá lengra líka,“ segir Dagný. „Þeir vilja meina að ef ég skrifi undir þá verði ég á miðjunni en ég þarf að skoða allt rosalega vel. Ég hef ekki hugsað mjög mikið um þetta. Núna eru tveir mikilvægir leikir með landsliðinu á næstu tíu dögum og svo ætla ég að taka mér vikufrí og þá þarf ég að fara að hugsa minn gang,“ segir Dagný.
Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Fórnaði sigurveislunni fyrir íslenska landsliðið Dagný Brynjarsdóttir gat ekki tekið þátt í sigurveislunni heima í Portland því hún var strax komin með hugann við tvo mikilvæga leiki íslenska landsliðsins í undankeppni HM. 16. október 2017 06:30 Táraðist næstum því í leikslok eftir ógeðslega erfitt ár Dagný Brynjarsdóttir vann sinn ellefta stóra titil á ferlinum um helgina þegar hún varð bandarískur meistari með Portland Thorns. Hún er fyrsti Íslendingurinn sem verður bandarískur meistari í fótbolta. 16. október 2017 06:00 Þjálfarinn hló ekki að brandara Dagnýjar Dagný Brynjarsdóttir er fjölhæfur leikmaður sem getur spilað margar stöður á vellinum þótt að hún vilji sjálf helst vera inn á miðjunni. 16. október 2017 07:30 Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira
Fórnaði sigurveislunni fyrir íslenska landsliðið Dagný Brynjarsdóttir gat ekki tekið þátt í sigurveislunni heima í Portland því hún var strax komin með hugann við tvo mikilvæga leiki íslenska landsliðsins í undankeppni HM. 16. október 2017 06:30
Táraðist næstum því í leikslok eftir ógeðslega erfitt ár Dagný Brynjarsdóttir vann sinn ellefta stóra titil á ferlinum um helgina þegar hún varð bandarískur meistari með Portland Thorns. Hún er fyrsti Íslendingurinn sem verður bandarískur meistari í fótbolta. 16. október 2017 06:00
Þjálfarinn hló ekki að brandara Dagnýjar Dagný Brynjarsdóttir er fjölhæfur leikmaður sem getur spilað margar stöður á vellinum þótt að hún vilji sjálf helst vera inn á miðjunni. 16. október 2017 07:30