Lögbindum leikskólann Guðríður Arnardóttir skrifar 14. október 2017 12:12 Það eru ekki allir sem átta sig á því að leikskóli er ekki lögbundið verkefni sveitarfélaganna. Það eru í sjálfu sér engar lagalegar hindranir gegn því að sveitarfélög hreinlega loki fyrsta skólastiginu. Sem betur fer dytti ekki nokkrum slík firra í hug en þrátt fyrir allt er mikilvægt að binda í lög skylduna til að reka fyrsta skólastigið. Það er mér til efs að allir frambjóðendur til Alþingis átti sig á þessu. Þetta er prinsippmál og þetta er sjálfsagt mál - skólaganga barnanna okkar hefst í leikskóla. Hann er fyrsta skólastigið. Allar rannsóknir sýna að það skiptir máli hvernig við búum að börnunum fyrstu skólaárin, það hefur áhrif á velgengni þeirra síðar. Í leikskóla getum við t.d. byrjað að vinna gegn brottfalli úr námi á seinni skólastigum. Það á auðvitað að vera bundin í lög sú skylda sveitarfélaganna að reka leikskóla. Og það þarf að tryggja sveitarfélögunum næga tekjustofna til þess að reka skólana svo sómi sé af. Hversu lengi ætlar samfélagið að láta fyrsta skólastigið vera olnbogabarn í menntakerfinu? Hvenær mun samfélagið átta sig á því hversu gríðarlega mikilvægt er að búa vel að börnum og kennurum í leikskólanum? Í samstarfi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, hefur Kennarasamband Íslands ákveðið að bjóða til opins fundar um menntamál miðvikudaginn 18. október kl 16:30 í húsnæði Menntavísindasviðs við Stakkahlíð í samstarfi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Ég vænti þess að framboðin hafi svör á reiðum höndum. En þeim hefur verið boðin þátttaka í fundinum.Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara og stjórnarmaður í Kennarasambandi Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Kosningar 2017 Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Sjá meira
Það eru ekki allir sem átta sig á því að leikskóli er ekki lögbundið verkefni sveitarfélaganna. Það eru í sjálfu sér engar lagalegar hindranir gegn því að sveitarfélög hreinlega loki fyrsta skólastiginu. Sem betur fer dytti ekki nokkrum slík firra í hug en þrátt fyrir allt er mikilvægt að binda í lög skylduna til að reka fyrsta skólastigið. Það er mér til efs að allir frambjóðendur til Alþingis átti sig á þessu. Þetta er prinsippmál og þetta er sjálfsagt mál - skólaganga barnanna okkar hefst í leikskóla. Hann er fyrsta skólastigið. Allar rannsóknir sýna að það skiptir máli hvernig við búum að börnunum fyrstu skólaárin, það hefur áhrif á velgengni þeirra síðar. Í leikskóla getum við t.d. byrjað að vinna gegn brottfalli úr námi á seinni skólastigum. Það á auðvitað að vera bundin í lög sú skylda sveitarfélaganna að reka leikskóla. Og það þarf að tryggja sveitarfélögunum næga tekjustofna til þess að reka skólana svo sómi sé af. Hversu lengi ætlar samfélagið að láta fyrsta skólastigið vera olnbogabarn í menntakerfinu? Hvenær mun samfélagið átta sig á því hversu gríðarlega mikilvægt er að búa vel að börnum og kennurum í leikskólanum? Í samstarfi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, hefur Kennarasamband Íslands ákveðið að bjóða til opins fundar um menntamál miðvikudaginn 18. október kl 16:30 í húsnæði Menntavísindasviðs við Stakkahlíð í samstarfi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Ég vænti þess að framboðin hafi svör á reiðum höndum. En þeim hefur verið boðin þátttaka í fundinum.Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara og stjórnarmaður í Kennarasambandi Íslands
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar