Sakar mótherjana um að senda vændiskonur á hótel leikmanna sinna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. október 2017 23:30 Stuðningkona Paragvæ á leiknum umrædda en hún tengist fréttinni þó ekki neitt. Vísir/AFP Mikil spenna var í lokaumferðinni í Suður-Ameríkuriðli undankeppni HM í Rússlandi en úrslitin þar réðust í vikunni. Einn af leikjunum í lokaumferðinni var á milli Paragvæ og Venesúela en heimamenn í Paragvæ voru í baráttunni um að komast í umspil um laust sæti á HM í Rússlandi næsta sumar. Lið Venesúela átti ekki lengur möguleika á því að komast á HM 2018 en leikmenn liðsins fóru samt burtu með öll þrjú stigin eftir 1-0 sigur. Leikmenn Venesúela sáu um leið til þess að heimamenn í Paragvæ þurfa að sætta sig við það að horfa á HM í sjónvarpinu næsta sumar. Rafael Dudamel, landsliðsþjálfari Venesúela, sagði að einhver hafi reynt að trufla liðið hans fyrir leikinn með því að senda fjölda vændiskvenna á hótel liðsins. Caracol Radio og La Nacion segja frá. „Það voru nokkrar konur sem heimsóttu hótelið á mánudaginn en hugarfar minna leikmanna er gjörbreytt. Það kemur okkur ekki á óvart að konur komi á hótelið. Ég veit ekki hver sendi þær en þetta er gamalt bragð,“ sagði Rafael Dudamel. Leikurinn fór fram í höfuðborginni Asuncion og Pargvæar voru tilbúnir að reyna ýmislegt til að slá andstæðinga sína útaf laginu. Þjálfari hrósaði sínum leikmönnum fyrir fagmennskuna og leikmennirnir svöruðu síðan inn á vellinum og lönduðu 1-0 sigri. Yangel Herrera skoraði eina markið eftir 84 mínútur. Sigurinn breytti því þó ekki að lið Venesúela endaði í neðsta sæti riðilsins en sá til þess að Paragvæ náði bara sjöunda sætinu.Yangel Herrera fagnar sigurmarki sínu.Vísir/AFP HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Í beinni: Tottenham - Liverpool | Hart barist í London Enski boltinn Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Fleiri fréttir Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Í beinni: Tottenham - Liverpool | Hart barist í London Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Sjá meira
Mikil spenna var í lokaumferðinni í Suður-Ameríkuriðli undankeppni HM í Rússlandi en úrslitin þar réðust í vikunni. Einn af leikjunum í lokaumferðinni var á milli Paragvæ og Venesúela en heimamenn í Paragvæ voru í baráttunni um að komast í umspil um laust sæti á HM í Rússlandi næsta sumar. Lið Venesúela átti ekki lengur möguleika á því að komast á HM 2018 en leikmenn liðsins fóru samt burtu með öll þrjú stigin eftir 1-0 sigur. Leikmenn Venesúela sáu um leið til þess að heimamenn í Paragvæ þurfa að sætta sig við það að horfa á HM í sjónvarpinu næsta sumar. Rafael Dudamel, landsliðsþjálfari Venesúela, sagði að einhver hafi reynt að trufla liðið hans fyrir leikinn með því að senda fjölda vændiskvenna á hótel liðsins. Caracol Radio og La Nacion segja frá. „Það voru nokkrar konur sem heimsóttu hótelið á mánudaginn en hugarfar minna leikmanna er gjörbreytt. Það kemur okkur ekki á óvart að konur komi á hótelið. Ég veit ekki hver sendi þær en þetta er gamalt bragð,“ sagði Rafael Dudamel. Leikurinn fór fram í höfuðborginni Asuncion og Pargvæar voru tilbúnir að reyna ýmislegt til að slá andstæðinga sína útaf laginu. Þjálfari hrósaði sínum leikmönnum fyrir fagmennskuna og leikmennirnir svöruðu síðan inn á vellinum og lönduðu 1-0 sigri. Yangel Herrera skoraði eina markið eftir 84 mínútur. Sigurinn breytti því þó ekki að lið Venesúela endaði í neðsta sæti riðilsins en sá til þess að Paragvæ náði bara sjöunda sætinu.Yangel Herrera fagnar sigurmarki sínu.Vísir/AFP
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Í beinni: Tottenham - Liverpool | Hart barist í London Enski boltinn Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Fleiri fréttir Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Í beinni: Tottenham - Liverpool | Hart barist í London Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Sjá meira